Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 12:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir Mynd/Instagram/sarasigmunds Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur ekki náð að vinna einn af fjórum fyrstu hlutunum á CrossFit Open en engin hefur aftur á móti gert betur en íslenska CrossFit drottningin samanlagt. Fjórði hluti CrossFit Open er nú að baki og tvær af okkar konum voru nálægt því að vinna hann og tryggja sér 2020 Bandaríkjadali, 250 þúsund íslenskar krónur, í verðlaunafé. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var með annan besta árangurinn í fjórða hlutanum og Anníe Mist Þórisdóttir var með þriðja besta árangurinn. Hin argentínska Sasha Nieves vann fjórða hlutann og setti heimsmet með því að klára æfingarnar á 11 mínútum og átta sekúndum. Sara varð aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Sara kláraði á 11 mínútum og 11 sekúndum en tími Anníe Mistar var 12 mínútur og 24 sekúndur. Sasha Nieves var líka fljótari en allir karlarnir í fjórða hlutanum.Watch Sasha Nieves’ Record-Breaking 20.4 Video [11:08] VIDEO: https://t.co/fDltpItCTh#intheopen#crossfit#crossfitopen#crossfitgames#20point4#argentinapic.twitter.com/1DqUEVhVTe — The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) November 5, 2019Í þessum fjórða hluta voru sex umferðir þar sem keppendur lyftu þyngri og þyngri slá í jafnhöttun í bland við það að hoppa upp á kassa eða gera æfingar á einum fæti. Það má æfingarnar útskýrðar hér. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa báðar sýnt mikinn stöðugleika í fyrstu fjórum hlutum CrossFit Open og eru í efstu tveimur sætunum samanlagt. Sara er í fyrsta sæti með tólf stiga forskot á löndu sína en Anníe Mist er síðan níu stigum á undan þriðja sætinu þar sem situr Írinn Emma McQuaid. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er fjórða. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fjórtanda sætinu Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti hjá körlunum en náði „bara“ 64. sæti í fjórða hlutanum eftir að hafa verið inn á topp tuttugu í hinum þremur. CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira
Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur ekki náð að vinna einn af fjórum fyrstu hlutunum á CrossFit Open en engin hefur aftur á móti gert betur en íslenska CrossFit drottningin samanlagt. Fjórði hluti CrossFit Open er nú að baki og tvær af okkar konum voru nálægt því að vinna hann og tryggja sér 2020 Bandaríkjadali, 250 þúsund íslenskar krónur, í verðlaunafé. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var með annan besta árangurinn í fjórða hlutanum og Anníe Mist Þórisdóttir var með þriðja besta árangurinn. Hin argentínska Sasha Nieves vann fjórða hlutann og setti heimsmet með því að klára æfingarnar á 11 mínútum og átta sekúndum. Sara varð aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Sara kláraði á 11 mínútum og 11 sekúndum en tími Anníe Mistar var 12 mínútur og 24 sekúndur. Sasha Nieves var líka fljótari en allir karlarnir í fjórða hlutanum.Watch Sasha Nieves’ Record-Breaking 20.4 Video [11:08] VIDEO: https://t.co/fDltpItCTh#intheopen#crossfit#crossfitopen#crossfitgames#20point4#argentinapic.twitter.com/1DqUEVhVTe — The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) November 5, 2019Í þessum fjórða hluta voru sex umferðir þar sem keppendur lyftu þyngri og þyngri slá í jafnhöttun í bland við það að hoppa upp á kassa eða gera æfingar á einum fæti. Það má æfingarnar útskýrðar hér. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa báðar sýnt mikinn stöðugleika í fyrstu fjórum hlutum CrossFit Open og eru í efstu tveimur sætunum samanlagt. Sara er í fyrsta sæti með tólf stiga forskot á löndu sína en Anníe Mist er síðan níu stigum á undan þriðja sætinu þar sem situr Írinn Emma McQuaid. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er fjórða. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fjórtanda sætinu Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti hjá körlunum en náði „bara“ 64. sæti í fjórða hlutanum eftir að hafa verið inn á topp tuttugu í hinum þremur.
CrossFit Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira