Öfgasinnar endurspegla ekki háskólasamfélagið Muhammed Emin Kizilkaya skrifar 6. nóvember 2019 19:47 Hópur af nýnasistum hafa verið á síðustu dögum að dreifa hatursáróðri um háskólasvæðið, m.a. að dreifa einblöðungum á stúdentagörðunum og í byggingar háskólans. Háskóli Íslands er staður sem fagnar fjölbreytileikanum og er um 10% af nemendum skólans af erlendu bergi brotinn, þar á meðal ég. Þar sem ég sjálfur er múslimi í minnihlutahóp og ber nafnið Muhammed, leyfist mér að segja að þessi gjörningur er ekki einungis sorglegur heldur hryllir manni líka við honum þar sem þetta minnir okkur á það hvernig hugsunarháttur tíðkaðist í Evrópu árum áður. Sjálfur veit ég að stúdentahreyfingin Vaka sem ég hef verið meðlimur í síðan 2016 fordæmir þennan gjörning, einnig veit ég að vinir mínir í Röskvu gera það líka. Þetta er eitthvað sem varðar alla stúdenta og þurfum við þess vegna að taka öll á þessu saman og mótmæla þessum hatursfullu skilaboðum. Hið þversagnakennda við þetta atvik í heild sinni er að þessum áróðri hefur verið dreift um svæði þar sem erlendir nemendur dvelja, til dæmis í kringum Stúdentagarðana. Þessir erlendu nemendur koma víðs vegar að úr heiminum og fá því afar skakka hugmynd af því hvað Íslendingar standa fyrir. Í Háskóla Íslands eru yfir 1000 erlendir nemendur en nú hafa bæði erlendir og innlendir nemendur fordæmt þennan áróður, þá sérstaklega í hópnum Alþjóðlegir námsmenn við Háskóla Íslands (International Students at the University of Iceland) þar sem ég er meðal annars stjórnandi. Þessi áróður táknar ekki það sem Ísland stendur fyrir, né háskólasamfélagið eða Íslendingar almennt. Áróðurinn táknar heldur ekki jákvætt viðhorf til friðar eða samstöðu. Þessi áróður hefur skýr skilaboð um vilja til aðgreiningar, hatur og öfgafull hugsýn um framtíð Íslands. Við í Vöku fordæmum þessar aðgerðir á alla vegu! Við í Vöku viðurkennum ekki svona áróður, hvort sem það sé fyrir innan eða utan veggja háskólans þar sem þetta fellur ekki undir siðferðislegt málfrelsi. Þetta fellur undir hatursorðræðu sem hvetur til aðgreiningar og ofbeldis. Þessi áróður er framsetning á fáfræði og einangrun frá samfélagslegum veruleika og það er eitthvað sem Vaka stendur alls ekki fyrir. Við viljum biðja nemendur Háskóla Íslands að hafa samband við fulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands ef þeir telja sig hafa orðið fyrir áhrifum tiltekins atviks, þar sem þetta er algjörlega ólíðandi. Við búum í nútímasamfélagi þar sem ekki á að skipta máli hvaðan þú kemur, hverrar trúar eða kynþáttar þú ert. Við búum öll saman í þessu samfélagi þar sem fjölbreytileiki er óhjákvæmilegur og verður hann það alltaf. Þessi litli hópur sem samanstendur af öfgafullum ódæðismönnum og vinnur að því um allan heim að koma á aðgreiningu með valdi og ofbeldi stendur fyrir skoðanir sem að almenningur mun aldrei endurspegla.Höfundur er meðlimur í Vöku - hagsmunafélagi stúdenta Hér að neðan má sjá dæmi um áðurnefndan áróður sem dreift hefur verið um háskólasvæðið.Skjáskot/FacebookMynd/Vaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Hópur af nýnasistum hafa verið á síðustu dögum að dreifa hatursáróðri um háskólasvæðið, m.a. að dreifa einblöðungum á stúdentagörðunum og í byggingar háskólans. Háskóli Íslands er staður sem fagnar fjölbreytileikanum og er um 10% af nemendum skólans af erlendu bergi brotinn, þar á meðal ég. Þar sem ég sjálfur er múslimi í minnihlutahóp og ber nafnið Muhammed, leyfist mér að segja að þessi gjörningur er ekki einungis sorglegur heldur hryllir manni líka við honum þar sem þetta minnir okkur á það hvernig hugsunarháttur tíðkaðist í Evrópu árum áður. Sjálfur veit ég að stúdentahreyfingin Vaka sem ég hef verið meðlimur í síðan 2016 fordæmir þennan gjörning, einnig veit ég að vinir mínir í Röskvu gera það líka. Þetta er eitthvað sem varðar alla stúdenta og þurfum við þess vegna að taka öll á þessu saman og mótmæla þessum hatursfullu skilaboðum. Hið þversagnakennda við þetta atvik í heild sinni er að þessum áróðri hefur verið dreift um svæði þar sem erlendir nemendur dvelja, til dæmis í kringum Stúdentagarðana. Þessir erlendu nemendur koma víðs vegar að úr heiminum og fá því afar skakka hugmynd af því hvað Íslendingar standa fyrir. Í Háskóla Íslands eru yfir 1000 erlendir nemendur en nú hafa bæði erlendir og innlendir nemendur fordæmt þennan áróður, þá sérstaklega í hópnum Alþjóðlegir námsmenn við Háskóla Íslands (International Students at the University of Iceland) þar sem ég er meðal annars stjórnandi. Þessi áróður táknar ekki það sem Ísland stendur fyrir, né háskólasamfélagið eða Íslendingar almennt. Áróðurinn táknar heldur ekki jákvætt viðhorf til friðar eða samstöðu. Þessi áróður hefur skýr skilaboð um vilja til aðgreiningar, hatur og öfgafull hugsýn um framtíð Íslands. Við í Vöku fordæmum þessar aðgerðir á alla vegu! Við í Vöku viðurkennum ekki svona áróður, hvort sem það sé fyrir innan eða utan veggja háskólans þar sem þetta fellur ekki undir siðferðislegt málfrelsi. Þetta fellur undir hatursorðræðu sem hvetur til aðgreiningar og ofbeldis. Þessi áróður er framsetning á fáfræði og einangrun frá samfélagslegum veruleika og það er eitthvað sem Vaka stendur alls ekki fyrir. Við viljum biðja nemendur Háskóla Íslands að hafa samband við fulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands ef þeir telja sig hafa orðið fyrir áhrifum tiltekins atviks, þar sem þetta er algjörlega ólíðandi. Við búum í nútímasamfélagi þar sem ekki á að skipta máli hvaðan þú kemur, hverrar trúar eða kynþáttar þú ert. Við búum öll saman í þessu samfélagi þar sem fjölbreytileiki er óhjákvæmilegur og verður hann það alltaf. Þessi litli hópur sem samanstendur af öfgafullum ódæðismönnum og vinnur að því um allan heim að koma á aðgreiningu með valdi og ofbeldi stendur fyrir skoðanir sem að almenningur mun aldrei endurspegla.Höfundur er meðlimur í Vöku - hagsmunafélagi stúdenta Hér að neðan má sjá dæmi um áðurnefndan áróður sem dreift hefur verið um háskólasvæðið.Skjáskot/FacebookMynd/Vaka
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun