Læknaneminn sem gaf út vinsælasta lag landsins í sumar heiðraður í Slóvakíu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2019 10:30 Ján Danko, borgarstjóri Martin, og Victor þegar hann var heiðraður. Læknaneminn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Doctor Victor, hlaut í síðustu viku heiðursverðlaun frá borgarstjóranum í Martin í Slóvakíu þar sem hann stundar læknanám fyrir störf sín í þágu menningar, góðgerðarmála og listar, en er þetta í fyrsta sinn sem nemanda er veitt þessi verðlaun þar úti. „Þetta var mjög skemmtilegt og mikill heiður, en ég fékk hringingu frá bæjarstjóranum þegar ég var staddur á Akureyri í 6. árs verknáminu mínu og boðaður á sérstaka athöfn í Slóvakíu. Ég kom síðan hingað út til Martin í síðustu viku og tók við verðlaununum á skemmtilegri athöfn, en ég ákvað að skella í slóvakíska ræðu í tilefni af þessu,” segir Victor. Victor er á sínu sjötta og síðasta ári í læknisfræði við læknaskólann Jessenius Faculty of Medicine úti í Martin en hann stofnaði meðal annars Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu (FÍLS) ásamt þeim Auði Jónu Einarsdóttur, Ernu Markúsdóttur og Þórdísi Magnadóttur. Hann hefur einnig verið duglegur að halda viðburði þar sem hann spilar sjálfur og á vegum FÍLS fyrir nemendur skólans og bæjarbúa, en hann kom svo að skipulagi tveggja góðgerðarviðburða síðustu tvö ár þar sem söfnuðust um 4.000 evrum fyrir barnadeild geðdeildar spítalans í bænum. Hann segir að íslenska samfélagið þar úti hafi vaxið mikið með árunum og sé duglegt að sameinast. „Það er magnað að sjá hversu margir Íslendingar eru komnir hingað út til Slóvakíu að læra. Fyrst voru þetta um tíu íslenskir nemendur, en nú erum við yfir hundrað og það er góð stemmning hérna. Ég hef mjög gaman að því að sameina fólk og gera eitthvað skemmtilegt, en tónlistin hefur alltaf verið í mér frá því ég var lítill og hún fékk loksins að blómstra hér úti þegar ég fór að gera mína eigin tónlist og byrjaði að spila í Slóvakíu og löndunum hér í kring. Mér finnst mikilvægt að fólk sé óhrætt að stökkva á tækifæri, sérstaklega ef þau eru á þeirra áhugasviði.”Ingó Veðurguð, Doctor Victor og Guðmundur Þórarinsson baksviðs á Þjóðhátíð í sumar.Það má þó segja að tónlistin hans Victors hafi sprungið út á Íslandi síðasta sumar, en hann gaf út tvö lög - eitt með Svölu Björgvins sem heitir Running Back og sumarsmellinn Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Ingó Veðurguð og Gumma Tóta og er lagið með um 1.000.000 spilanir eftir einungis hálft ár. „Það var í rauninni mjög fyndið hvernig þetta þróaðist með Sumargleðina, en ég fékk það verkefni í hendurnar að gera þemalag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin og mátti gera hvað sem ég vildi. Ég var á þessum tíma á fullu í prófum, en ætli það hafi ekki hjálpað mér að gera eitthvað vel hresst sumarlag og peppa mig í sumarið sem var framundan. Ég hafði svo samband við Ingó og Gumma Tóta sem voru klárir í þetta, en við vorum allir staddir í sitt hvorum löndum. Gummi tók upp sinn part í Svíþjóð, Ingó sinn part á Íslandi og Sæþór Kristjáns hjálpaði okkur svo að setja þetta saman og á innan við mánuði var lagið tilbúið og gáfum við það út í lok maí.”Hittust í fyrsta skipti á Þjóðhátíð „Ég var ennþá úti í Slóvakíu í lokaprófum þegar lagið kom út, en við vorum þá aldrei búnir að hittast og höfðum ekki hugmynd um hversu vinsælt þetta lag myndi verða. Það var ekki fyrr en ég kom heim til Íslands sem ég fór að heyra þetta út um allt í útvarpinu og á skemmtistöðum. Mesta sjokkið var svo þegar við fórum á Þjóðhátíð, en þá vorum við beðnir um að taka það á stóra sviðinu með FM95BLÖ og hittumst við þá þrír í fyrsta skipti klukkutíma áður en við spiluðum lagið saman. Það er líklegast eitt magnaðasta móment sem ég hef upplifað - að sjá 20.000 manns dansa og syngja við lag sem maður gerði.”Nóg framundan Victor stefnir á að klára læknanámið næsta sumar, en það verður mjög fjölbreytt ár. „Næsta sumar verður mjög fjölbreytt, en þá klára ég læknisfræðina og svo fékk ég áskorun frá hlaupaþjálfaranum mínum Arnari Péturs að fagna því með því að taka heilt maraþon með honum, þannig ég ætla að keyra á það líka. En ég stefni á að flytja heim til Íslands eftir læknanámið og er með fullt af hlutum plönuðum fyrir næsta ár sem ég er mjög spenntur fyrir. Mig langar allavegana að halda áfram að tvinna læknisfræðina og tónlistina saman á meðan ég get en það kemur svo í ljós hvernig þetta þróast.” Hægt er að fylgjast með Victor á Instagram @doctorvictorsound eða á Facebook undir Doctor Victor. Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Læknanemi í sumarstarfi á Landspítalanum treður upp á Þjóðhátíð "Somebody Like You er annað frumsamda lagið sem ég gef út sjálfur, en fyrir utan nokkur Remix sem ég hef gefið út var fyrsta lagið Feeling sem ég gaf út í fyrra ásamt norskum pródúser sem kallar sig HAV2,“ segir Victor Guðmundsson sem er í læknisfræði í Martin í Slóvakíu. 30. júlí 2018 11:30 Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. 24. maí 2019 14:30 Íslenskur læknanemi gefur út tónlistarmyndband Fimmta árs læknaneminn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Doctor Victor frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Somebody Like You. 30. desember 2018 12:00 Íslenskur læknanemi gerir það gott sem plötusnúður í Slóvakíu: „Er að rokka David Guetta greiðsluna“ "Ég byrjaði að spila hér úti í Slóvakíu árið 2015, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir tónlist síðan ég var ungur.“ 25. maí 2018 11:15 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira
Læknaneminn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Doctor Victor, hlaut í síðustu viku heiðursverðlaun frá borgarstjóranum í Martin í Slóvakíu þar sem hann stundar læknanám fyrir störf sín í þágu menningar, góðgerðarmála og listar, en er þetta í fyrsta sinn sem nemanda er veitt þessi verðlaun þar úti. „Þetta var mjög skemmtilegt og mikill heiður, en ég fékk hringingu frá bæjarstjóranum þegar ég var staddur á Akureyri í 6. árs verknáminu mínu og boðaður á sérstaka athöfn í Slóvakíu. Ég kom síðan hingað út til Martin í síðustu viku og tók við verðlaununum á skemmtilegri athöfn, en ég ákvað að skella í slóvakíska ræðu í tilefni af þessu,” segir Victor. Victor er á sínu sjötta og síðasta ári í læknisfræði við læknaskólann Jessenius Faculty of Medicine úti í Martin en hann stofnaði meðal annars Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu (FÍLS) ásamt þeim Auði Jónu Einarsdóttur, Ernu Markúsdóttur og Þórdísi Magnadóttur. Hann hefur einnig verið duglegur að halda viðburði þar sem hann spilar sjálfur og á vegum FÍLS fyrir nemendur skólans og bæjarbúa, en hann kom svo að skipulagi tveggja góðgerðarviðburða síðustu tvö ár þar sem söfnuðust um 4.000 evrum fyrir barnadeild geðdeildar spítalans í bænum. Hann segir að íslenska samfélagið þar úti hafi vaxið mikið með árunum og sé duglegt að sameinast. „Það er magnað að sjá hversu margir Íslendingar eru komnir hingað út til Slóvakíu að læra. Fyrst voru þetta um tíu íslenskir nemendur, en nú erum við yfir hundrað og það er góð stemmning hérna. Ég hef mjög gaman að því að sameina fólk og gera eitthvað skemmtilegt, en tónlistin hefur alltaf verið í mér frá því ég var lítill og hún fékk loksins að blómstra hér úti þegar ég fór að gera mína eigin tónlist og byrjaði að spila í Slóvakíu og löndunum hér í kring. Mér finnst mikilvægt að fólk sé óhrætt að stökkva á tækifæri, sérstaklega ef þau eru á þeirra áhugasviði.”Ingó Veðurguð, Doctor Victor og Guðmundur Þórarinsson baksviðs á Þjóðhátíð í sumar.Það má þó segja að tónlistin hans Victors hafi sprungið út á Íslandi síðasta sumar, en hann gaf út tvö lög - eitt með Svölu Björgvins sem heitir Running Back og sumarsmellinn Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Ingó Veðurguð og Gumma Tóta og er lagið með um 1.000.000 spilanir eftir einungis hálft ár. „Það var í rauninni mjög fyndið hvernig þetta þróaðist með Sumargleðina, en ég fékk það verkefni í hendurnar að gera þemalag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin og mátti gera hvað sem ég vildi. Ég var á þessum tíma á fullu í prófum, en ætli það hafi ekki hjálpað mér að gera eitthvað vel hresst sumarlag og peppa mig í sumarið sem var framundan. Ég hafði svo samband við Ingó og Gumma Tóta sem voru klárir í þetta, en við vorum allir staddir í sitt hvorum löndum. Gummi tók upp sinn part í Svíþjóð, Ingó sinn part á Íslandi og Sæþór Kristjáns hjálpaði okkur svo að setja þetta saman og á innan við mánuði var lagið tilbúið og gáfum við það út í lok maí.”Hittust í fyrsta skipti á Þjóðhátíð „Ég var ennþá úti í Slóvakíu í lokaprófum þegar lagið kom út, en við vorum þá aldrei búnir að hittast og höfðum ekki hugmynd um hversu vinsælt þetta lag myndi verða. Það var ekki fyrr en ég kom heim til Íslands sem ég fór að heyra þetta út um allt í útvarpinu og á skemmtistöðum. Mesta sjokkið var svo þegar við fórum á Þjóðhátíð, en þá vorum við beðnir um að taka það á stóra sviðinu með FM95BLÖ og hittumst við þá þrír í fyrsta skipti klukkutíma áður en við spiluðum lagið saman. Það er líklegast eitt magnaðasta móment sem ég hef upplifað - að sjá 20.000 manns dansa og syngja við lag sem maður gerði.”Nóg framundan Victor stefnir á að klára læknanámið næsta sumar, en það verður mjög fjölbreytt ár. „Næsta sumar verður mjög fjölbreytt, en þá klára ég læknisfræðina og svo fékk ég áskorun frá hlaupaþjálfaranum mínum Arnari Péturs að fagna því með því að taka heilt maraþon með honum, þannig ég ætla að keyra á það líka. En ég stefni á að flytja heim til Íslands eftir læknanámið og er með fullt af hlutum plönuðum fyrir næsta ár sem ég er mjög spenntur fyrir. Mig langar allavegana að halda áfram að tvinna læknisfræðina og tónlistina saman á meðan ég get en það kemur svo í ljós hvernig þetta þróast.” Hægt er að fylgjast með Victor á Instagram @doctorvictorsound eða á Facebook undir Doctor Victor.
Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Læknanemi í sumarstarfi á Landspítalanum treður upp á Þjóðhátíð "Somebody Like You er annað frumsamda lagið sem ég gef út sjálfur, en fyrir utan nokkur Remix sem ég hef gefið út var fyrsta lagið Feeling sem ég gaf út í fyrra ásamt norskum pródúser sem kallar sig HAV2,“ segir Victor Guðmundsson sem er í læknisfræði í Martin í Slóvakíu. 30. júlí 2018 11:30 Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. 24. maí 2019 14:30 Íslenskur læknanemi gefur út tónlistarmyndband Fimmta árs læknaneminn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Doctor Victor frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Somebody Like You. 30. desember 2018 12:00 Íslenskur læknanemi gerir það gott sem plötusnúður í Slóvakíu: „Er að rokka David Guetta greiðsluna“ "Ég byrjaði að spila hér úti í Slóvakíu árið 2015, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir tónlist síðan ég var ungur.“ 25. maí 2018 11:15 Mest lesið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát Sjá meira
Læknanemi í sumarstarfi á Landspítalanum treður upp á Þjóðhátíð "Somebody Like You er annað frumsamda lagið sem ég gef út sjálfur, en fyrir utan nokkur Remix sem ég hef gefið út var fyrsta lagið Feeling sem ég gaf út í fyrra ásamt norskum pródúser sem kallar sig HAV2,“ segir Victor Guðmundsson sem er í læknisfræði í Martin í Slóvakíu. 30. júlí 2018 11:30
Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. 24. maí 2019 14:30
Íslenskur læknanemi gefur út tónlistarmyndband Fimmta árs læknaneminn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Doctor Victor frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Somebody Like You. 30. desember 2018 12:00
Íslenskur læknanemi gerir það gott sem plötusnúður í Slóvakíu: „Er að rokka David Guetta greiðsluna“ "Ég byrjaði að spila hér úti í Slóvakíu árið 2015, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir tónlist síðan ég var ungur.“ 25. maí 2018 11:15