Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína lækkar hagvöxt á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 19:00 Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur dregið úr hagvexti um allan heim, mest í ríkjunum tveimur, en einnig á Íslandi. Spá Seðlabankans sem birt var í dag gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin í markmið hans fyrir áramót. Stýrivextir hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því vor og standa nú í 3 prósentum. Flestar aðrar kennitölur í peningamálum bankans horfa hins vegar til verri vegar. Þannig er áfram spáð 0,2 prósenta samdrætti í hagvexti á þessu ári og að hann vaxi minna á næsta ári en spár gerðu ráð fyrir, eða um 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að samdrátt megi rekja til minni útflutnings vegna falls WOW, minni útflutnings áls, sjávarvarafurða vegna loðnubrests og viðskiptadeilna Bandaríkjanna og Kína. „Þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka,“ segir Ásgeir. En eins og sjá má á rauðu línunni hefur hagvöxtur lækkað úr 7 prósentum árið 2017 í 0,2 prósent á þessu ári. „Þannig að þetta skiptir töluvert miklu máli fyrir okkur. Við að einhverju leyti óttumst að þessar spár sem við gefum út núna séu of bjartsýnar ef horfur úti versna,“ segir seðlabankastjóri. Viss sárabót felst hins vegar í lækkun vaxta. Vextir í heiminum eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í dag hafa stýrivextir og raunvextir á Íslandi aldrei verið lægri. Ásgeir segir lækkanir stýrivaxta hafa skilað sér með lægri vöxtum upp á um 0,6 prósentur til heimila og fyrirtækja. En merki séu um samdrátt í útlánum, sem þurfi að auka til nýrra atvinnugreina. „Við vonumst til þess að þessi vaxtalækkun muni koma fram á næsta ári í aukinni fjárfestingu. Við sjáum störf skapast í tengslum við lægri fjármagnskostnað og spár bankans gera ráð fyrir því,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins. 6. nóvember 2019 07:15 Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót. 6. nóvember 2019 12:04 Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur dregið úr hagvexti um allan heim, mest í ríkjunum tveimur, en einnig á Íslandi. Spá Seðlabankans sem birt var í dag gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin í markmið hans fyrir áramót. Stýrivextir hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því vor og standa nú í 3 prósentum. Flestar aðrar kennitölur í peningamálum bankans horfa hins vegar til verri vegar. Þannig er áfram spáð 0,2 prósenta samdrætti í hagvexti á þessu ári og að hann vaxi minna á næsta ári en spár gerðu ráð fyrir, eða um 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að samdrátt megi rekja til minni útflutnings vegna falls WOW, minni útflutnings áls, sjávarvarafurða vegna loðnubrests og viðskiptadeilna Bandaríkjanna og Kína. „Þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka,“ segir Ásgeir. En eins og sjá má á rauðu línunni hefur hagvöxtur lækkað úr 7 prósentum árið 2017 í 0,2 prósent á þessu ári. „Þannig að þetta skiptir töluvert miklu máli fyrir okkur. Við að einhverju leyti óttumst að þessar spár sem við gefum út núna séu of bjartsýnar ef horfur úti versna,“ segir seðlabankastjóri. Viss sárabót felst hins vegar í lækkun vaxta. Vextir í heiminum eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í dag hafa stýrivextir og raunvextir á Íslandi aldrei verið lægri. Ásgeir segir lækkanir stýrivaxta hafa skilað sér með lægri vöxtum upp á um 0,6 prósentur til heimila og fyrirtækja. En merki séu um samdrátt í útlánum, sem þurfi að auka til nýrra atvinnugreina. „Við vonumst til þess að þessi vaxtalækkun muni koma fram á næsta ári í aukinni fjárfestingu. Við sjáum störf skapast í tengslum við lægri fjármagnskostnað og spár bankans gera ráð fyrir því,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins. 6. nóvember 2019 07:15 Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót. 6. nóvember 2019 12:04 Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins. 6. nóvember 2019 07:15
Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót. 6. nóvember 2019 12:04
Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent