Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir og Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir skrifa 7. nóvember 2019 14:14 Undanfarna mánuði hafa þrjú öflug en ólík fyrirtæki, Húsasmiðjan, Lyfja og Samkaup, tekið þátt í þróun fagnáms í verslun og þjónustu í samstarfi við Verslunarskóla Íslands og starfsmenntasjóði VR. Þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á fræðslu og menntun starfsfólks ásamt því að deila þeirri sýn að mannauðurinn sé lykilinn að árangri hvers fyrirtækis. Þróun fagnáms í verslun og þjónustu er gríðarlega mikilvægt verkefni við að auka veg og vanda verslunarstarfsmanna en á tímum þar sem sjálfvirknivæðing er að aukast eykst einnig vægi þeirra starfsmanna sem eftir standa á gólfinu. Þessir starfsmenn eru sífellt að hlusta á viðskiptavininn, greina þarfir hans og veita framúrskarandi þjónustu. Að auki gegna þessir starfsmenn oft lykilstörfum innan sinnar verslunar. Á hverjum vinnustað fer fram öflug fræðsla sem oft og tíðum er vanmetin í hinum formlega menntaheimi. Þekking og hæfni einstaklinga sem vinna í verslunum er gríðarleg eftir áralanga starfsreynslu og fjölda námskeiða þrátt fyrir að stór hluti þessara starfsmanna hafi af einhverjum ástæðum ekki lokið formlegu námi. Það er hér sem raunfærnimat og fagnám spilar stórann sess en þar fá starfsmenn tækifæri til að fá metna þá hæfni sem er til staðar óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Hluti af verkefninu hefur því einnig verið að stuðla að raunfærnimati þeirra starfsmanna sem stefna á fagnámið og er það gert í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mími símenntun. Fagnámið er frábært tækifæri fyrir starfsmenn í verslun til að auka virði sitt og raunfærnimatið býður þeim uppá að fá starfstengda hæfni og reynslu metna til eininga sem jafnvel má nýta síðar til stúdentsprófs. Fyrir okkur sem stjórnendur snýst þetta um eitt lykilatriði, að opna á tækifæri fólks. Tækifæri til starfsþróunar, tækifæri til staðfestingar á færni, tækifæri til frekari ábyrgðar og uppbyggingar innan fyrirtækisins en síðast ekki síst tækifæri til sjálfstyrkingar starfsmanna. Við höfum mikla trú á að með sterkari sjálfsmynd starfsmanna og auknu sjálftrausti byggjum við upp sterkari vinnustað. Það er hvatning og stuðningur okkar sem vinnuveitanda sem er ákveðin forsenda þess að starfsþróun starfsfólks eigi sér stað samhliða vinnu. Með því að stuðla að og kynna raunfærnimat fyrir okkar starfsfólki, hvetja það áfram til fagnáms og frekari starfsþróunar, höfum við möguleika á að efla fólkið okkar á markvissari hátt sjá það blómstra enn frekar í sínu starfi. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og áherslur breytast. Það er því mikilvægt að fyrirtækin bjóði upp á réttu tækifærin og aðstæður fyrir starfsmenn til auka þekkingu sín og hæfni og sem er ein besta leiðin til að auka möguleika sína á að þróast í starfi. Það að starfsmenn sjái þessa möguleika og geri það sem þeir geta til að halda í og auka áhugann á sínu starfi er mikilvægt því það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju. Fagnám í verslun verður góð viðbót við það öfluga fræðslustarf sem á sér stað nú þegar innan fyrirtækja á Íslandi og erum við allar afar stoltar að aðkomu okkar og þeirri vinnu sem býr að baki á því að setja af stað Fagnám í verslun fyrir hönd fyrirtækja.Anna Bragadóttir er mannauðsfulltrúi hjá Húsasmiðjunni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum. Svava Þorsteinsdóttir er sviðsstjóri mannauðsssviðs hjá Lyfju.Á myndinni eru Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar, Anna Bragadóttir mannauðsfulltrúi Húsasmiðjunnar og Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Lyfju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa þrjú öflug en ólík fyrirtæki, Húsasmiðjan, Lyfja og Samkaup, tekið þátt í þróun fagnáms í verslun og þjónustu í samstarfi við Verslunarskóla Íslands og starfsmenntasjóði VR. Þessi þrjú fyrirtæki eiga það sameiginlegt að leggja mikla áherslu á fræðslu og menntun starfsfólks ásamt því að deila þeirri sýn að mannauðurinn sé lykilinn að árangri hvers fyrirtækis. Þróun fagnáms í verslun og þjónustu er gríðarlega mikilvægt verkefni við að auka veg og vanda verslunarstarfsmanna en á tímum þar sem sjálfvirknivæðing er að aukast eykst einnig vægi þeirra starfsmanna sem eftir standa á gólfinu. Þessir starfsmenn eru sífellt að hlusta á viðskiptavininn, greina þarfir hans og veita framúrskarandi þjónustu. Að auki gegna þessir starfsmenn oft lykilstörfum innan sinnar verslunar. Á hverjum vinnustað fer fram öflug fræðsla sem oft og tíðum er vanmetin í hinum formlega menntaheimi. Þekking og hæfni einstaklinga sem vinna í verslunum er gríðarleg eftir áralanga starfsreynslu og fjölda námskeiða þrátt fyrir að stór hluti þessara starfsmanna hafi af einhverjum ástæðum ekki lokið formlegu námi. Það er hér sem raunfærnimat og fagnám spilar stórann sess en þar fá starfsmenn tækifæri til að fá metna þá hæfni sem er til staðar óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Hluti af verkefninu hefur því einnig verið að stuðla að raunfærnimati þeirra starfsmanna sem stefna á fagnámið og er það gert í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mími símenntun. Fagnámið er frábært tækifæri fyrir starfsmenn í verslun til að auka virði sitt og raunfærnimatið býður þeim uppá að fá starfstengda hæfni og reynslu metna til eininga sem jafnvel má nýta síðar til stúdentsprófs. Fyrir okkur sem stjórnendur snýst þetta um eitt lykilatriði, að opna á tækifæri fólks. Tækifæri til starfsþróunar, tækifæri til staðfestingar á færni, tækifæri til frekari ábyrgðar og uppbyggingar innan fyrirtækisins en síðast ekki síst tækifæri til sjálfstyrkingar starfsmanna. Við höfum mikla trú á að með sterkari sjálfsmynd starfsmanna og auknu sjálftrausti byggjum við upp sterkari vinnustað. Það er hvatning og stuðningur okkar sem vinnuveitanda sem er ákveðin forsenda þess að starfsþróun starfsfólks eigi sér stað samhliða vinnu. Með því að stuðla að og kynna raunfærnimat fyrir okkar starfsfólki, hvetja það áfram til fagnáms og frekari starfsþróunar, höfum við möguleika á að efla fólkið okkar á markvissari hátt sjá það blómstra enn frekar í sínu starfi. Vinnumarkaðurinn er í stöðugri þróun og áherslur breytast. Það er því mikilvægt að fyrirtækin bjóði upp á réttu tækifærin og aðstæður fyrir starfsmenn til auka þekkingu sín og hæfni og sem er ein besta leiðin til að auka möguleika sína á að þróast í starfi. Það að starfsmenn sjái þessa möguleika og geri það sem þeir geta til að halda í og auka áhugann á sínu starfi er mikilvægt því það að starfa við eitthvað sem við höfum áhuga á og að hafa góða hæfni og færni í starfi hefur heilmikil áhrif á starfsánægju. Fagnám í verslun verður góð viðbót við það öfluga fræðslustarf sem á sér stað nú þegar innan fyrirtækja á Íslandi og erum við allar afar stoltar að aðkomu okkar og þeirri vinnu sem býr að baki á því að setja af stað Fagnám í verslun fyrir hönd fyrirtækja.Anna Bragadóttir er mannauðsfulltrúi hjá Húsasmiðjunni. Gunnur Líf Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum. Svava Þorsteinsdóttir er sviðsstjóri mannauðsssviðs hjá Lyfju.Á myndinni eru Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar, Anna Bragadóttir mannauðsfulltrúi Húsasmiðjunnar og Svava Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Lyfju.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun