Frábærar viðtökur í Konzerthaus Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 23:00 Víkingur Heiðar og Daníel Bjarnason þakka fyrir sig í Þýskalandi. Setið var í hverju sæti á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Víkingi Heiðari Ólafssyni í hinu virta tónleikahúsi Konzerthaus í Berlín á sunnudag. Tónleikagestir fögnuðu ákaft og lék Víkingur Heiðar tvö aukalög og hljómsveitin eitt. Tónleikarnir voru hápunktur á Íslandshátíð sem haldin var þar og jafnframt lokatónleikar hljómsveitarinnar á tónleikaferð hennar um Þýskaland og Austurríki þar sem haldnir voru fimm tónleikar í þremur borgum undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Tónleikaferðin er sú fyrsta þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er með íslenskan hljómsveitarstjóra og íslenskan einleikara í fararbroddi ásamt því að tvö íslensk tónverk eru í lykilhlutverki. Víkingur Heiðar Ólafsson, staðarlistamaður í Konzerthaus, lék einleik í píanókonsert eftir Daníel Bjarnason, Processions. Víkingur er kominn í hóp fremstu einleikara á heimsvísu og hlaut á dögunum hin virtu og eftirsóttu Gramophone-verðlaun sem listamaður ársins. Sinfóníuhljómsveitin lék einnig Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem er á góðri leið með að verða eitt mest flutta íslenska hljómsveitarverk síðari áratuga og hefur meðal annars hljómað í Elbphilharmonie í Hamborg og Royal Festival Hall í Lundúnum. Píanókonsert Daníels Bjarnasonar, Processions, var frumfluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2009 og í kjölfarið hefur konsertinn hljómað víða um heim og hlotið frábæra dóma Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitarinnar hófst með tónleikum í München áður en leikið var á þrennum tónleikum í Großes Festspielhaus í Salzburg. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Tónlistargagnrýni Víkingur Heiðar Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Setið var í hverju sæti á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Víkingi Heiðari Ólafssyni í hinu virta tónleikahúsi Konzerthaus í Berlín á sunnudag. Tónleikagestir fögnuðu ákaft og lék Víkingur Heiðar tvö aukalög og hljómsveitin eitt. Tónleikarnir voru hápunktur á Íslandshátíð sem haldin var þar og jafnframt lokatónleikar hljómsveitarinnar á tónleikaferð hennar um Þýskaland og Austurríki þar sem haldnir voru fimm tónleikar í þremur borgum undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Tónleikaferðin er sú fyrsta þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er með íslenskan hljómsveitarstjóra og íslenskan einleikara í fararbroddi ásamt því að tvö íslensk tónverk eru í lykilhlutverki. Víkingur Heiðar Ólafsson, staðarlistamaður í Konzerthaus, lék einleik í píanókonsert eftir Daníel Bjarnason, Processions. Víkingur er kominn í hóp fremstu einleikara á heimsvísu og hlaut á dögunum hin virtu og eftirsóttu Gramophone-verðlaun sem listamaður ársins. Sinfóníuhljómsveitin lék einnig Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem er á góðri leið með að verða eitt mest flutta íslenska hljómsveitarverk síðari áratuga og hefur meðal annars hljómað í Elbphilharmonie í Hamborg og Royal Festival Hall í Lundúnum. Píanókonsert Daníels Bjarnasonar, Processions, var frumfluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2009 og í kjölfarið hefur konsertinn hljómað víða um heim og hlotið frábæra dóma Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitarinnar hófst með tónleikum í München áður en leikið var á þrennum tónleikum í Großes Festspielhaus í Salzburg.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Tónlistargagnrýni Víkingur Heiðar Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira