Nítján ár liðin frá harmleiknum í austurrísku Ölpunum Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2019 21:00 Lestin Gletscherbahn 2 opnaði 1974 og var leiðin upp í Alpincenter, stöðvarhúsið og verslunarkjarna, alls 3,9 kílómetrar að lengd. epa Nítján ár eru á morgun liðin frá harmleiknum í austurrísku Ölpunum þar sem 155 manns fórust eftir að eldur kom upp í lest sem var að flytja skíðafólk upp á fjallið Kitzsteinhorn. Harmleikurinn hafði mikil áhrif á austurríska þjóð þar sem málið fór fyrir dómstóla og deilt var um ábyrgð í málinu. Slysið er kennt við skíðabæinn Kaprun þaðan sem fólk ferðast þegar þegar það heldur upp í hlíðar hins rúmlega 3.000 metra háa Kitzsteinhorn. Kaprun er að finna skammt frá Zell am See, tæpum hundrað kílómetrum suður af Salzburg. Það var að morgni 11. nóvember árið 2000 sem skíðafólkið kom sér fyrir í lestinni. Skíðatímabilið var nýhafið og höfðu spenntir skíðamenn, alls 161 frá átta þjóðríkjum, komið sér fyrir í lestinni, auk eins stjórnanda. Var stefnan hjá flestum um borð sett á að fara upp á jökul og skíða niður í byggð. Skömmu eftir að lagt var af stað dundu hamfarirnar yfir. Einungis tólf farþeganna áttu eftir að komast lífs af.Mynd tekin úr Gletscherbahn 2 árið 1998, um ári fyrir slysið.GettyEldur kom upp í aftari stýrisklefa Lestin Gletscherbahn 2 opnaði 1974 og var leiðin upp í Alpincenter, stöðvarhúsið og verslunar- og veitingakjarna, alls 3,9 kílómetrar að lengd. Lengsti hluti leiðarinnar var innan í göngum, eða um 3,2 kílómetrar. Var farið úr 900 metra hæð í um 2.400 hæð. Tvær lestir ferðuðust á sporinu, upp og niður teinana, á um 25 kílómetra hraða, þar sem þær mættust í göngunum miðjum. Klefar fyrir starfsmann voru í báðum endum lestarinnar og var starfsmaðurinn staðsettur þannig að hann væri fremstur í lestinni, allt eftir því hvort lestin væri á leið upp eða niður. Skíðafólkið hélt inn í lestina um klukkan níu að morgni. Skömmu eftir að lestin hélt inn í göngin kom upp eldur í mannlausum stýrisklefanum, aftast í lestinni. Leiddi rannsókn yfirvalda síðar í ljós að eldurinn hafi komið upp í rafmagnshitara. Eldurinn bræddi plaströr sem fluttu eldfiman þrýstikerfisvökva – glussa – sem var hluti hemlunarkerfis lestarinnar. Þetta leiddi til minni þrýstings í kerfinu og olli því að lestin stöðvaðist skyndilega.Skýringarmyndin er ekki í réttum hlutföllum.Vísir/HafsteinnFöst í lestinni Slökkvitæki voru þannig staðsett í lestinni að farþegar gátu ekki nálgast þau, þar sem þau voru í klefum stjórnenda. Ekki voru neinir reykskynjarar í lestunum og farþegar höfðu heldur ekki neina augljósa leið til að ná sambandi við stjórnandann í klefanum fremst. Stjórnandi lestarinnar uppgötvaði þó loks að eldur væri laus aftast í lestinni og sendi boð til stjórnstöðvarinnar. Gerði hann tilraun til að opna dyrnar, til að hleypa farþegum út, en án árangurs. Að lokum missti stjórnandi lestarinnar svo samband við stjórnstöðina eftir að eldurinn bræddi rafmagnsvír. Farþegarnir voru því fastir í lestinni og sáu þar sem eldurinn og reykurinn barst inn í