Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2019 10:54 Ragnar Jónsson, lögmaður og læknir, hefur kynnt sér málið á síðustu árum. Níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Þó að allir hafi vitað um málið á sínum tíma hefur það hins vegar lítið verið rætt í Vestmannaeyjum. Ragnar Jónsson, lögfræðingur og bæklunarlæknir, hefur kynnt sér málið og skrifaði um það grein í Læknablaðið fyrr á árinu. Hann mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi málið við umsjónarmenn þáttarins. „Það voru tuttugu lagðir inn á sjúkrahúsið og þetta var það kvalarfullt að málarateymi, sem var að mála sjúkrahúsið… Ópin voru svo mikil að þeir voru sendir heim, málararnir, á mánudeginum eftir Þjóðhátíð. Þetta heyrðist niður í bæ,“ segir Ragnar. Fundu tunnu á reki Í viðtalinu segir Ragnar að það hafi farið bátur á róður rétt fyrir Þjóðhátíð 1943 og fundið tunnu á reki rétt hjá Þrídröngum, vestan við Eyjar. „Það var vínandi í tunnunni, rétt um tvö hundruð lítrar. Þeir vissu ekki hvort þetta væri tréspíri eða venjulegur vínandi, en tóku hana í land, földu hana og reyndu svo að komast að því hvort þetta væri eitur eða drykkjarhæft. Þeir leituðu til apótekarans og læknisins til að reyna að greina innihaldið í tunnunni. Svo prófuðu þeir það á einum manni, sem var kallaður Láki í Turninum. Hann var með mikla reynslu af þessum efnum og honum virtist ekkert verða meint af. En það er líklega af því að hann drakk venjulegt vín með, sem „ballanserar“ út eituráhrifin. Þá keyrðu þeir á þetta, tóku 50 lítra hver heim, settu á flöskur og svo var farið með þær inn í dal þegar Þjóðhátíðin kom. Þeir gerðu það í þeirri trú að þetta væri grandalaust og væri ekki tréspíri,“ segir Ragnar. Hann lýsir því svo hvernig fólk hafi byrjað að veikjast. „Þjóðhátíðin byrjar á föstudegi, og svo gerir vont veður aðfaranótt laugardags þannig að það varð ekki jafnmikið um hátíðarhöld. Það hefur sjálfsagt bjargað mörgum mannslífum. Síðan heldur hátíðin áfram og þessu er dreift, drukkið og margir urðu veikir, lagðir inn á sjúkrahús. Margir urðu veikir úti í bæ.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvernig urðu menn veikir? „Tréspíri er eitraður. Það er sama lykt af honum og venjulegum vínanda – metanól og etanól. Það er erfitt að greina á milli. Bragðið svipað, áhrifin svipuð. Drukkin áhrif. Svo er tréspírinn eitraður þannig að hann eyðileggur sjóntaugina og taugarnar. Bara efnið sjálft. Þegar tréspírinn brotnar niður í líkamanum myndast maurasýra og formalín og fleiri efni sem eru snareitruð. Nýrun bila, taugakerfið bilar. Og menn deyja úr því að líkaminn verður allt of súr, sýrustigið lækkar og menn deyja á mjög kvalarfullan hátt.“ „Tréspíraharakiri“ Ragnar segir að sá síðasti sem hafi látist hafi verið skipstjórinn á bátnum sem hafði fundið tunnuna. Hann hafi gert sér grein fyrir afleiðingum fundarins og dreifingu spírans. Hafi hann því ákveðið að taka forlögin í eigin hendur. „Hann drakk spírann þar til að yfir lauk. Þetta hefur verið svona tréspíraharakiri.“ Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Myndin er tekin árið 2018.Vísir/sigurjón Ragnar segir rannsókn sína hafa byggt á hæstaréttardómi í málinu og svo viðtöl við á annan tug aldraðra Vestmannaeyinga. „Það sem mér þótti áhugavert var af hverju þetta lá svona lengi í þagnargildi. Það mátti ekki ræða þetta. Það segja allir það sama. „Mér kom þetta ekki við. Það var ekkert að tala um. Þetta var rosalega sorglegt.“ Það er svo sem þekkt í sjávarþorpum, menn sem hafa lent í sjávarháska. Þeim er ráðlagt: „Drífðu þig á sjóinn aftur. Verum ekkert að tala meira um þetta.“ Þetta er eins og áfallastreituröskun. Það eru skiptar skoðanir um það hvort eigi að ræða málin endalaust, kafa ofan í þau, eða láta kyrrt liggja.“ Hann segir að þrír hafi verið sóttir til saka vegna málsins. Tveir voru dæmdir og hlutu þeir sex og tólf mánaða fangelsi fyrir brot á áfengislögum og brot á hegningarlögum. Bítið Einu sinni var... Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Þó að allir hafi vitað um málið á sínum tíma hefur það hins vegar lítið verið rætt í Vestmannaeyjum. Ragnar Jónsson, lögfræðingur og bæklunarlæknir, hefur kynnt sér málið og skrifaði um það grein í Læknablaðið fyrr á árinu. Hann mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi málið við umsjónarmenn þáttarins. „Það voru tuttugu lagðir inn á sjúkrahúsið og þetta var það kvalarfullt að málarateymi, sem var að mála sjúkrahúsið… Ópin voru svo mikil að þeir voru sendir heim, málararnir, á mánudeginum eftir Þjóðhátíð. Þetta heyrðist niður í bæ,“ segir Ragnar. Fundu tunnu á reki Í viðtalinu segir Ragnar að það hafi farið bátur á róður rétt fyrir Þjóðhátíð 1943 og fundið tunnu á reki rétt hjá Þrídröngum, vestan við Eyjar. „Það var vínandi í tunnunni, rétt um tvö hundruð lítrar. Þeir vissu ekki hvort þetta væri tréspíri eða venjulegur vínandi, en tóku hana í land, földu hana og reyndu svo að komast að því hvort þetta væri eitur eða drykkjarhæft. Þeir leituðu til apótekarans og læknisins til að reyna að greina innihaldið í tunnunni. Svo prófuðu þeir það á einum manni, sem var kallaður Láki í Turninum. Hann var með mikla reynslu af þessum efnum og honum virtist ekkert verða meint af. En það er líklega af því að hann drakk venjulegt vín með, sem „ballanserar“ út eituráhrifin. Þá keyrðu þeir á þetta, tóku 50 lítra hver heim, settu á flöskur og svo var farið með þær inn í dal þegar Þjóðhátíðin kom. Þeir gerðu það í þeirri trú að þetta væri grandalaust og væri ekki tréspíri,“ segir Ragnar. Hann lýsir því svo hvernig fólk hafi byrjað að veikjast. „Þjóðhátíðin byrjar á föstudegi, og svo gerir vont veður aðfaranótt laugardags þannig að það varð ekki jafnmikið um hátíðarhöld. Það hefur sjálfsagt bjargað mörgum mannslífum. Síðan heldur hátíðin áfram og þessu er dreift, drukkið og margir urðu veikir, lagðir inn á sjúkrahús. Margir urðu veikir úti í bæ.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvernig urðu menn veikir? „Tréspíri er eitraður. Það er sama lykt af honum og venjulegum vínanda – metanól og etanól. Það er erfitt að greina á milli. Bragðið svipað, áhrifin svipuð. Drukkin áhrif. Svo er tréspírinn eitraður þannig að hann eyðileggur sjóntaugina og taugarnar. Bara efnið sjálft. Þegar tréspírinn brotnar niður í líkamanum myndast maurasýra og formalín og fleiri efni sem eru snareitruð. Nýrun bila, taugakerfið bilar. Og menn deyja úr því að líkaminn verður allt of súr, sýrustigið lækkar og menn deyja á mjög kvalarfullan hátt.“ „Tréspíraharakiri“ Ragnar segir að sá síðasti sem hafi látist hafi verið skipstjórinn á bátnum sem hafði fundið tunnuna. Hann hafi gert sér grein fyrir afleiðingum fundarins og dreifingu spírans. Hafi hann því ákveðið að taka forlögin í eigin hendur. „Hann drakk spírann þar til að yfir lauk. Þetta hefur verið svona tréspíraharakiri.“ Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Myndin er tekin árið 2018.Vísir/sigurjón Ragnar segir rannsókn sína hafa byggt á hæstaréttardómi í málinu og svo viðtöl við á annan tug aldraðra Vestmannaeyinga. „Það sem mér þótti áhugavert var af hverju þetta lá svona lengi í þagnargildi. Það mátti ekki ræða þetta. Það segja allir það sama. „Mér kom þetta ekki við. Það var ekkert að tala um. Þetta var rosalega sorglegt.“ Það er svo sem þekkt í sjávarþorpum, menn sem hafa lent í sjávarháska. Þeim er ráðlagt: „Drífðu þig á sjóinn aftur. Verum ekkert að tala meira um þetta.“ Þetta er eins og áfallastreituröskun. Það eru skiptar skoðanir um það hvort eigi að ræða málin endalaust, kafa ofan í þau, eða láta kyrrt liggja.“ Hann segir að þrír hafi verið sóttir til saka vegna málsins. Tveir voru dæmdir og hlutu þeir sex og tólf mánaða fangelsi fyrir brot á áfengislögum og brot á hegningarlögum.
Bítið Einu sinni var... Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent