Börn með offitu þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2019 19:00 Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. Sérfræðingar í Heilsuskólanum segja stöðuna slæma. Biðin geti reynst börnunum oft erfið og þá sé erfiðara að hjálpa þeim. Sex prósent íslenskra grunnskólabarna eru með offitu samkvæmt mælingum skólahjúkrunarfræðinga frá síðasta vetri og hefur börnum með offitu fjölgað mikið síðustu ár eins og Kompás fjallaði um í dag. Heilsuskóli Barnaspítala Hringssins er eina formlega úrræðið sem kerfið býður upp á fyrir börnin. Tilvísun í skólann er unnin í samvinnu við skólahjúkrunarfræðinga eða heimilislækni. Þar eru kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun, börn og fjölskyldur þeirra fá ráðgjöf um mataræði og hreyfingu og sálrænann stuðningur veittur. Það komast 75 börn að í Heilsuskólanum og þrátt fyrir að plássunum hafi fjölgað nýlega hefur biðlistinn lengst. „Þó að við höfum bætt í og tekið við fleiri þá hefur biðlistinn verið að lengjast og núna er biðlistinn um það bil ár þegar við byrjuðum á þessu ári,“ segir Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Rúmlega sjötíu börn eru nú á biðlista. „Eins og staðan er í dag ráðum við við svona einn fjórða af vandanum. Oft er það þannig að börn eru komin í verri stöðu en þau hefðu geta verið,“ segir Tryggvi Helgason. Meðalaldur barna í Heilsuskólanum er 11 ára. Oft reynist það börnunum erfitt að bíða eftir þjónustu að sögn Berglindar B. Brynjólfsdóttir, sálfræðings. „Þau upplifa það náttúrulega þannig að það sé ekki verið að hjálpa þeim að takast á við þennan vanda. Oft eru þau líka með annars konar vanda sem þarf að hjálpa þeim með, þau eru oft með kvíða, depurð og þetta bara eykur á vandann ef það er ekki tekist á við hann,“ segir Berglind. „Það er þannig að það er erfiðara að eiga við offitu barna þegar börn eru orðin eldri og því fyrr sem við getum byrjað sem læknar og foreldrar er auðveldara að eiga við vandann,“ segir Tryggvi. „Foreldrar tala oft um að það séu engin önnur úrræði og þau eru að spurja hvert get ég leitað ef ég kemst ekki að hér í ár og hvað á ég að gera á meðan,“ segir Berglind og er að tala um þá sem ekki komst að í Heilsuskólanum. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni. Berglind og Tryggvi segja að þar sé úrræðaleysið hvað mest. „Það er stundum erfitt fyrir fólk úti á landi að komast hingað og eru heilsugæslustöðvarnar og heilbrigðisstofnanirnar þá það eina sem við getum vísað þeim í og þar er auðvitað mismikil þekking,“ segir Berglind. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. 3. nóvember 2019 19:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. Sérfræðingar í Heilsuskólanum segja stöðuna slæma. Biðin geti reynst börnunum oft erfið og þá sé erfiðara að hjálpa þeim. Sex prósent íslenskra grunnskólabarna eru með offitu samkvæmt mælingum skólahjúkrunarfræðinga frá síðasta vetri og hefur börnum með offitu fjölgað mikið síðustu ár eins og Kompás fjallaði um í dag. Heilsuskóli Barnaspítala Hringssins er eina formlega úrræðið sem kerfið býður upp á fyrir börnin. Tilvísun í skólann er unnin í samvinnu við skólahjúkrunarfræðinga eða heimilislækni. Þar eru kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun, börn og fjölskyldur þeirra fá ráðgjöf um mataræði og hreyfingu og sálrænann stuðningur veittur. Það komast 75 börn að í Heilsuskólanum og þrátt fyrir að plássunum hafi fjölgað nýlega hefur biðlistinn lengst. „Þó að við höfum bætt í og tekið við fleiri þá hefur biðlistinn verið að lengjast og núna er biðlistinn um það bil ár þegar við byrjuðum á þessu ári,“ segir Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Rúmlega sjötíu börn eru nú á biðlista. „Eins og staðan er í dag ráðum við við svona einn fjórða af vandanum. Oft er það þannig að börn eru komin í verri stöðu en þau hefðu geta verið,“ segir Tryggvi Helgason. Meðalaldur barna í Heilsuskólanum er 11 ára. Oft reynist það börnunum erfitt að bíða eftir þjónustu að sögn Berglindar B. Brynjólfsdóttir, sálfræðings. „Þau upplifa það náttúrulega þannig að það sé ekki verið að hjálpa þeim að takast á við þennan vanda. Oft eru þau líka með annars konar vanda sem þarf að hjálpa þeim með, þau eru oft með kvíða, depurð og þetta bara eykur á vandann ef það er ekki tekist á við hann,“ segir Berglind. „Það er þannig að það er erfiðara að eiga við offitu barna þegar börn eru orðin eldri og því fyrr sem við getum byrjað sem læknar og foreldrar er auðveldara að eiga við vandann,“ segir Tryggvi. „Foreldrar tala oft um að það séu engin önnur úrræði og þau eru að spurja hvert get ég leitað ef ég kemst ekki að hér í ár og hvað á ég að gera á meðan,“ segir Berglind og er að tala um þá sem ekki komst að í Heilsuskólanum. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni. Berglind og Tryggvi segja að þar sé úrræðaleysið hvað mest. „Það er stundum erfitt fyrir fólk úti á landi að komast hingað og eru heilsugæslustöðvarnar og heilbrigðisstofnanirnar þá það eina sem við getum vísað þeim í og þar er auðvitað mismikil þekking,“ segir Berglind.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. 3. nóvember 2019 19:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. 3. nóvember 2019 19:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07