Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2019 20:00 Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. Kókaínneysla hefur aukist mikið að undanförnu hér á landi og þar að auki er efnið sterkara. Í kvölfréttum í gær sögðum við frá því læknar á Vogi og lögregla merki fjölgun þeirra sem sprauta sig með kókaíni í æð. Í nýliðinni viku lést karlmaður á fertugsaldri eftir að hafa fengið kókín í æð. Skjólstæðingar skaðaminnkunarverkefnissins Frú Ragnheiðar eru í auknum mæli farnir að nota kókaín í æð. Þróunin byrjaði í fyrra en um er að ræða þá sem áður notuðu rítalín og amfetamín í æð. „Og hún er enn meiri núna 2019 og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það er mun meiri ofskömmtunarhætta af kókaíni en af öðrum örvandi vímuefnum,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Rauði krossinn hafi brugðist við með því að innleiða ofskömmtunarforvarnir er varða notkun kókaíns í æð. Kókaín er talsvert dýrara en amfetamín. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ er meðalverð á grammi af kókaíni 14.600 krónur en grammið af amfetamíni kostar tæpar fjögur þúsund krónur. „Að öllum líkindum þá sjáum við að þeir sem eru að þróa með sér hvað erfiðasta kókaínvandann þurfa mikið að hafa fyrir því að fjármagna efnin,“ segir Svala. „Það er oft mikil skaðsemi sem tengist því bæði gagnvart þeim sjálfum og öllu samfélaginu okkar.“ Í þjóðmálaþættinum Víglínunni í gær kallaði dómsmálaráðherra eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og sagði að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Svala fagnar þessu en frumvarp á afglæpavæðingu á neysluskömmtun er nú til meðferðar á Alþingi og segir hún mikilvægt að það verði að lögum. Fólk með erfiðan vímuefnavanda verði að geta leitað til viðbragðsaðila án þess að óttast að neysluskammturinn verði gerður upptækur. „Það fyrsta sem fólk gerir er að fara fjármagna fyrir næsta skammti. Við vitum að það er gert með innbrotum og þjófnaði og sölu á efnum eða það sem við köllum kynferðislega vinnu,“ segir Svala. Fíkn Tengdar fréttir „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Fleiri fréttir Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Sjá meira
Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. Kókaínneysla hefur aukist mikið að undanförnu hér á landi og þar að auki er efnið sterkara. Í kvölfréttum í gær sögðum við frá því læknar á Vogi og lögregla merki fjölgun þeirra sem sprauta sig með kókaíni í æð. Í nýliðinni viku lést karlmaður á fertugsaldri eftir að hafa fengið kókín í æð. Skjólstæðingar skaðaminnkunarverkefnissins Frú Ragnheiðar eru í auknum mæli farnir að nota kókaín í æð. Þróunin byrjaði í fyrra en um er að ræða þá sem áður notuðu rítalín og amfetamín í æð. „Og hún er enn meiri núna 2019 og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það er mun meiri ofskömmtunarhætta af kókaíni en af öðrum örvandi vímuefnum,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Rauði krossinn hafi brugðist við með því að innleiða ofskömmtunarforvarnir er varða notkun kókaíns í æð. Kókaín er talsvert dýrara en amfetamín. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ er meðalverð á grammi af kókaíni 14.600 krónur en grammið af amfetamíni kostar tæpar fjögur þúsund krónur. „Að öllum líkindum þá sjáum við að þeir sem eru að þróa með sér hvað erfiðasta kókaínvandann þurfa mikið að hafa fyrir því að fjármagna efnin,“ segir Svala. „Það er oft mikil skaðsemi sem tengist því bæði gagnvart þeim sjálfum og öllu samfélaginu okkar.“ Í þjóðmálaþættinum Víglínunni í gær kallaði dómsmálaráðherra eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og sagði að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Svala fagnar þessu en frumvarp á afglæpavæðingu á neysluskömmtun er nú til meðferðar á Alþingi og segir hún mikilvægt að það verði að lögum. Fólk með erfiðan vímuefnavanda verði að geta leitað til viðbragðsaðila án þess að óttast að neysluskammturinn verði gerður upptækur. „Það fyrsta sem fólk gerir er að fara fjármagna fyrir næsta skammti. Við vitum að það er gert með innbrotum og þjófnaði og sölu á efnum eða það sem við köllum kynferðislega vinnu,“ segir Svala.
Fíkn Tengdar fréttir „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Fleiri fréttir Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Sjá meira
„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00