Golf

Haukur kjörinn forseti Evrópska golfsambandsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur hefur setið í framkvæmdastjórn EGA síðan 2015.
Haukur hefur setið í framkvæmdastjórn EGA síðan 2015. vísir/daníel
Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, var í dag kjörinn forseti Evrópska golfsambandsins, EGA.

Haukur verður forseti EGA til 2021. Hann tók formlega við embættinu af Pierre Bechmann á ársþingi EGA í Chantilly í Frakklandi í dag.

„Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa okkur hér á landi enn meiri byr í seglin,“ segir Haukur Örn á golf.is.

Haukur hefur setið í framkvæmdastjórn EGA frá 2015. Undanfarin tvö ár hefur hann gengt embætti verðandi forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×