Áætla rúmlega 2 prósenta hagvöxt til 2025 Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 09:25 Hagstofa Íslands hefur aðsetur í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. Þó má búast við öðrum viðsnúningi strax á næsta ári þegar hagvöxtur verður 1,7 prósent og svo 2,5 til 2,7 prósenta vöxtur á árunum 2021-2025. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar segir að samdrátt ársins megi ekki síst rekja til minni innlendrar eftirspurnar og lækkunar útflutnings. Hagstofan áætlar að útflutningur dragist saman um 5,5% í ár sem megi að mestu rekja til þjónustuútflutnings en einnig vegna samdráttar í útflutningi sjávarafurða og áls. Þá sé útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu muni minnka á árinu og verði minni en fyrri spár Hagstofunnar gerðu ráð fyrir. Heimilin hafa haldið að sér höndum vegna óvissu í efnahagsmálum. Skammtímavísbendingar, eins og kortavelta, bendi þannig til hægari vaxtar á seinni hluta árs. Þá er minnst á kjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, sem fólu í sér minni launahækkanir en Hagstofan gerði ráð fyrir. Þó sé enn óvissa uppi um kjarasamninga opinberra starfsmanna.Atvinnuleysi eykst um nokkrar kommur Atvinnuvegafjárfesting gæti jafnframt dregist saman um 15,2 prósent í ár og munar þar mestu um minni fjárfestingar í skipum og flugvélum að sögn Hagstofunnar. Þar að auki hafi stóriðjufjárfesting dregist saman á árinu, bæði vegna loka stórra framkvæmda í fyrra og samdráttar í almennri atvinnuvegafjárfestingu. „Reiknað er með hóflegum bata næstu ár þar sem sterk eiginfjárstaða fyrirtækja, lægri stýrivextir, ásamt almennum bata hagkerfisins styðja við fjárfestinguna,“ segir í Þjóðhagsspánni. Þar er þess jafnframt getið að verðbólguhorfur hafi batnað frá því í maí. Reiknað er með að verðbólga verði 2,6 prósent á næsta ári og haldist við 2,5 prósent verðbólgumarkmið á spátímanum, sem er til 2025, en Hagstofan miðar í þessum útreikningum við að gengi haldist stöðugt. Stofnunin gerir jafnframt ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist lítillega á næsta ári, verði 3,9 prósent samanborið við 3,3 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagstofan segir að heilt yfir hafi innlend fyrirtæki fjárhagslegt svigrúm til að mæta skammvinnri niðursveiflu, eins og 0,2 prósent samdráttarspáin beri með sér. „Nýlegt álagspróf Seðlabanka Íslands og kerfislega mikilvægra banka sýnir að þrátt fyrir forsendu um mikið efnahagsáfall yrði vogunarhlutfall bankanna áfram hátt samanborið við hlutföll norrænna og evrópskra banka,“ segir í Þjóðhagsspánni sem nálgast má í heild sinni hér. Efnahagsmál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,2 prósent í ár, samanborið við 4,8 prósent hagvöxt í fyrra. Þó má búast við öðrum viðsnúningi strax á næsta ári þegar hagvöxtur verður 1,7 prósent og svo 2,5 til 2,7 prósenta vöxtur á árunum 2021-2025. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar segir að samdrátt ársins megi ekki síst rekja til minni innlendrar eftirspurnar og lækkunar útflutnings. Hagstofan áætlar að útflutningur dragist saman um 5,5% í ár sem megi að mestu rekja til þjónustuútflutnings en einnig vegna samdráttar í útflutningi sjávarafurða og áls. Þá sé útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu muni minnka á árinu og verði minni en fyrri spár Hagstofunnar gerðu ráð fyrir. Heimilin hafa haldið að sér höndum vegna óvissu í efnahagsmálum. Skammtímavísbendingar, eins og kortavelta, bendi þannig til hægari vaxtar á seinni hluta árs. Þá er minnst á kjarasamningana sem undirritaðir voru í vor, sem fólu í sér minni launahækkanir en Hagstofan gerði ráð fyrir. Þó sé enn óvissa uppi um kjarasamninga opinberra starfsmanna.Atvinnuleysi eykst um nokkrar kommur Atvinnuvegafjárfesting gæti jafnframt dregist saman um 15,2 prósent í ár og munar þar mestu um minni fjárfestingar í skipum og flugvélum að sögn Hagstofunnar. Þar að auki hafi stóriðjufjárfesting dregist saman á árinu, bæði vegna loka stórra framkvæmda í fyrra og samdráttar í almennri atvinnuvegafjárfestingu. „Reiknað er með hóflegum bata næstu ár þar sem sterk eiginfjárstaða fyrirtækja, lægri stýrivextir, ásamt almennum bata hagkerfisins styðja við fjárfestinguna,“ segir í Þjóðhagsspánni. Þar er þess jafnframt getið að verðbólguhorfur hafi batnað frá því í maí. Reiknað er með að verðbólga verði 2,6 prósent á næsta ári og haldist við 2,5 prósent verðbólgumarkmið á spátímanum, sem er til 2025, en Hagstofan miðar í þessum útreikningum við að gengi haldist stöðugt. Stofnunin gerir jafnframt ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist lítillega á næsta ári, verði 3,9 prósent samanborið við 3,3 prósent á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hagstofan segir að heilt yfir hafi innlend fyrirtæki fjárhagslegt svigrúm til að mæta skammvinnri niðursveiflu, eins og 0,2 prósent samdráttarspáin beri með sér. „Nýlegt álagspróf Seðlabanka Íslands og kerfislega mikilvægra banka sýnir að þrátt fyrir forsendu um mikið efnahagsáfall yrði vogunarhlutfall bankanna áfram hátt samanborið við hlutföll norrænna og evrópskra banka,“ segir í Þjóðhagsspánni sem nálgast má í heild sinni hér.
Efnahagsmál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira