Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brú Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2019 20:43 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong. Vísir/Getty Lögreglumaður var skotinn með ör í fótinn í mótmælum í HongKong í dag. Mótmælendur söfnuðust saman við tækniháskóla í borginni og kveiktu elda í nágrenninu til að hindra aðgengi lögreglu. Þá var múrsteinum og bensínsprengjum varpað í átt að lögreglu sem beitti táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur. Í yfirlýsingu frá háskólanum voru mótmælendur beðnir um að yfirgefa svæðið sem er sagt illa farið eftir aðgerðirnar. Mótmælendur er sagðir hafa skýlt sér á bak við regnhlífar á göngubrú hjá skólanum og síðan kveikt í hlutum sem lágu á brúnni. Úr varð mikil bál sem hamlaði aðgengi óeirðalögreglumanna að mótmælendunum. Einnig var kveikt í lögreglubifreið sem var á brúnni. Reuters fréttastofan greinir frá því að lögreglan hafi hótað því að beita skotvopnum ef „óeirðaseggir“ myndu beita lögreglu ofbeldi eða notast við bannvæn vopn. Jesus! An armoured vehicle of the #HongKong police tries to break into the Poly University gets literally bombarded with molotov cocktails pic.twitter.com/NDybGIXNIs— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 17, 2019 Margir óttast að komi til blóðugra átaka milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin voru nokkuð friðsamari annars staðar í borginni þar sem fólk hélst í hendur og söng þjóðlög. Aukin harka hefur færst í mótmælin í HongKong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá HongKong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Hong Kong Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Lögreglumaður var skotinn með ör í fótinn í mótmælum í HongKong í dag. Mótmælendur söfnuðust saman við tækniháskóla í borginni og kveiktu elda í nágrenninu til að hindra aðgengi lögreglu. Þá var múrsteinum og bensínsprengjum varpað í átt að lögreglu sem beitti táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur. Í yfirlýsingu frá háskólanum voru mótmælendur beðnir um að yfirgefa svæðið sem er sagt illa farið eftir aðgerðirnar. Mótmælendur er sagðir hafa skýlt sér á bak við regnhlífar á göngubrú hjá skólanum og síðan kveikt í hlutum sem lágu á brúnni. Úr varð mikil bál sem hamlaði aðgengi óeirðalögreglumanna að mótmælendunum. Einnig var kveikt í lögreglubifreið sem var á brúnni. Reuters fréttastofan greinir frá því að lögreglan hafi hótað því að beita skotvopnum ef „óeirðaseggir“ myndu beita lögreglu ofbeldi eða notast við bannvæn vopn. Jesus! An armoured vehicle of the #HongKong police tries to break into the Poly University gets literally bombarded with molotov cocktails pic.twitter.com/NDybGIXNIs— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 17, 2019 Margir óttast að komi til blóðugra átaka milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin voru nokkuð friðsamari annars staðar í borginni þar sem fólk hélst í hendur og söng þjóðlög. Aukin harka hefur færst í mótmælin í HongKong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá HongKong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi.
Hong Kong Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira