Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum.
Lögregla reyndi að sundra hópnum með táragasi og gassprengjum. Kínversk fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarna daga verið skotmörk mótmælenda.
Mótmælin hófust snemma í júní og hafa aðgerðarsinnar iðulega komið saman um helgar. Róstursamt hefur verið á milli þeirra og lögreglu. Fram kemur frá AP fréttaveitunni að um þrjú þúsund mótmælendur hafa verið hnepptir í varðhald á þessum tíma.

