Manchester United upp í 7. sætið eftir auðveldan sigur á Brighton Anton Ingi Leifsson skrifar 10. nóvember 2019 16:00 Rashford og Martial fagna. vísir/getty Manchester United hoppaði upp um mörg sæti eftir að hafa unnið nokkuð þægilegan 3-1 sigur á Brighton á heimavelli. Fyrsta markið kom eftir stundarfjórðung. Andreas Pereira skoraði þá en hann fékk boltann frá Anthony Martial. Boltinn fór af varnarmanni Brighton og Matt Fraser stóð varnarlaus í markinu. Einungis þremur mínútum síðar tvöfölduðu heimamenn forystuna. Eftir darraðadans í vítateig gestanna setti Davy Propper boltann í eigið net og staðan 2-0 í hálfleik.68 - Manchester United have benefited from 68 Premier League own goals - at least five more than any other team. Helping. #MNUBRIpic.twitter.com/JTtDFFWdLJ — OptaJoe (@OptaJoe) November 10, 2019 Gestirnir minnkuðu muninn á 64. mínútu er Lewis Dunk minkaði muninn með laglegum skalla en sú staða stóð ekki lengi yfir. Tveimur mínútum síðar kláraði Marus Rashford færið sitt ansi vel eftir að hafa fengið boltann frá Anthony Martial sem slapp einn í gegn en var kominn í þrönga stöðu.Manchester United comfortably moved into seventh spot in the Premier League after a 3-1 win over Brighton & Hove Albion. Full story https://t.co/kJUTe0cJ1e#MUNBHA#bbcfootballpic.twitter.com/EP9CGTxQ5J — BBC Sport (@BBCSport) November 10, 2019 United er því komið upp í sjöunda sæti deildarinnar með en Brighton er í 9. sætinu með fimmtán stig. Enski boltinn
Manchester United hoppaði upp um mörg sæti eftir að hafa unnið nokkuð þægilegan 3-1 sigur á Brighton á heimavelli. Fyrsta markið kom eftir stundarfjórðung. Andreas Pereira skoraði þá en hann fékk boltann frá Anthony Martial. Boltinn fór af varnarmanni Brighton og Matt Fraser stóð varnarlaus í markinu. Einungis þremur mínútum síðar tvöfölduðu heimamenn forystuna. Eftir darraðadans í vítateig gestanna setti Davy Propper boltann í eigið net og staðan 2-0 í hálfleik.68 - Manchester United have benefited from 68 Premier League own goals - at least five more than any other team. Helping. #MNUBRIpic.twitter.com/JTtDFFWdLJ — OptaJoe (@OptaJoe) November 10, 2019 Gestirnir minnkuðu muninn á 64. mínútu er Lewis Dunk minkaði muninn með laglegum skalla en sú staða stóð ekki lengi yfir. Tveimur mínútum síðar kláraði Marus Rashford færið sitt ansi vel eftir að hafa fengið boltann frá Anthony Martial sem slapp einn í gegn en var kominn í þrönga stöðu.Manchester United comfortably moved into seventh spot in the Premier League after a 3-1 win over Brighton & Hove Albion. Full story https://t.co/kJUTe0cJ1e#MUNBHA#bbcfootballpic.twitter.com/EP9CGTxQ5J — BBC Sport (@BBCSport) November 10, 2019 United er því komið upp í sjöunda sæti deildarinnar með en Brighton er í 9. sætinu með fimmtán stig.