Langar til að verða hundrað ára gömul Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 2. nóvember 2019 12:13 "Okkur langaði að skapa stað sem er kúl og við hugsum um öll smáatriði,“ segir Manuela Ósk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við erum búin að vera að vinna í þessu saman í heilt ár. Þetta hefur í raun verið frekar langt leyndarmál. Ég hef lítið talað beint út um þetta, því ég er þannig týpa að ég vil ekki tala um eitthvað fyrr en það er helst búið að opna. Það er sameiginlegur vinur sem leiddi okkur þrjú saman, mig, Arnar Arinbjarnarson og Snorra Marteinsson. Hann sá að við höfðum öll það sameiginlega áhugamál að okkur langar öll að verða hundrað og eitthvað ára og líta ótrúlega vel út,“ segir athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir. Þau hafa nú stofnað í Faxafeninu nokkurs konar heilsumiðstöð sem hlotið hefur nafnið Even labs. „Við vorum alveg ótrúlega lengi að finna nafnið. Svo kom þetta til okkar, við erum með sjö mismunandi meðferðir og því tengdum við það við „seven“. Svo snýst þetta mikið um að ná jafnvægi í líkamanum og þá kom til okkar að nefna hana „even“, sem þýðir jafnvægi og jafnt flæði og er auðvitað inni í orðinu „seven“.“ Hún segir að þau hafi öll verið með mismunandi meðferðir í huga sem þau langaði að bjóða upp á. „Þetta er ekkert líkt snyrtistofum, það er allt annar andi. Þessar meðferðir eru flestar til dæmis mjög góðar fyrir íþróttafólk sem er að reyna að ná sér, en líka fyrir fólk sem stundar mikla líkamsrækt. Við erum búin að stúdera mikið hvað það er sem við getum nýtt til að lifa lengur, sofa betur og að blóðið flæði betur,“ segir Manuela. Hún segist hafa kynnst mörgum af meðferðunum þegar hún bjó í Los Angeles. „Ég er alveg forfallinn aðdáandi margra þeirra. Það er líka algjör upplifun að koma á svona stofu, heildarupplifunin á að vera geggjuð. Okkur langaði að skapa stað sem er kúl og við hugsum um öll smáatriði.“ Even labs var opnað í gær en dagsetningin á stóran þátt í því. „Við buðum vinum og vandamönnum að skoða fyrst. Ég er talnaspekiperri og fannst mikilvægt að opna 01.11. Svo er föstudagur til fjár auðvitað. En formleg opnun verður á mánudaginn.“ Seinna í nóvember mun Manuela taka þátt í Allir geta dansað, en þættirnir eru sýndir á Stöð 2. „Ég er alveg við það að deyja úr stressi, þannig það sé alveg á hreinu. Við fáum ekki að vita hver fyrsti dansinn okkar er fyrr en núna á sunnudaginn. Þannig að Jón Eyþór hefur bara verið að kenna mér grunninn í öllum dönsunum. Þetta hefur verið þrusugott samstarf,“ segir Manuela. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Even labs á evenlabs.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Við erum búin að vera að vinna í þessu saman í heilt ár. Þetta hefur í raun verið frekar langt leyndarmál. Ég hef lítið talað beint út um þetta, því ég er þannig týpa að ég vil ekki tala um eitthvað fyrr en það er helst búið að opna. Það er sameiginlegur vinur sem leiddi okkur þrjú saman, mig, Arnar Arinbjarnarson og Snorra Marteinsson. Hann sá að við höfðum öll það sameiginlega áhugamál að okkur langar öll að verða hundrað og eitthvað ára og líta ótrúlega vel út,“ segir athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir. Þau hafa nú stofnað í Faxafeninu nokkurs konar heilsumiðstöð sem hlotið hefur nafnið Even labs. „Við vorum alveg ótrúlega lengi að finna nafnið. Svo kom þetta til okkar, við erum með sjö mismunandi meðferðir og því tengdum við það við „seven“. Svo snýst þetta mikið um að ná jafnvægi í líkamanum og þá kom til okkar að nefna hana „even“, sem þýðir jafnvægi og jafnt flæði og er auðvitað inni í orðinu „seven“.“ Hún segir að þau hafi öll verið með mismunandi meðferðir í huga sem þau langaði að bjóða upp á. „Þetta er ekkert líkt snyrtistofum, það er allt annar andi. Þessar meðferðir eru flestar til dæmis mjög góðar fyrir íþróttafólk sem er að reyna að ná sér, en líka fyrir fólk sem stundar mikla líkamsrækt. Við erum búin að stúdera mikið hvað það er sem við getum nýtt til að lifa lengur, sofa betur og að blóðið flæði betur,“ segir Manuela. Hún segist hafa kynnst mörgum af meðferðunum þegar hún bjó í Los Angeles. „Ég er alveg forfallinn aðdáandi margra þeirra. Það er líka algjör upplifun að koma á svona stofu, heildarupplifunin á að vera geggjuð. Okkur langaði að skapa stað sem er kúl og við hugsum um öll smáatriði.“ Even labs var opnað í gær en dagsetningin á stóran þátt í því. „Við buðum vinum og vandamönnum að skoða fyrst. Ég er talnaspekiperri og fannst mikilvægt að opna 01.11. Svo er föstudagur til fjár auðvitað. En formleg opnun verður á mánudaginn.“ Seinna í nóvember mun Manuela taka þátt í Allir geta dansað, en þættirnir eru sýndir á Stöð 2. „Ég er alveg við það að deyja úr stressi, þannig það sé alveg á hreinu. Við fáum ekki að vita hver fyrsti dansinn okkar er fyrr en núna á sunnudaginn. Þannig að Jón Eyþór hefur bara verið að kenna mér grunninn í öllum dönsunum. Þetta hefur verið þrusugott samstarf,“ segir Manuela. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Even labs á evenlabs.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira