Ísland ítrekar skuldbindingar á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðismála Heimsljós kynnir 14. nóvember 2019 16:00 Kristín Árnadóttir sendiherra á ráðstefnunni í Kenya Fulltrúar Íslands áréttuðu áform ríkisstjórnarinnar um auknar aðgerðir á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis á alþjóðaráðstefnu um mannfjölda og þróun í Naíróbí í Kenya. Á fundum þeirra samhliða ráðstefnunni voru jafnréttis- og heilbrigðismál í brennidepli. Alþjóðaráðstefnu um mannfjölda og þróun (Nairobi Summit on ICPD25) lauk í dag í Naíróbí í Kenya. Fulltrúar yfir 130 ríkja tóku þátt í ráðstefnunni í Nairobi, auk fulltrúa fjölmargra samtaka og fyrirtækja. Þátttaka háttsettra afrískra ráðamanna á ráðstefnunni þykir sýna aukinn stuðning við þetta málefni sem hefur þótt umdeilt á alþjóðavettvangi. Á ráðstefnunni var fylgt eftir áætlun sem samþykkt var á ráðstefnu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem fram fór í Kaíró fyrir 25 árum. Sú ráðstefna markaði tímamót því þar voru kyn- og frjósemisheilbrigði og -réttindi sett í forgrunn í tengslum við vinnu vegna mannfjöldaþróunar í heiminum. Ísland hefur á undanförnum árum aukið mjög stuðning við UNFPA en hún er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu samkvæmt þróunarsamvinnustefnu sem Alþingi samþykkti fyrr á þessu ári. Kristín Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála, flutti á ráðstefnunni yfirlýsingu fyrir hönd Íslands þar sem kynnt voru áform ríkisstjórnarinnar um frekari aðgerðir á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Í yfirlýsingunni kom fram að Ísland stendur fast við fyrri yfirlýsingar og skuldbindingar á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, bæði alþjóðlega og heima fyrir. Þá gerði Kristín grein fyrir aðgerðum Ísland í Malaví og Sýrlandi og auknum framlögum til Malaví. Kristín tók auk þess þátt í pallborðsumræðu á ráðstefnunni, A Feminist Approach to Humanitarian Action. þar sem hún greindi meðal annars frá áherslum Íslands í mannúðarmálum og verkefni sem Ísland styrkir í Tyrklandi um valdeflingu sýrlenskra flóttakvenna. Umrætt verkefni hlaut nýlega friðarverðlaunin Paris Peace Forum. Í tengslum við ráðstefnuna áttu fulltrúar Íslands fund með Meseret Teklemariam Zemedkun, forstöðukonu í orku- og jafnfréttismálum hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) þar sem samstarfsverkfni Íslands og UNEP á sviði jarðhita og jafnréttis voru meðal annars til umræðu. Þá funduðu fulltrúarnir með Nafissatou J. Diop, verkefnisstjóra hjá UNFPA, en Ísland hefur til margra ára styrkt verkefni stofnunarinnar sem miðar að því að uppræta limlestingu á kynfærum kvenna. Fulltrúarnir áttu jafnframt fund með Peter Kumpalume heilbrigðisráðherra Malaví og malavískum fulltrúum UNFPA þar sem þeir ræddu samvinnu íslenskra stjórnvalda og Malaví og aukin framlög Íslands til verkefna þar á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Ísland hefur átt í farsælu samstarfi á sviði tvíhliða samskipta og þróunarsamvinnu við Malaví frá árinu 1989. Loks funduðu fulltrúarnir með dr. Kim Dickson, forstöðukonu UNFPA í Síerra Leóne, og Vicky the Poet, ellefu ára gamalli baráttukonu og ljóðskáldi frá Síerra Leóne. Á fundinum ræddu þau stöðu jafnréttismála í landinu og möguleika á þróunarsamvinnu við Ísland en auk þess flutti Vicky frumsamið ljóð um barnahjónabönd. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Kenía Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
Fulltrúar Íslands áréttuðu áform ríkisstjórnarinnar um auknar aðgerðir á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis á alþjóðaráðstefnu um mannfjölda og þróun í Naíróbí í Kenya. Á fundum þeirra samhliða ráðstefnunni voru jafnréttis- og heilbrigðismál í brennidepli. Alþjóðaráðstefnu um mannfjölda og þróun (Nairobi Summit on ICPD25) lauk í dag í Naíróbí í Kenya. Fulltrúar yfir 130 ríkja tóku þátt í ráðstefnunni í Nairobi, auk fulltrúa fjölmargra samtaka og fyrirtækja. Þátttaka háttsettra afrískra ráðamanna á ráðstefnunni þykir sýna aukinn stuðning við þetta málefni sem hefur þótt umdeilt á alþjóðavettvangi. Á ráðstefnunni var fylgt eftir áætlun sem samþykkt var á ráðstefnu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem fram fór í Kaíró fyrir 25 árum. Sú ráðstefna markaði tímamót því þar voru kyn- og frjósemisheilbrigði og -réttindi sett í forgrunn í tengslum við vinnu vegna mannfjöldaþróunar í heiminum. Ísland hefur á undanförnum árum aukið mjög stuðning við UNFPA en hún er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu samkvæmt þróunarsamvinnustefnu sem Alþingi samþykkti fyrr á þessu ári. Kristín Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála, flutti á ráðstefnunni yfirlýsingu fyrir hönd Íslands þar sem kynnt voru áform ríkisstjórnarinnar um frekari aðgerðir á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Í yfirlýsingunni kom fram að Ísland stendur fast við fyrri yfirlýsingar og skuldbindingar á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, bæði alþjóðlega og heima fyrir. Þá gerði Kristín grein fyrir aðgerðum Ísland í Malaví og Sýrlandi og auknum framlögum til Malaví. Kristín tók auk þess þátt í pallborðsumræðu á ráðstefnunni, A Feminist Approach to Humanitarian Action. þar sem hún greindi meðal annars frá áherslum Íslands í mannúðarmálum og verkefni sem Ísland styrkir í Tyrklandi um valdeflingu sýrlenskra flóttakvenna. Umrætt verkefni hlaut nýlega friðarverðlaunin Paris Peace Forum. Í tengslum við ráðstefnuna áttu fulltrúar Íslands fund með Meseret Teklemariam Zemedkun, forstöðukonu í orku- og jafnfréttismálum hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) þar sem samstarfsverkfni Íslands og UNEP á sviði jarðhita og jafnréttis voru meðal annars til umræðu. Þá funduðu fulltrúarnir með Nafissatou J. Diop, verkefnisstjóra hjá UNFPA, en Ísland hefur til margra ára styrkt verkefni stofnunarinnar sem miðar að því að uppræta limlestingu á kynfærum kvenna. Fulltrúarnir áttu jafnframt fund með Peter Kumpalume heilbrigðisráðherra Malaví og malavískum fulltrúum UNFPA þar sem þeir ræddu samvinnu íslenskra stjórnvalda og Malaví og aukin framlög Íslands til verkefna þar á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Ísland hefur átt í farsælu samstarfi á sviði tvíhliða samskipta og þróunarsamvinnu við Malaví frá árinu 1989. Loks funduðu fulltrúarnir með dr. Kim Dickson, forstöðukonu UNFPA í Síerra Leóne, og Vicky the Poet, ellefu ára gamalli baráttukonu og ljóðskáldi frá Síerra Leóne. Á fundinum ræddu þau stöðu jafnréttismála í landinu og möguleika á þróunarsamvinnu við Ísland en auk þess flutti Vicky frumsamið ljóð um barnahjónabönd. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Kenía Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent