Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 09:02 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. Þetta kom fram við réttarhöld í málinu á Nýja-Sjálandi í gær. Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist í byrjun desember í fyrra. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem ekki hefur verið nafngreindur, var ákærður fyrir morðið á Millane. Hann neitar sök.Segir andlátið slys Fjölskylda Millane var viðstödd aðalmeðferð í málinu í dómsal í Auckland í gær. Í máli saksóknara kom fram að Millane og hinn ákærði hefðu kynnst á stefnumótaforritinu Tinder, hist í miðbæ Auckland og farið heim til hans í lok kvölds. Þar hefði hann kyrkt hana. Maðurinn heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“ með fyrrgreindum afleiðingum.Sjá einnig: „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Þá kom fram við réttarhöldin að frásögn mannsins hefði breyst frá því að hann var fyrst kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu. Hann kvaðst þá hafa fengið sér drykk með Millane á bar í Auckland en þau hefðu svo haldið hvort sína leið. Síðar játaði hann að þau hefðu farið saman heim til hans. Klám og „rigor mortis“ í leitarvélina Saksóknari lýsti því jafnframt að eftir að maðurinn myrti Millane hefði hann leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“ og að því búnu hafið netleit að klámi. Þá hefði hann einnig slegið inn leitarstrengina „stórir pokar í nágrenninu“ og „rigor mortis“ eða „dauðastirðnun“. Í millitíðinni tók hann myndir af nöktu líki Millane. Daginn eftir fór maðurinn á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann gróf svo líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands bað fjölskyldu Millane afsökunar í ræðu sem hún hélt skömmu eftir að lík hennar fannst.Vísir/Getty„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Málið vakti mikinn óhug í Nýja-Sjálandi. Þannig þurfti Jacinda Ardern forsætisráðherra landsins að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Millane afsökunar á morði hennar. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“ Í frétt BBC segir að réttarhöldin í málinu muni að öllum líkindum standa yfir í um mánuð. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. Þetta kom fram við réttarhöld í málinu á Nýja-Sjálandi í gær. Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist í byrjun desember í fyrra. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem ekki hefur verið nafngreindur, var ákærður fyrir morðið á Millane. Hann neitar sök.Segir andlátið slys Fjölskylda Millane var viðstödd aðalmeðferð í málinu í dómsal í Auckland í gær. Í máli saksóknara kom fram að Millane og hinn ákærði hefðu kynnst á stefnumótaforritinu Tinder, hist í miðbæ Auckland og farið heim til hans í lok kvölds. Þar hefði hann kyrkt hana. Maðurinn heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“ með fyrrgreindum afleiðingum.Sjá einnig: „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Þá kom fram við réttarhöldin að frásögn mannsins hefði breyst frá því að hann var fyrst kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu. Hann kvaðst þá hafa fengið sér drykk með Millane á bar í Auckland en þau hefðu svo haldið hvort sína leið. Síðar játaði hann að þau hefðu farið saman heim til hans. Klám og „rigor mortis“ í leitarvélina Saksóknari lýsti því jafnframt að eftir að maðurinn myrti Millane hefði hann leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“ og að því búnu hafið netleit að klámi. Þá hefði hann einnig slegið inn leitarstrengina „stórir pokar í nágrenninu“ og „rigor mortis“ eða „dauðastirðnun“. Í millitíðinni tók hann myndir af nöktu líki Millane. Daginn eftir fór maðurinn á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann gróf svo líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands bað fjölskyldu Millane afsökunar í ræðu sem hún hélt skömmu eftir að lík hennar fannst.Vísir/Getty„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Málið vakti mikinn óhug í Nýja-Sjálandi. Þannig þurfti Jacinda Ardern forsætisráðherra landsins að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Millane afsökunar á morði hennar. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“ Í frétt BBC segir að réttarhöldin í málinu muni að öllum líkindum standa yfir í um mánuð.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31