Bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 19:32 Rappsveitin Reykjavíkurdætur og Jón G. Friðjónsson prófessor voru heiðruð í dag á degi íslenskrar tungu. Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að kynna áform í þágu íslensku- og lestrarkennslu um mánaðamótin. Á glerhjúpi Hörpu birtist glóandi orðalistaverk síðdegis í dag að lokinni fjölbreyttri dagskrá í Gamla bíói í tilefni af degi íslenskrar tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitt prófessor Jóni G. Friðjónssyni verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag hans til íslenskrar tungu. „Prófessor Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði í Háskóla Íslands og samið kennsluefni um áratuga skeið, svo segja má að allflestir íslenskufræðingar og aðrir sem láta sig íslenska tungu einhverju varða þekki verk hans og hafi notið leiðsagnar hans á einn eða annan hátt,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Jón segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar. „Íslensk tunga hún verður að þola breytingar á hverjum tíma,“ segir Jón. Þá fengu Reykjavíkurdætur sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa náð að koma reynsluheimi ungs fólks í orð svo eftir sé tekið. „Við erum fullar af stolti og auðmjúkar og glaðar,“ segir Reykjavíkurdóttirin Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Mæður í hópnum segjast leggja mikið upp úr góðu íslenskuuppeldi. „Við lesum á hverjum degi og tölum bara íslensku og ekkert Youtube,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Reykjavíkurdóttirin Þura Stína segir rappið vera góða leið til að miðla íslenskri tungu. „Það er bara mjög sterk leið til að koma tungumálinu okkar á framfæri, sérstaklega erlendis því við spilum í rauninni bara þar,“ segir Þura Stína. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir fagnaðarefni að ný rannsókn bendi til þess að lestur sé að aukast. „Lesturinn mun tryggja það að tungumálið okkar lifi,“ segir Lilja. Spurð hvort einhver áform séu fyrirhuguð af hálfu stjórnvalda til að bregðast við lakri lestrarkunnáttu í hópi drengja og meðal þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli segir Lilja svo vera. „Það eru mjög spennandi áform í þeim efnum og þau verða kynnt í byrjun desember,“ segir Lilja. Íslenska á tækniöld Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Rappsveitin Reykjavíkurdætur og Jón G. Friðjónsson prófessor voru heiðruð í dag á degi íslenskrar tungu. Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að kynna áform í þágu íslensku- og lestrarkennslu um mánaðamótin. Á glerhjúpi Hörpu birtist glóandi orðalistaverk síðdegis í dag að lokinni fjölbreyttri dagskrá í Gamla bíói í tilefni af degi íslenskrar tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitt prófessor Jóni G. Friðjónssyni verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag hans til íslenskrar tungu. „Prófessor Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði í Háskóla Íslands og samið kennsluefni um áratuga skeið, svo segja má að allflestir íslenskufræðingar og aðrir sem láta sig íslenska tungu einhverju varða þekki verk hans og hafi notið leiðsagnar hans á einn eða annan hátt,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Jón segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar. „Íslensk tunga hún verður að þola breytingar á hverjum tíma,“ segir Jón. Þá fengu Reykjavíkurdætur sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa náð að koma reynsluheimi ungs fólks í orð svo eftir sé tekið. „Við erum fullar af stolti og auðmjúkar og glaðar,“ segir Reykjavíkurdóttirin Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Mæður í hópnum segjast leggja mikið upp úr góðu íslenskuuppeldi. „Við lesum á hverjum degi og tölum bara íslensku og ekkert Youtube,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Reykjavíkurdóttirin Þura Stína segir rappið vera góða leið til að miðla íslenskri tungu. „Það er bara mjög sterk leið til að koma tungumálinu okkar á framfæri, sérstaklega erlendis því við spilum í rauninni bara þar,“ segir Þura Stína. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir fagnaðarefni að ný rannsókn bendi til þess að lestur sé að aukast. „Lesturinn mun tryggja það að tungumálið okkar lifi,“ segir Lilja. Spurð hvort einhver áform séu fyrirhuguð af hálfu stjórnvalda til að bregðast við lakri lestrarkunnáttu í hópi drengja og meðal þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli segir Lilja svo vera. „Það eru mjög spennandi áform í þeim efnum og þau verða kynnt í byrjun desember,“ segir Lilja.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira