Ætla efnisveitur Disney og Apple að láta Íslendinga bíða eftir sér? Heiðar Sumarliðason skrifar 15. nóvember 2019 09:30 The Mandalorian er flaggskipsþáttur Disney+. Tvær nýjar efnisveitur, Apple TV+ og Disney+, hafa litið dagsins ljós í þessum mánuði. Apple TV+ er nú þegar aðgengileg í meira en hundrað löndum, á meðan Disney-stöðin er eins og sakir standa aðeins í boði fyrir íbúa Bandaríkjanna, Kanada og Hollands. Nokkur Evrópulönd munu bætast í hópinn hjá Disney 31. mars á næsta ári og fleiri lönd fylgja í kjölfarið. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvort, eða hvenær, Íslendingar fá aðgang að veitunum. Miðað við hve langan tíma það tók Netflix og Amazon Prime að ná Íslandsströndum gæti enn um sinn orðið einhver bið á komu nýju veitanna. Þó er líklegt að Apple TV+ opni fyrir íslenskum áhorfendum fyrr en síðar en koma Disney strandar sennilega eins og sakir standa á réttindamálum yfir kvikmyndir. Ekki hafa allar efnisveitur enn ratað til íslenskra neytenda.Kaup Disney á Fox, Lucasfilm og Marvel hafa gert það að verkum að Mikki mús og co. eiga nú enn stærra safn vinsælla kvikmynda og sjónvarpsþátta en áður og nýta sér það til að afla sér áskrifenda. Áhorfendur fá einnig aðgang að nýjum sjónvarpsþáttum, þó lítið sé um nýtt leikið efni. Mest áhersla er lögð á nýjar fjölskyldukvikmyndir, sem og heimildaþáttaraðir og raunveruleikasjónvarp á borð við Encore!, Imagineering Story, Marvel´s Hero Project og The World According to Jeff Goldblum. Flaggskip dagskrár Disney+ er þó fyrsta leikna Star Wars sjónvarpsþáttaröðin, The Mandolorian. Viðbrögð þeirra sem hafa tjáð sig um þáttinn á Internetinu hafa verið í jákvæðari kantinum.The Mandalorian hefur hlotið ágætar viðtökur.Þó þessar nýju efnisveitur séu ekki enn formlega komnar til Íslands hefur það ekki stöðvað fólk í að sækja sér áskrift. Til að mynda var eitt af hverjum sex íslenskum heimilum með aðgang að Netflix áður en hægt var að gera það eftir samþykktum leiðum. Þar spilaði inn í útbreidd kunnátta fólks í notkun VPN forrita, sem gabba vefþjóna og láta þá halda að notandinn sé í öðru landi en í raun og veru. Því má gera ráð fyrir að einhverjir Íslendingar sem hafa áhuga á þessum nýju efnisveitum muni finna leiðir til að sækja þjónustu þeirra, en notkun efnisveita er nú þegar ótrúlega útbreidd hér á landi. Auk Netflix og Amazon Prime streyma Stöð 2 Maraþon og Síminn Premium efni til áskrifenda sinna. Einnig hefur skandivíska efnisveitan Viaplay tilkynnt komu sína á Íslandsmarkað á næsta ári. Apple Disney Stjörnubíó Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tvær nýjar efnisveitur, Apple TV+ og Disney+, hafa litið dagsins ljós í þessum mánuði. Apple TV+ er nú þegar aðgengileg í meira en hundrað löndum, á meðan Disney-stöðin er eins og sakir standa aðeins í boði fyrir íbúa Bandaríkjanna, Kanada og Hollands. Nokkur Evrópulönd munu bætast í hópinn hjá Disney 31. mars á næsta ári og fleiri lönd fylgja í kjölfarið. Enn hefur ekki verið tilkynnt hvort, eða hvenær, Íslendingar fá aðgang að veitunum. Miðað við hve langan tíma það tók Netflix og Amazon Prime að ná Íslandsströndum gæti enn um sinn orðið einhver bið á komu nýju veitanna. Þó er líklegt að Apple TV+ opni fyrir íslenskum áhorfendum fyrr en síðar en koma Disney strandar sennilega eins og sakir standa á réttindamálum yfir kvikmyndir. Ekki hafa allar efnisveitur enn ratað til íslenskra neytenda.Kaup Disney á Fox, Lucasfilm og Marvel hafa gert það að verkum að Mikki mús og co. eiga nú enn stærra safn vinsælla kvikmynda og sjónvarpsþátta en áður og nýta sér það til að afla sér áskrifenda. Áhorfendur fá einnig aðgang að nýjum sjónvarpsþáttum, þó lítið sé um nýtt leikið efni. Mest áhersla er lögð á nýjar fjölskyldukvikmyndir, sem og heimildaþáttaraðir og raunveruleikasjónvarp á borð við Encore!, Imagineering Story, Marvel´s Hero Project og The World According to Jeff Goldblum. Flaggskip dagskrár Disney+ er þó fyrsta leikna Star Wars sjónvarpsþáttaröðin, The Mandolorian. Viðbrögð þeirra sem hafa tjáð sig um þáttinn á Internetinu hafa verið í jákvæðari kantinum.The Mandalorian hefur hlotið ágætar viðtökur.Þó þessar nýju efnisveitur séu ekki enn formlega komnar til Íslands hefur það ekki stöðvað fólk í að sækja sér áskrift. Til að mynda var eitt af hverjum sex íslenskum heimilum með aðgang að Netflix áður en hægt var að gera það eftir samþykktum leiðum. Þar spilaði inn í útbreidd kunnátta fólks í notkun VPN forrita, sem gabba vefþjóna og láta þá halda að notandinn sé í öðru landi en í raun og veru. Því má gera ráð fyrir að einhverjir Íslendingar sem hafa áhuga á þessum nýju efnisveitum muni finna leiðir til að sækja þjónustu þeirra, en notkun efnisveita er nú þegar ótrúlega útbreidd hér á landi. Auk Netflix og Amazon Prime streyma Stöð 2 Maraþon og Síminn Premium efni til áskrifenda sinna. Einnig hefur skandivíska efnisveitan Viaplay tilkynnt komu sína á Íslandsmarkað á næsta ári.
Apple Disney Stjörnubíó Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp