Gömlu félagar Arons töpuðu grannaslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. nóvember 2019 14:00 Úr leik dagsins. vísir/getty Bristol City vann 1-0 sigur á Cardiff City er liðin mættust í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Leikið var í Wales. Þrátt fyrir að önnur borgin sé í Wales en hin í Englandi er ekki langt á milli og því talað um grannaslag Wales og Englands er liðin mætast. Markalaust var í hálfleik en fyrsta og eina mark leiksins kom á 67. mínútu er Bristol komst yfir. Markið skoraði Josh Brownhill með þrumuskoti af löngu færi. Lokatölur 1-0.FT: Cardiff City 0-1 Bristol City It's another derby that has gone the wrong way for the Bluebirds as Josh Brownhill's screamer proves the differencehttps://t.co/7ydacCdQyW More reaction https://t.co/7ydacCdQyWpic.twitter.com/UdhpwCah33 — BBC Sport Wales (@BBCSportWales) November 10, 2019 Fyrrum félagar Arons Einars Gunnarssonar í Cardiff eru í 14. sæti deildarinnar en Bristol City er í 6. sæti deildarinnar efir sigurinn. Enski boltinn
Bristol City vann 1-0 sigur á Cardiff City er liðin mættust í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Leikið var í Wales. Þrátt fyrir að önnur borgin sé í Wales en hin í Englandi er ekki langt á milli og því talað um grannaslag Wales og Englands er liðin mætast. Markalaust var í hálfleik en fyrsta og eina mark leiksins kom á 67. mínútu er Bristol komst yfir. Markið skoraði Josh Brownhill með þrumuskoti af löngu færi. Lokatölur 1-0.FT: Cardiff City 0-1 Bristol City It's another derby that has gone the wrong way for the Bluebirds as Josh Brownhill's screamer proves the differencehttps://t.co/7ydacCdQyW More reaction https://t.co/7ydacCdQyWpic.twitter.com/UdhpwCah33 — BBC Sport Wales (@BBCSportWales) November 10, 2019 Fyrrum félagar Arons Einars Gunnarssonar í Cardiff eru í 14. sæti deildarinnar en Bristol City er í 6. sæti deildarinnar efir sigurinn.