Sportpakkinn: Sjáðu þegar Tiger Woods valdi Tiger Woods í bandaríska úrvalsliðið í forsetabikarnum Arnar Björnsson skrifar 9. nóvember 2019 10:30 Tiger tilkynnir valið. vísir/getty Þrettánda keppnin um forsetabikarinn í golfi verður í Melbourne í Ástralíu 11-14. desember. Þar mætast úrvalslið Bandaríkjanna og heimsúrvalið. Evrópskir kylfingar eiga ekki þátttökurétt. Átta þeir stigahæstu á FED-ex listanum fá sæti í liðinu en fyrirliðinn velur síðan fjóra kylfinga. Tiger Woods er fyrirliði bandaríska liðsins og hann valdi þá Tony Finau, Gary Woodland, Patrick Reed og bætti síðan þeim fjórða við. „Sem fyrirliði vel ég Tiger Woods síðastan í liðið. Hann hefur spilað 9 sinnum í keppninni og spilað tvsivar í Ástralíu í forsetabikarnum. Þetta verður erfitt en ég er með þrjá frábæra aðstoðarmenn,“ sagði kappinn þegar hann tilkynnti hvaða fjóra hann hefði valið. Tiger var síðast með í forsetabikarnum 2013, úrvalslið Bandaríkjanna hefur unnið 10 sinnum, alþjóðaliðið einu sinni og einu sinni skildu liðin jöfn. Sýnt verður beint fá mótinu á Stöð 2 Golf.Klippa: Sportpakkinn: Tiger valdi sjálfan sig Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrettánda keppnin um forsetabikarinn í golfi verður í Melbourne í Ástralíu 11-14. desember. Þar mætast úrvalslið Bandaríkjanna og heimsúrvalið. Evrópskir kylfingar eiga ekki þátttökurétt. Átta þeir stigahæstu á FED-ex listanum fá sæti í liðinu en fyrirliðinn velur síðan fjóra kylfinga. Tiger Woods er fyrirliði bandaríska liðsins og hann valdi þá Tony Finau, Gary Woodland, Patrick Reed og bætti síðan þeim fjórða við. „Sem fyrirliði vel ég Tiger Woods síðastan í liðið. Hann hefur spilað 9 sinnum í keppninni og spilað tvsivar í Ástralíu í forsetabikarnum. Þetta verður erfitt en ég er með þrjá frábæra aðstoðarmenn,“ sagði kappinn þegar hann tilkynnti hvaða fjóra hann hefði valið. Tiger var síðast með í forsetabikarnum 2013, úrvalslið Bandaríkjanna hefur unnið 10 sinnum, alþjóðaliðið einu sinni og einu sinni skildu liðin jöfn. Sýnt verður beint fá mótinu á Stöð 2 Golf.Klippa: Sportpakkinn: Tiger valdi sjálfan sig
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira