Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Birgir Olgeirsson skrifar 8. nóvember 2019 16:36 Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgublaðsins. Vísir Átján blaðamenn á vefmiðli Morgunblaðsins Mbl.is lýsa yfir vonbrigðum sínum með ritstjóra sína, kollega á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf á meðan vefblaðamenn lögðu niður vinnu frá klukkan 10-14 í dag. Um var að ræða fyrstu vinnustöðvun í verkfallsaðgerðum blaðamanna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, hluta fréttamanna á RÚV og hjá Sýn sem rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Yfirlýsing blaðamannanna, sem meðal annars Jón Pétur Jónsson fréttastjóri Mbl.is og Víðir Sigurðsson, yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins skrifa undir, var birt á vef Blaðamannafélagsins síðdegis. Þar segir að blaðamenn á fréttadeild og íþróttadeild mbl.is hafi lagt niður störf klukkan tíu eins og til stóð til áréttingar kröfum félagsmanna í Blaðamannafélaginu í kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins. „Um leið og blaðamenn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaðamenn á Morgunblaðinu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.is. Að auki voru fyrrverandi sumarstarfsmaður og lausapenni á Morgunblaðinu kallaðir til til þess að skrifa fréttir á mbl.is á meðan þeir blaðamenn miðilsins, sem voru á vakt á þessum tiltekna tíma, lögðu niður störf í samræmi við löglega boðaðar aðgerðir sem stóðu til klukkan 14.“Varpar rýrð á Mbl.is og blaðamenn miðilsins Segja blaðamennirnir að umrædd fréttaskrif hafi verið með vitunda og vilja ritstjórans Davíðs Oddssonar og Haraldar Johannessen, ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins. „Við undirrituð blaðamenn og fréttastjórar á frétta- og íþróttadeild mbl.is lýsum yfir vonbrigðum með þetta framferði og þau viðhorf til löglega boðaðra aðgerða sem þarna birtast. Við teljum að þetta framferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl.is, ekki síst þá blaðamenn sem þar starfa og leitast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heilindum og fagmennsku. Að okkar mati er þetta síst til þess fallið að finna vænlega lausn á kjaradeilunni sem nú stendur yfir.“ Blaðamennirnir vilja með yfirlýsingu sinni koma því skýrt á framfæri að þær fréttir og umfjallanir, sem skrifaðar voru og birtar á mbl.is, á meðan á löglega boðuðum aðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslans stóð, séu ekki á þeirra ábyrgð. Undir skrifa: Anna Sigríður Einarsdóttir, Anna Lilja Þórisdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Erla María Markúsdóttir, Freyr Bjarnason, Guðmundur Hilmarsson, Guðrún Hálfdánardóttir, Hallur Már Hallsson, Ívar Benediktsson, Jóhann Ólafsson, Jón Pétur Jónsson, Kristján Jónsson, Sindri Sverrisson, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Víðir Sigurðsson, Þorgerður Anna Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ásgrímsson Melén og Þórunn Kristjánsdóttir. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira
Átján blaðamenn á vefmiðli Morgunblaðsins Mbl.is lýsa yfir vonbrigðum sínum með ritstjóra sína, kollega á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf á meðan vefblaðamenn lögðu niður vinnu frá klukkan 10-14 í dag. Um var að ræða fyrstu vinnustöðvun í verkfallsaðgerðum blaðamanna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, hluta fréttamanna á RÚV og hjá Sýn sem rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Yfirlýsing blaðamannanna, sem meðal annars Jón Pétur Jónsson fréttastjóri Mbl.is og Víðir Sigurðsson, yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins skrifa undir, var birt á vef Blaðamannafélagsins síðdegis. Þar segir að blaðamenn á fréttadeild og íþróttadeild mbl.is hafi lagt niður störf klukkan tíu eins og til stóð til áréttingar kröfum félagsmanna í Blaðamannafélaginu í kjaradeilu félagsins við Samtök atvinnulífsins. „Um leið og blaðamenn á mbl.is lögðu niður störf í morgun tóku nokkrir blaðamenn á Morgunblaðinu, sem að öllu jöfnu skrifa ekki fréttir á mbl.is, til við að skrifa fréttir á mbl.is. Að auki voru fyrrverandi sumarstarfsmaður og lausapenni á Morgunblaðinu kallaðir til til þess að skrifa fréttir á mbl.is á meðan þeir blaðamenn miðilsins, sem voru á vakt á þessum tiltekna tíma, lögðu niður störf í samræmi við löglega boðaðar aðgerðir sem stóðu til klukkan 14.“Varpar rýrð á Mbl.is og blaðamenn miðilsins Segja blaðamennirnir að umrædd fréttaskrif hafi verið með vitunda og vilja ritstjórans Davíðs Oddssonar og Haraldar Johannessen, ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins. „Við undirrituð blaðamenn og fréttastjórar á frétta- og íþróttadeild mbl.is lýsum yfir vonbrigðum með þetta framferði og þau viðhorf til löglega boðaðra aðgerða sem þarna birtast. Við teljum að þetta framferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl.is, ekki síst þá blaðamenn sem þar starfa og leitast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heilindum og fagmennsku. Að okkar mati er þetta síst til þess fallið að finna vænlega lausn á kjaradeilunni sem nú stendur yfir.“ Blaðamennirnir vilja með yfirlýsingu sinni koma því skýrt á framfæri að þær fréttir og umfjallanir, sem skrifaðar voru og birtar á mbl.is, á meðan á löglega boðuðum aðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslans stóð, séu ekki á þeirra ábyrgð. Undir skrifa: Anna Sigríður Einarsdóttir, Anna Lilja Þórisdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Erla María Markúsdóttir, Freyr Bjarnason, Guðmundur Hilmarsson, Guðrún Hálfdánardóttir, Hallur Már Hallsson, Ívar Benediktsson, Jóhann Ólafsson, Jón Pétur Jónsson, Kristján Jónsson, Sindri Sverrisson, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Víðir Sigurðsson, Þorgerður Anna Gunnarsdóttir, Þorsteinn Ásgrímsson Melén og Þórunn Kristjánsdóttir.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Sjá meira
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21