farþegarýmið. Reyndu þeir þá að brjóta sér leið út um gluggana með hjálp skíðabúnaðarins. Reyndist það þrautin þyngri þar sem glerið var gert að þola álag. Að lokum tókst að brjóta einhverja gluggana.Lestin var mjög illa farin, eins og mátti sjá nokkru síðar.EPABjörguðust með því að leita niður á við Tólf farþegar, sem staðsettir voru aftarlega í lestinni og höfðu komist út úr lestinni, fóru þá að ráðum eins þeirra sem hafði um árabil starfað hjá slökkviliði. Leituðu þeir niður á við, framhjá eldinum og upptökum reyksins. Margir þeirra sem voru enn fastir í lestinni misstu á þessu stigi máls meðvitund vegna eiturgufanna sem gegnsýrðu rýmið. Stjórandanum tókst loks að sjá til þess að hægt væri að þvinga dyrnar opnar. Streymdu margir þá út úr lestinni og leituðu ofar, fjær eldinum. Yfirferðin var þó mjög erfið, bæði sökum reyksins, hitans, auk þess að flestir voru klæddir í skíðaskóm sem torveldaði för.Má segja að göngin hafi umbreyst í risavaxinn skorstein þar sem reykurinn og eiturgufurnar leituðu upp á við stráfelldi hvern á fætur öðrum. Allir farþegar sem leituðu ofar í göngunum, auk stjórnandans, létust. Sömu sögu er að segja af stjórnanda og eina farþega hinnar lestarinnar sem var á leið niður göngin.Úr göngunum þar sem lestin festist.EPAÓfremdarástand í Alpincenter Í Alpincenter myndaðist sömuleiðis ófremdarástand þar sem tveir starfsmenn sáu reykinn berast upp og gerðu öðrum starfsmönnum og viðskiptavinum viðvart. Rannsókn leiddi í ljós að starfsmennirnir hafi fyrir skilið útidyr stöðvarhússins eftir opnar sem jók á loftflæðið í göngunum og gerði það að verkum að reykurinn leitaði hraðar upp á við og magnaði brunann. Þrír starfsmenn Alpincenter létust af völdum reykeitrunar. Allir þeir tólf sem komust lífs úr eldinum og höfðu verið í lestinni, höfðu leitað niður á við í göngunum, fundið sér leið framhjá eldinum sem logaði aftast í lestinni. Alls fórust 155 í eldinum þennan 11. dag nóvembermánaðar árið 2000. 92 þeirra voru Austurríkismenn, 37 Þjóðverjar, tíu Japanir, átta Bandaríkjamenn, fjórir Slóvenar, tveir Hollendingar, einn Breti og einn Tékki. Göngunum var lokað eftir harmleikinn og eru kláfar notaðir á leiðinni í dag.Wikipedia commonsAllir sýknaðir Opinber rannsókn fór fram á upptökum eldsins og nærri ári eftir slysið voru niðurstöður hennar gerðar opinberar. Leiddi hún í ljós að bilun og ofhitnun í rafhitara hafi orsakað að eldur hafi komið upp. Hafi hitarinn ekki verið hannaður til að vera tengdur í farartæki á hreyfingu. Eldurinn barst í eldfiman vökva, glussa, sem bræddi svo plastleiðslur sem varð til þess að eldurinn breiddist hraðar út og varð til þess að þrýstingur breyttist og lestin stöðvaðist. Slysið rataði fyrir dómstóla í Salzburg þar sem sextán manns í heildina voru ákærðir – yfirmenn hjá fyrirtækinu sem rak lestina, tæknimenn og eftirlitsmenn stjórnvalda. Í febrúar 2004 voru þeir allir sýknaðir af ákæru um að hafa sýnt af sér glæpsamlegt athæfi og vanrækslu í tengslum við málið.Staðurinn þar sem hinna látnu er minnst.EPAInnan úr minnisvarðanum um hina látnu í Kaprun.EPA Austurríki Einu sinni var... Fréttaskýringar Skíðaíþróttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Nítján ár eru á morgun liðin frá harmleiknum í austurrísku Ölpunum þar sem 155 manns fórust eftir að eldur kom upp í lest sem var að flytja skíðafólk upp á fjallið Kitzsteinhorn. Harmleikurinn hafði mikil áhrif á austurríska þjóð þar sem málið fór fyrir dómstóla og deilt var um ábyrgð í málinu. Slysið er kennt við skíðabæinn Kaprun þaðan sem fólk ferðast þegar þegar það heldur upp í hlíðar hins rúmlega 3.000 metra háa Kitzsteinhorn. Kaprun er að finna skammt frá Zell am See, tæpum hundrað kílómetrum suður af Salzburg. Það var að morgni 11. nóvember árið 2000 sem skíðafólkið kom sér fyrir í lestinni. Skíðatímabilið var nýhafið og höfðu spenntir skíðamenn, alls 161 frá átta þjóðríkjum, komið sér fyrir í lestinni, auk eins stjórnanda. Var stefnan hjá flestum um borð sett á að fara upp á jökul og skíða niður í byggð. Skömmu eftir að lagt var af stað dundu hamfarirnar yfir. Einungis tólf farþeganna áttu eftir að komast lífs af.Mynd tekin úr Gletscherbahn 2 árið 1998, um ári fyrir slysið.GettyEldur kom upp í aftari stýrisklefa Lestin Gletscherbahn 2 opnaði 1974 og var leiðin upp í Alpincenter, stöðvarhúsið og verslunar- og veitingakjarna, alls 3,9 kílómetrar að lengd. Lengsti hluti leiðarinnar var innan í göngum, eða um 3,2 kílómetrar. Var farið úr 900 metra hæð í um 2.400 hæð. Tvær lestir ferðuðust á sporinu, upp og niður teinana, á um 25 kílómetra hraða, þar sem þær mættust í göngunum miðjum. Klefar fyrir starfsmann voru í báðum endum lestarinnar og var starfsmaðurinn staðsettur þannig að hann væri fremstur í lestinni, allt eftir því hvort lestin væri á leið upp eða niður. Skíðafólkið hélt inn í lestina um klukkan níu að morgni. Skömmu eftir að lestin hélt inn í göngin kom upp eldur í mannlausum stýrisklefanum, aftast í lestinni. Leiddi rannsókn yfirvalda síðar í ljós að eldurinn hafi komið upp í rafmagnshitara. Eldurinn bræddi plaströr sem fluttu eldfiman þrýstikerfisvökva – glussa – sem var hluti hemlunarkerfis lestarinnar. Þetta leiddi til minni þrýstings í kerfinu og olli því að lestin stöðvaðist skyndilega.Skýringarmyndin er ekki í réttum hlutföllum.Vísir/HafsteinnFöst í lestinni Slökkvitæki voru þannig staðsett í lestinni að farþegar gátu ekki nálgast þau, þar sem þau voru í klefum stjórnenda. Ekki voru neinir reykskynjarar í lestunum og farþegar höfðu heldur ekki neina augljósa leið til að ná sambandi við stjórnandann í klefanum fremst. Stjórnandi lestarinnar uppgötvaði þó loks að eldur væri laus aftast í lestinni og sendi boð til stjórnstöðvarinnar. Gerði hann tilraun til að opna dyrnar, til að hleypa farþegum út, en án árangurs. Að lokum missti stjórnandi lestarinnar svo samband við stjórnstöðina eftir að eldurinn bræddi rafmagnsvír. Farþegarnir voru því fastir í lestinni og sáu þar sem eldurinn og reykurinn barst inn í farþegarýmið. Reyndu þeir þá að brjóta sér leið út um gluggana með hjálp skíðabúnaðarins. Reyndist það þrautin þyngri þar sem glerið var gert að þola álag. Að lokum tókst að brjóta einhverja gluggana.Lestin var mjög illa farin, eins og mátti sjá nokkru síðar.EPABjörguðust með því að leita niður á við Tólf farþegar, sem staðsettir voru aftarlega í lestinni og höfðu komist út úr lestinni, fóru þá að ráðum eins þeirra sem hafði um árabil starfað hjá slökkviliði. Leituðu þeir niður á við, framhjá eldinum og upptökum reyksins. Margir þeirra sem voru enn fastir í lestinni misstu á þessu stigi máls meðvitund vegna eiturgufanna sem gegnsýrðu rýmið. Stjórandanum tókst loks að sjá til þess að hægt væri að þvinga dyrnar opnar. Streymdu margir þá út úr lestinni og leituðu ofar, fjær eldinum. Yfirferðin var þó mjög erfið, bæði sökum reyksins, hitans, auk þess að flestir voru klæddir í skíðaskóm sem torveldaði för.Má segja að göngin hafi umbreyst í risavaxinn skorstein þar sem reykurinn og eiturgufurnar leituðu upp á við stráfelldi hvern á fætur öðrum. Allir farþegar sem leituðu ofar í göngunum, auk stjórnandans, létust. Sömu sögu er að segja af stjórnanda og eina farþega hinnar lestarinnar sem var á leið niður göngin.Úr göngunum þar sem lestin festist.EPAÓfremdarástand í Alpincenter Í Alpincenter myndaðist sömuleiðis ófremdarástand þar sem tveir starfsmenn sáu reykinn berast upp og gerðu öðrum starfsmönnum og viðskiptavinum viðvart. Rannsókn leiddi í ljós að starfsmennirnir hafi fyrir skilið útidyr stöðvarhússins eftir opnar sem jók á loftflæðið í göngunum og gerði það að verkum að reykurinn leitaði hraðar upp á við og magnaði brunann. Þrír starfsmenn Alpincenter létust af völdum reykeitrunar. Allir þeir tólf sem komust lífs úr eldinum og höfðu verið í lestinni, höfðu leitað niður á við í göngunum, fundið sér leið framhjá eldinum sem logaði aftast í lestinni. Alls fórust 155 í eldinum þennan 11. dag nóvembermánaðar árið 2000. 92 þeirra voru Austurríkismenn, 37 Þjóðverjar, tíu Japanir, átta Bandaríkjamenn, fjórir Slóvenar, tveir Hollendingar, einn Breti og einn Tékki. Göngunum var lokað eftir harmleikinn og eru kláfar notaðir á leiðinni í dag.Wikipedia commonsAllir sýknaðir Opinber rannsókn fór fram á upptökum eldsins og nærri ári eftir slysið voru niðurstöður hennar gerðar opinberar. Leiddi hún í ljós að bilun og ofhitnun í rafhitara hafi orsakað að eldur hafi komið upp. Hafi hitarinn ekki verið hannaður til að vera tengdur í farartæki á hreyfingu. Eldurinn barst í eldfiman vökva, glussa, sem bræddi svo plastleiðslur sem varð til þess að eldurinn breiddist hraðar út og varð til þess að þrýstingur breyttist og lestin stöðvaðist. Slysið rataði fyrir dómstóla í Salzburg þar sem sextán manns í heildina voru ákærðir – yfirmenn hjá fyrirtækinu sem rak lestina, tæknimenn og eftirlitsmenn stjórnvalda. Í febrúar 2004 voru þeir allir sýknaðir af ákæru um að hafa sýnt af sér glæpsamlegt athæfi og vanrækslu í tengslum við málið.Staðurinn þar sem hinna látnu er minnst.EPAInnan úr minnisvarðanum um hina látnu í Kaprun.EPA
Austurríki Einu sinni var... Fréttaskýringar Skíðaíþróttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira