„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2019 07:50 Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur. Stöð 2/Einar Árnason. Mýrdalshreppur stendur frammi fyrir áskorunum með mestu fólksfjölgun á landinu og hæsta hlutfall erlendra íbúa, sem Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri lýsir í í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 18. nóvember, en þar verður Vík í Mýrdal heimsótt. Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. Elías Guðmundsson segir frá uppbyggingunni, sem hann hefur staðið fyrir, en hann er orðinn sá umsvifamesti í ferðaþjónustugeiranum í Vík.Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Litið verður inn í kaffi hjá öldungaráðinu, hópi eldri borgara, sem hittast reglulega til að kryfja þjóðmálin. Við kynnumst markverðu starfi félagsskaparins Fjörulalla og skoðum listasmíði módelsmiðs. Fjórmenningarnir sem reka fyrirtækið Zip-line segja frá línubruninu og svifvængjafluginu og draumi sínum um að gera Vík að ævintýraþorpi Íslands. Við spyrjum einnig hvað hjólabátar, sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél eru að gera í þorpinu.Daníel Óliver Sveinsson flutti frá Svíþjóð til að stofna súpuveitingastað í Vík.Mynd/Einar Árnason.„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi,“ segir Daníel Óliver Sveinsson, en hann stofnaði veitingastaðinn The Soup Company í Vík í Mýrdal í fyrra. Við heyrum hversvegna Mýrdælingar eru montnir af golfvellinum sínum en þeir segjast spila golf allt árið. „Við erum náttúrlega nær Miðjarðarhafinu en restin af landinu,“ segir Anna Huld Óskarsdóttir, formaður Golfklúbbsins í Vík. Þátturinn um Vík er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10, strax að loknum fréttum og Íslandi í dag. Hér má sjá brot úr þættinum: Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Mýrdalshreppur stendur frammi fyrir áskorunum með mestu fólksfjölgun á landinu og hæsta hlutfall erlendra íbúa, sem Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri lýsir í í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 18. nóvember, en þar verður Vík í Mýrdal heimsótt. Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. Elías Guðmundsson segir frá uppbyggingunni, sem hann hefur staðið fyrir, en hann er orðinn sá umsvifamesti í ferðaþjónustugeiranum í Vík.Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Litið verður inn í kaffi hjá öldungaráðinu, hópi eldri borgara, sem hittast reglulega til að kryfja þjóðmálin. Við kynnumst markverðu starfi félagsskaparins Fjörulalla og skoðum listasmíði módelsmiðs. Fjórmenningarnir sem reka fyrirtækið Zip-line segja frá línubruninu og svifvængjafluginu og draumi sínum um að gera Vík að ævintýraþorpi Íslands. Við spyrjum einnig hvað hjólabátar, sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél eru að gera í þorpinu.Daníel Óliver Sveinsson flutti frá Svíþjóð til að stofna súpuveitingastað í Vík.Mynd/Einar Árnason.„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi,“ segir Daníel Óliver Sveinsson, en hann stofnaði veitingastaðinn The Soup Company í Vík í Mýrdal í fyrra. Við heyrum hversvegna Mýrdælingar eru montnir af golfvellinum sínum en þeir segjast spila golf allt árið. „Við erum náttúrlega nær Miðjarðarhafinu en restin af landinu,“ segir Anna Huld Óskarsdóttir, formaður Golfklúbbsins í Vík. Þátturinn um Vík er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10, strax að loknum fréttum og Íslandi í dag. Hér má sjá brot úr þættinum:
Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34