„Það vissu allir af kynferðisofbeldinu en enginn gerði neitt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 18:30 Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis fyrir um mánuði. Þær hófu undirskriftarsöfnun sem er lokið og tvöþúsund manns hafa skrifað undir. Þar er dómsmálaráðherra krafin um að að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. Þær óskuðu eftir fundi með ráðherra í dag til að afhenda listann. Kona sem vill ekki láta nafn síns getið og starfar með hreyfingunni Líf án ofbeldis segir mikilvægt að láta sögu sína heyrast svo slíkt mál endurtaki sig ekki. Hún segist hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum sem barn. „Ég er eitt af uppkomnu börnunum í þessum félagsskap en ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður og kæri hann þegar ég er lítil en það er fellt frá vegna ónægra sönnunargagna. Þegar ég kæri er ég tólf ára en þá var búin að vera almenn vitneska um þetta í meira en ár. Ég var búin að segja frá í skólanum, félagsmiðstöðvum, móður, þetta var vitneskja í fjölskyldunni, kerfið var komið inní þetta en einhvern veginn þá gerði engin neitt.“ segir konan. Í bréfi Barnaverndar frá 1991 um hennar mál kemur fram að nefndin telur að til greina komi að stjúpinn dveljist áfram á heimili telpunnar. Nefndin leggur áherslu á að móðir styðji dóttur sína. Þá segir í bréfi frá sálfræðingi á þessum tíma að stúlkan hafi sagt að stjúpinn hafa káfað á henni utan og innan fata og rætt við hana um kynferðislegt málefni. Hún fór því aftur inná heimilið og segir að afleiðingarnar fyrir sig hafi verið skelfilegar. „Þetta hefur verið eins og rauði þráðurinn í lífi mínu, mér hefur aldrei tekist að fóta mig á vinnumarkaði, ég hef ekki mörk það er búið að valta svo oft yfir þau, ég efast um mig, ég er með fjöláfallastreitu, vefjagigt og er öryrki,“ segir konan. Mér finnst mikilvægt að samfélagið taki samtalið um hvernig beri að bregðast við málum sem þessum því þetta er ekki bara mál þolanda og geranda heldur allrar fjölskyldunnar og það þarf að vera til neyðarteymi sem grípur alla fjölskylduna þegar svona mál koma upp,“ segir konan.Hér má sjá allt viðtalið. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira
Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis fyrir um mánuði. Þær hófu undirskriftarsöfnun sem er lokið og tvöþúsund manns hafa skrifað undir. Þar er dómsmálaráðherra krafin um að að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. Þær óskuðu eftir fundi með ráðherra í dag til að afhenda listann. Kona sem vill ekki láta nafn síns getið og starfar með hreyfingunni Líf án ofbeldis segir mikilvægt að láta sögu sína heyrast svo slíkt mál endurtaki sig ekki. Hún segist hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum sem barn. „Ég er eitt af uppkomnu börnunum í þessum félagsskap en ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður og kæri hann þegar ég er lítil en það er fellt frá vegna ónægra sönnunargagna. Þegar ég kæri er ég tólf ára en þá var búin að vera almenn vitneska um þetta í meira en ár. Ég var búin að segja frá í skólanum, félagsmiðstöðvum, móður, þetta var vitneskja í fjölskyldunni, kerfið var komið inní þetta en einhvern veginn þá gerði engin neitt.“ segir konan. Í bréfi Barnaverndar frá 1991 um hennar mál kemur fram að nefndin telur að til greina komi að stjúpinn dveljist áfram á heimili telpunnar. Nefndin leggur áherslu á að móðir styðji dóttur sína. Þá segir í bréfi frá sálfræðingi á þessum tíma að stúlkan hafi sagt að stjúpinn hafa káfað á henni utan og innan fata og rætt við hana um kynferðislegt málefni. Hún fór því aftur inná heimilið og segir að afleiðingarnar fyrir sig hafi verið skelfilegar. „Þetta hefur verið eins og rauði þráðurinn í lífi mínu, mér hefur aldrei tekist að fóta mig á vinnumarkaði, ég hef ekki mörk það er búið að valta svo oft yfir þau, ég efast um mig, ég er með fjöláfallastreitu, vefjagigt og er öryrki,“ segir konan. Mér finnst mikilvægt að samfélagið taki samtalið um hvernig beri að bregðast við málum sem þessum því þetta er ekki bara mál þolanda og geranda heldur allrar fjölskyldunnar og það þarf að vera til neyðarteymi sem grípur alla fjölskylduna þegar svona mál koma upp,“ segir konan.Hér má sjá allt viðtalið.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Sjá meira