Skora á fjölmiðlafyrirtæki að hagræða ekki í launum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 17:24 Hjálmar Jónsson formaður blaðamannafélags Íslands, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Stundarinnar og Jón Trausti Reynisson ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar skrifuðu undir kjarasamning síðdegis. Blaðamannafélag Íslands Blaðamannafélag Íslands og Útgáfufélag Stundarinnar skrifuðu síðdegis í dag undir kjarasamning. Hann er í öllum aðalatriðum eins og samningurinn sem gerður var við Birting og Kjarnann.Frá þessu er greint á vef Blaðamannafélagsins þar sem haft er eftir Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra Stundarinnar, að þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, skori á önnur fjölmiðlafyrirtæki að freista þess að hagræða með öðrum hætti en launum starfandi blaðmanna. Sem dæmi hafi Stundin takmarkað útgáfutíðni og reynt að halda yfirbyggingu og stjórnunarkostnaði í lágmarki. „Þó svo að fjölmiðlafyrirtæki eigi erfitt með að borga há laun er ýmislegt hægt að gera til þess að hindra atgervisflótta úr blaðamennsku. Það skiptir miklu máli fyrir allt samfélagið, því besta leiðin til að tryggja gagnsæi og gott upplýsingaflæði til almennings er að viðhalda sterkum kjarna af íslenskum fagblaðamönnum sem geta lifað fjárhagslega sjálfbæru lífi,“ segir Jón Trausti. Hann skoraði að lokum á stjórnvöld að tryggja að starfsaðstæður íslenskra fjölmiðla og blaðamanna nálgist aðrar norrænar þjóðir réttarfarslega og fjárhagslega. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Sýnar og RÚV og er svo komið að ráðist verður í fjögurra klukkustunda vinnustöðvun á vefmiðlunum á morgun sem hefst klukkan tíu.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sú sem þetta skrifar. Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands og Útgáfufélag Stundarinnar skrifuðu síðdegis í dag undir kjarasamning. Hann er í öllum aðalatriðum eins og samningurinn sem gerður var við Birting og Kjarnann.Frá þessu er greint á vef Blaðamannafélagsins þar sem haft er eftir Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra Stundarinnar, að þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, skori á önnur fjölmiðlafyrirtæki að freista þess að hagræða með öðrum hætti en launum starfandi blaðmanna. Sem dæmi hafi Stundin takmarkað útgáfutíðni og reynt að halda yfirbyggingu og stjórnunarkostnaði í lágmarki. „Þó svo að fjölmiðlafyrirtæki eigi erfitt með að borga há laun er ýmislegt hægt að gera til þess að hindra atgervisflótta úr blaðamennsku. Það skiptir miklu máli fyrir allt samfélagið, því besta leiðin til að tryggja gagnsæi og gott upplýsingaflæði til almennings er að viðhalda sterkum kjarna af íslenskum fagblaðamönnum sem geta lifað fjárhagslega sjálfbæru lífi,“ segir Jón Trausti. Hann skoraði að lokum á stjórnvöld að tryggja að starfsaðstæður íslenskra fjölmiðla og blaðamanna nálgist aðrar norrænar þjóðir réttarfarslega og fjárhagslega. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Sýnar og RÚV og er svo komið að ráðist verður í fjögurra klukkustunda vinnustöðvun á vefmiðlunum á morgun sem hefst klukkan tíu.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sú sem þetta skrifar.
Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira