Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2019 22:15 Ættingi sýnir blaðamanni AP myndir af fórnarlömbum árásarinnar. AP/Rick Bowmer Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshópi úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Meðal hinna látnu voru átta mánaða tvíburar en minnst fimm þeirra sem lifðu af særðust í árásinni. Eitt þeirra var með skotsár á andliti, annað á fæti og ein var með skotsár á bæði baki og fæti. Einn drengur er sagður hafa falið börnin og gengið eftir hjálp. Þá gekk stúlka sem særðist í árásinni í aðra átt eftir hjálp. Konurnar þrjár voru að keyra þremur bílum eftir malarvegi þegar skothríðin hófst. Einhverjir hinna látnu eru sagðir hafa verið skotnir niður á hlaupum frá bílunum. AP fréttaveitan hefur eftir saksóknunum og fjölskyldumeðlimum að ein konan hafi stokkið út úr bíl sínum og veifað höndunum til að sýna að engin ógn stæði af þeim. Hún var þó skotin til bana.Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, segir að talið sé að umsátrið hafi verið ætlað meðlimum annarra glæpasamtaka en tvö samtök eiga í átökum á svæðinu.Mikil skothríð Rannsakendur fundu minnst tvö hundruð skothylki á vettvangi árásarinnar, sem spannar nokkra kílómetra á veginum. Ættingjar segja hópinn hafa verið á leið til Bandaríkjanna frá smábænum Bavispe í Sonora þegar árásin var gerð. Fregnum ber þó ekki saman um hvert ferð þeirra var heitið. Svo virðist sem að kviknað hafi í einum bílnum eftir að skot hæfðu eldsneytistank hans. Ein kona og fjögur börn hennar dóu í bílnum. Öll hin fórnarlömbin voru skotin til bana. Eins og sagt var frá fyrr í dag bauð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirvöldum Mexíkó aðstoð við að há stríð gegn glæpasamtökunum og „þurrka þau út“. Trump sagði Andrés Manuel López Obrador, núverandi forseta Mexíkó, hafa reynt að berjast gegn glæpasamtökum þar í landi en þau væru orðin svo stór og kröftug að nauðsynlegt væri að beita her gegn þeim.Vill berjast á eigin forsendum Obrador hafnaði þó tilboðinu og sagði forvera sína hafa reynt að berjast með slíkum hætti gegn glæpasamtökum og það hafi ekki borið árangur. Obrador hefur jafnvel verið gagnrýndur fyrir linkind gegn glæpasamtökum Meðlimir fjölskyldunnar sögðu LA Times að á svæðinu þar sem fjölskyldan býr séu lögregluþjónar eða hermenn sjaldan sjáanlegir. Glæpamenn setji jafnvel upp vegatálma og stöðvi umferð.Sjá einnig: Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa GuzmanBandarískir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu Obrador og sakað ríkisstjórn hans um að vera ráðalausa gegn glæpasamtökum Mexíkó. Hann hefur þó ekki tekið þeirri gagnrýni fagnandi og hefur sagt að um innanríkismál sé að ræða sem komi öðrum þjóðum ekki við. Hann ítrekaði það á blaðamannafundi í dag og sagði að ríkisstjórn hans myndi bregðast við í samræmi við lög og fullveldi Mexíkó. Mexíkó Tengdar fréttir Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshópi úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Meðal hinna látnu voru átta mánaða tvíburar en minnst fimm þeirra sem lifðu af særðust í árásinni. Eitt þeirra var með skotsár á andliti, annað á fæti og ein var með skotsár á bæði baki og fæti. Einn drengur er sagður hafa falið börnin og gengið eftir hjálp. Þá gekk stúlka sem særðist í árásinni í aðra átt eftir hjálp. Konurnar þrjár voru að keyra þremur bílum eftir malarvegi þegar skothríðin hófst. Einhverjir hinna látnu eru sagðir hafa verið skotnir niður á hlaupum frá bílunum. AP fréttaveitan hefur eftir saksóknunum og fjölskyldumeðlimum að ein konan hafi stokkið út úr bíl sínum og veifað höndunum til að sýna að engin ógn stæði af þeim. Hún var þó skotin til bana.Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, segir að talið sé að umsátrið hafi verið ætlað meðlimum annarra glæpasamtaka en tvö samtök eiga í átökum á svæðinu.Mikil skothríð Rannsakendur fundu minnst tvö hundruð skothylki á vettvangi árásarinnar, sem spannar nokkra kílómetra á veginum. Ættingjar segja hópinn hafa verið á leið til Bandaríkjanna frá smábænum Bavispe í Sonora þegar árásin var gerð. Fregnum ber þó ekki saman um hvert ferð þeirra var heitið. Svo virðist sem að kviknað hafi í einum bílnum eftir að skot hæfðu eldsneytistank hans. Ein kona og fjögur börn hennar dóu í bílnum. Öll hin fórnarlömbin voru skotin til bana. Eins og sagt var frá fyrr í dag bauð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirvöldum Mexíkó aðstoð við að há stríð gegn glæpasamtökunum og „þurrka þau út“. Trump sagði Andrés Manuel López Obrador, núverandi forseta Mexíkó, hafa reynt að berjast gegn glæpasamtökum þar í landi en þau væru orðin svo stór og kröftug að nauðsynlegt væri að beita her gegn þeim.Vill berjast á eigin forsendum Obrador hafnaði þó tilboðinu og sagði forvera sína hafa reynt að berjast með slíkum hætti gegn glæpasamtökum og það hafi ekki borið árangur. Obrador hefur jafnvel verið gagnrýndur fyrir linkind gegn glæpasamtökum Meðlimir fjölskyldunnar sögðu LA Times að á svæðinu þar sem fjölskyldan býr séu lögregluþjónar eða hermenn sjaldan sjáanlegir. Glæpamenn setji jafnvel upp vegatálma og stöðvi umferð.Sjá einnig: Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa GuzmanBandarískir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu Obrador og sakað ríkisstjórn hans um að vera ráðalausa gegn glæpasamtökum Mexíkó. Hann hefur þó ekki tekið þeirri gagnrýni fagnandi og hefur sagt að um innanríkismál sé að ræða sem komi öðrum þjóðum ekki við. Hann ítrekaði það á blaðamannafundi í dag og sagði að ríkisstjórn hans myndi bregðast við í samræmi við lög og fullveldi Mexíkó.
Mexíkó Tengdar fréttir Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49