Samherji hrærði í Skaupinu Sylvía Hall skrifar 13. nóvember 2019 18:26 Handritshöfundateymi Skaupsins í ár. Óhætt er að segja að umfjöllun um mál Samherja í Namibíu og ásakanir um að fyrirtækið hafi borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi sé nú þegar orðin að einu stærsta máli ársins þegar stutt er eftir af árinu 2019. Tímasetningin vekur athygli fyrir þær sakir að málið kemur upp á svipuðum tíma og hið fræga Klaustursmál í fyrra, einmitt þegar verið er að leggja lokahönd á Áramótaskaupið. „Þetta hrærði í okkur eins og örugglega flestum. Það eru ýmsar hugmyndir komnar upp en það er engin krísa,“ segir Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins, í samtali við Vísi. Teymið hafi lært af þeim sem sáu um Skaupið í fyrra þegar Klaustursmálið kom upp. „Út af þessu sem gerðist í fyrra og hefur gerst áður þá erum við með plan ef eitthvað svona skyldi gerast,“ segir Reynir og vísar þar til þess þegar handritshöfundateymi síðasta árs þurfti skyndilega að bregðast við upptökum af samtali þingmannanna á Klaustur. Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Skaupsins í fyrra, sagði tímasetninguna vera óheppilega þar sem tökur væru komnar vel á veg.Sjá einnig: „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“Reynir segir Skaupið enn vera í fullri vinnslu og stefnt er að því að ljúka tökum í byrjun desember. Hann bendir á að ekki sé útilokað að fleiri stórmál komi upp og því sé teymið undir allt búið.Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins í ár.„Við í Skaupinu erum undirbúin. Við lifum ekki í þeirri lygi að Ísland sé hundrað prósent saklaust.“ Áramótaskaupið er vafalaust vinsælasta sjónvarpsefni ársins og stór hluti af áramótum allra Íslendinga. Þrátt fyrir að allra augu séu á Skaupinu segist Reynir ekki vera með magasár yfir verkefninu, allavega ekki enn sem komið er. „Maður náttúrulega fer ekki út í að gera áramótaskaupið ef maður er mikið að pæla í hvað öðrum finnst,“ segir Reynir léttur og bætir við að markmiðið sé fyrst og fremst að skemmta landsmönnum. „Vonandi á þetta eftir að gleðja og skemmta fólki um áramótin.“ Áramótaskaupið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Ungt fólk ljær Skaupinu ferskan blæ í ár Reynir Lyngdal mun leikstýra fjölbreyttum hópi listamanna sem koma að Áramótaskaupinu í ár, 12. ágúst 2019 13:17 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Óhætt er að segja að umfjöllun um mál Samherja í Namibíu og ásakanir um að fyrirtækið hafi borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi sé nú þegar orðin að einu stærsta máli ársins þegar stutt er eftir af árinu 2019. Tímasetningin vekur athygli fyrir þær sakir að málið kemur upp á svipuðum tíma og hið fræga Klaustursmál í fyrra, einmitt þegar verið er að leggja lokahönd á Áramótaskaupið. „Þetta hrærði í okkur eins og örugglega flestum. Það eru ýmsar hugmyndir komnar upp en það er engin krísa,“ segir Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins, í samtali við Vísi. Teymið hafi lært af þeim sem sáu um Skaupið í fyrra þegar Klaustursmálið kom upp. „Út af þessu sem gerðist í fyrra og hefur gerst áður þá erum við með plan ef eitthvað svona skyldi gerast,“ segir Reynir og vísar þar til þess þegar handritshöfundateymi síðasta árs þurfti skyndilega að bregðast við upptökum af samtali þingmannanna á Klaustur. Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Skaupsins í fyrra, sagði tímasetninguna vera óheppilega þar sem tökur væru komnar vel á veg.Sjá einnig: „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“Reynir segir Skaupið enn vera í fullri vinnslu og stefnt er að því að ljúka tökum í byrjun desember. Hann bendir á að ekki sé útilokað að fleiri stórmál komi upp og því sé teymið undir allt búið.Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins í ár.„Við í Skaupinu erum undirbúin. Við lifum ekki í þeirri lygi að Ísland sé hundrað prósent saklaust.“ Áramótaskaupið er vafalaust vinsælasta sjónvarpsefni ársins og stór hluti af áramótum allra Íslendinga. Þrátt fyrir að allra augu séu á Skaupinu segist Reynir ekki vera með magasár yfir verkefninu, allavega ekki enn sem komið er. „Maður náttúrulega fer ekki út í að gera áramótaskaupið ef maður er mikið að pæla í hvað öðrum finnst,“ segir Reynir léttur og bætir við að markmiðið sé fyrst og fremst að skemmta landsmönnum. „Vonandi á þetta eftir að gleðja og skemmta fólki um áramótin.“
Áramótaskaupið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Ungt fólk ljær Skaupinu ferskan blæ í ár Reynir Lyngdal mun leikstýra fjölbreyttum hópi listamanna sem koma að Áramótaskaupinu í ár, 12. ágúst 2019 13:17 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Ungt fólk ljær Skaupinu ferskan blæ í ár Reynir Lyngdal mun leikstýra fjölbreyttum hópi listamanna sem koma að Áramótaskaupinu í ár, 12. ágúst 2019 13:17