Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 12:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir Mynd/Instagram/sarasigmunds Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur ekki náð að vinna einn af fjórum fyrstu hlutunum á CrossFit Open en engin hefur aftur á móti gert betur en íslenska CrossFit drottningin samanlagt. Fjórði hluti CrossFit Open er nú að baki og tvær af okkar konum voru nálægt því að vinna hann og tryggja sér 2020 Bandaríkjadali, 250 þúsund íslenskar krónur, í verðlaunafé. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var með annan besta árangurinn í fjórða hlutanum og Anníe Mist Þórisdóttir var með þriðja besta árangurinn. Hin argentínska Sasha Nieves vann fjórða hlutann og setti heimsmet með því að klára æfingarnar á 11 mínútum og átta sekúndum. Sara varð aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Sara kláraði á 11 mínútum og 11 sekúndum en tími Anníe Mistar var 12 mínútur og 24 sekúndur. Sasha Nieves var líka fljótari en allir karlarnir í fjórða hlutanum.Watch Sasha Nieves’ Record-Breaking 20.4 Video [11:08] VIDEO: https://t.co/fDltpItCTh#intheopen#crossfit#crossfitopen#crossfitgames#20point4#argentinapic.twitter.com/1DqUEVhVTe — The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) November 5, 2019Í þessum fjórða hluta voru sex umferðir þar sem keppendur lyftu þyngri og þyngri slá í jafnhöttun í bland við það að hoppa upp á kassa eða gera æfingar á einum fæti. Það má æfingarnar útskýrðar hér. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa báðar sýnt mikinn stöðugleika í fyrstu fjórum hlutum CrossFit Open og eru í efstu tveimur sætunum samanlagt. Sara er í fyrsta sæti með tólf stiga forskot á löndu sína en Anníe Mist er síðan níu stigum á undan þriðja sætinu þar sem situr Írinn Emma McQuaid. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er fjórða. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fjórtanda sætinu Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti hjá körlunum en náði „bara“ 64. sæti í fjórða hlutanum eftir að hafa verið inn á topp tuttugu í hinum þremur. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur ekki náð að vinna einn af fjórum fyrstu hlutunum á CrossFit Open en engin hefur aftur á móti gert betur en íslenska CrossFit drottningin samanlagt. Fjórði hluti CrossFit Open er nú að baki og tvær af okkar konum voru nálægt því að vinna hann og tryggja sér 2020 Bandaríkjadali, 250 þúsund íslenskar krónur, í verðlaunafé. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var með annan besta árangurinn í fjórða hlutanum og Anníe Mist Þórisdóttir var með þriðja besta árangurinn. Hin argentínska Sasha Nieves vann fjórða hlutann og setti heimsmet með því að klára æfingarnar á 11 mínútum og átta sekúndum. Sara varð aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Sara kláraði á 11 mínútum og 11 sekúndum en tími Anníe Mistar var 12 mínútur og 24 sekúndur. Sasha Nieves var líka fljótari en allir karlarnir í fjórða hlutanum.Watch Sasha Nieves’ Record-Breaking 20.4 Video [11:08] VIDEO: https://t.co/fDltpItCTh#intheopen#crossfit#crossfitopen#crossfitgames#20point4#argentinapic.twitter.com/1DqUEVhVTe — The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) November 5, 2019Í þessum fjórða hluta voru sex umferðir þar sem keppendur lyftu þyngri og þyngri slá í jafnhöttun í bland við það að hoppa upp á kassa eða gera æfingar á einum fæti. Það má æfingarnar útskýrðar hér. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa báðar sýnt mikinn stöðugleika í fyrstu fjórum hlutum CrossFit Open og eru í efstu tveimur sætunum samanlagt. Sara er í fyrsta sæti með tólf stiga forskot á löndu sína en Anníe Mist er síðan níu stigum á undan þriðja sætinu þar sem situr Írinn Emma McQuaid. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er fjórða. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fjórtanda sætinu Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti hjá körlunum en náði „bara“ 64. sæti í fjórða hlutanum eftir að hafa verið inn á topp tuttugu í hinum þremur.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira