Mótmæli hafa staðið yfir í rúman mánuð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:30 250 manns hafa látið lífið í átökum mótmælenda og öryggissveita í Írak. Mótmælin hafa staðið yfir í rúman mánuð eða frá 1. október síðastliðnum. Fjórir voru skotnir til bana í vikunni og 35 manns eru særðir. Nordicphotos/Getty Íraskar öryggissveitir skutu í það minnsta fjóra mótmælendur til bana og 35 særðust í átökum sem brutust út í nágrenni Shuhada-brúarinnar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í vikunni. Þá kveiktu tugir mótmælenda í hjólbörðum umhverfis Umm Qasr-hafnarsvæðið og hindruðu þannig að flutningabílar kæmust inn á hafnarsvæðið með lífsnauðsynleg gögn fyrir íbúa landsins, svo sem matvæli. Reuters greinir frá. Blóðug mótmæli sem beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad og fleiri borgum í suðurhluta Íraks hafa staðið yfir í landinu í rúman mánuð og að sögn írösku lögreglunnar virðist ekkert lát vera á mótmælunum. Rúmlega 250 mótmælendur hafa látið lífið síðan 1. október. Mótmælin hófust eftir að grasrótarhreyfingar ungra Íraka settu fram kröfur um að ráðist yrði í aðgerðir til að skapa þeim atvinnutækifæri og að spilling í landinu yrði upprætt. Stjórnvöld í Írak hafa reynt ýmsar leiðir til að róa mótmælendur en ekkert virðist ganga. Ríkjandi stjórn landsins hefur aldrei áður í valdatíð sinni staðið frammi fyrir slíkri áskorun en ró hefur verið yfir landinu eftir ósigur Íslamska ríkisins árið 2017. Öryggisgæsla er betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og atvinnuleysi er mikið. Ein leið sem stjórnvöld hafa beitt til að reyna að stöðva mótmælin var að slökkva á internetinu í landinu en það hefur ekki skilað tilsettum árangri. Lokun internetsins hefur hins vegar teygt anga sína inn í bæði einkarekin fyrirtæki og bankakerfi landsins sem hafa þannig tapað stórum fjárhæðum. Áætla má að samanlagt tap banka, fjarskiptafyrirtækja, ferðaþjónustu og bókunarskrifstofa íraskra flugfélaga sé um 40 milljónir Bandaríkjadala á hverjum degi, sem þýðir tap upp á einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala á þeim rúma mánuði sem mótmælin hafa staðið yfir. Stjórnvöld hafa gefið það út að umræður um að ganga að kröfum mótmælenda standi yfir en ekki hafa enn komið fram tillögur sem mæta kröfum þeirra. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr hópi mótmælenda um að nú sé of seint að mæta kröfum þeirra um aukinn jöfnuð, fleiri störf og upprætingu spillingar. Sömu raddir hafa sett fram auknar kröfur um breytt vinnulag ríkisstofnana ásamt breyttu kosninga- og stjórnkerfi. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Íraskar öryggissveitir skutu í það minnsta fjóra mótmælendur til bana og 35 særðust í átökum sem brutust út í nágrenni Shuhada-brúarinnar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í vikunni. Þá kveiktu tugir mótmælenda í hjólbörðum umhverfis Umm Qasr-hafnarsvæðið og hindruðu þannig að flutningabílar kæmust inn á hafnarsvæðið með lífsnauðsynleg gögn fyrir íbúa landsins, svo sem matvæli. Reuters greinir frá. Blóðug mótmæli sem beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad og fleiri borgum í suðurhluta Íraks hafa staðið yfir í landinu í rúman mánuð og að sögn írösku lögreglunnar virðist ekkert lát vera á mótmælunum. Rúmlega 250 mótmælendur hafa látið lífið síðan 1. október. Mótmælin hófust eftir að grasrótarhreyfingar ungra Íraka settu fram kröfur um að ráðist yrði í aðgerðir til að skapa þeim atvinnutækifæri og að spilling í landinu yrði upprætt. Stjórnvöld í Írak hafa reynt ýmsar leiðir til að róa mótmælendur en ekkert virðist ganga. Ríkjandi stjórn landsins hefur aldrei áður í valdatíð sinni staðið frammi fyrir slíkri áskorun en ró hefur verið yfir landinu eftir ósigur Íslamska ríkisins árið 2017. Öryggisgæsla er betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og atvinnuleysi er mikið. Ein leið sem stjórnvöld hafa beitt til að reyna að stöðva mótmælin var að slökkva á internetinu í landinu en það hefur ekki skilað tilsettum árangri. Lokun internetsins hefur hins vegar teygt anga sína inn í bæði einkarekin fyrirtæki og bankakerfi landsins sem hafa þannig tapað stórum fjárhæðum. Áætla má að samanlagt tap banka, fjarskiptafyrirtækja, ferðaþjónustu og bókunarskrifstofa íraskra flugfélaga sé um 40 milljónir Bandaríkjadala á hverjum degi, sem þýðir tap upp á einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala á þeim rúma mánuði sem mótmælin hafa staðið yfir. Stjórnvöld hafa gefið það út að umræður um að ganga að kröfum mótmælenda standi yfir en ekki hafa enn komið fram tillögur sem mæta kröfum þeirra. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr hópi mótmælenda um að nú sé of seint að mæta kröfum þeirra um aukinn jöfnuð, fleiri störf og upprætingu spillingar. Sömu raddir hafa sett fram auknar kröfur um breytt vinnulag ríkisstofnana ásamt breyttu kosninga- og stjórnkerfi.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira