Uppgjör: Hamilton tryggði sér titilinn í spennandi kappakstri Bragi Þórðarson skrifar 4. nóvember 2019 22:00 Bottas fagnaði sigri í kvöldsólinni í Texas er Hamilton fagnaði sínum sjötta titli. Getty Valtteri Bottas stóð uppi sem sigurvegar í bandaríska Formúlu 1 kappakstrinum um helgina. Bottas þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum en liðsfélagi hans, Lewis Hamtilon endaði annar og tryggði sér því sinn sjötta titil í greininni. Bottas byrjaði á ráspól en Hamilton aðeins fimmti eftir slæma tímatöku hjá Bretanum. ,,Ég horfði ekkert á bílinn fyrir framan, ég hafði bara augu á fyrsta sætinu'' sagði Hamilton um ræsinguna. Lewis var strax á fyrsta hring kominn upp í þriðja sætið eftir að hafa tekið fram úr báðum Ferrari bílunum sem byrjuðu kappaksturinn hræðilega.Óskarsverðlaunahafinn Matthew McConaughey fagnaði titlinum með Lewis.GettyLeclerc í einskinsmannslandiCharles Leclerc hefur átt góðu gengi að fagna á síðari hluta tímabilsins en lítið gekk hjá Mónakó búanum í Bandaríkjunum um helgina. Leclerc ræsti fjórði og endaði á sama stað eftir hringina 56 sem eknir voru á Circuit of the Americas brautinni í Texas. Charles var aldrei nálægt því að keppa um sæti á verðlaunapalli og virtist Ferrari bíllinn eiga langt í land. Það fór ver hjá liðsfélaga Leclerc, Sebastian Vettel. Þjóðverjinn var í tómu barsli með bíl sinn fyrstu átta hringi keppninnar og kom í ljós að fjöðrunarbúnaður bílsins var skemmdur. Á áttunda hring gaf spyrna sig hægra megin að aftan og varð Vettel frá að hverfa. Nú þegar Hamilton er búinn að tryggja sér titilinn færast augun að slagnum um þriðja sætið í mótinu. Bottas er öruggur með annað sætið en Leclerc, Verstappen og Vettel berjast um það þriðja. Aðeins 19 stig skilja að ökumennina þrjá þegar tvær keppnir eru eftir. Næsta umferð fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Valtteri Bottas stóð uppi sem sigurvegar í bandaríska Formúlu 1 kappakstrinum um helgina. Bottas þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum en liðsfélagi hans, Lewis Hamtilon endaði annar og tryggði sér því sinn sjötta titil í greininni. Bottas byrjaði á ráspól en Hamilton aðeins fimmti eftir slæma tímatöku hjá Bretanum. ,,Ég horfði ekkert á bílinn fyrir framan, ég hafði bara augu á fyrsta sætinu'' sagði Hamilton um ræsinguna. Lewis var strax á fyrsta hring kominn upp í þriðja sætið eftir að hafa tekið fram úr báðum Ferrari bílunum sem byrjuðu kappaksturinn hræðilega.Óskarsverðlaunahafinn Matthew McConaughey fagnaði titlinum með Lewis.GettyLeclerc í einskinsmannslandiCharles Leclerc hefur átt góðu gengi að fagna á síðari hluta tímabilsins en lítið gekk hjá Mónakó búanum í Bandaríkjunum um helgina. Leclerc ræsti fjórði og endaði á sama stað eftir hringina 56 sem eknir voru á Circuit of the Americas brautinni í Texas. Charles var aldrei nálægt því að keppa um sæti á verðlaunapalli og virtist Ferrari bíllinn eiga langt í land. Það fór ver hjá liðsfélaga Leclerc, Sebastian Vettel. Þjóðverjinn var í tómu barsli með bíl sinn fyrstu átta hringi keppninnar og kom í ljós að fjöðrunarbúnaður bílsins var skemmdur. Á áttunda hring gaf spyrna sig hægra megin að aftan og varð Vettel frá að hverfa. Nú þegar Hamilton er búinn að tryggja sér titilinn færast augun að slagnum um þriðja sætið í mótinu. Bottas er öruggur með annað sætið en Leclerc, Verstappen og Vettel berjast um það þriðja. Aðeins 19 stig skilja að ökumennina þrjá þegar tvær keppnir eru eftir. Næsta umferð fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira