Erlent

Fráfarandi sjávar­út­vegs­ráð­herra Namibíu sver af sér spillingu

Sylvía Hall skrifar
Bernhard Esau segir engin sönnunargögn bendla hann við mútugreiðslur eða aðra vafasama háttsemi.
Bernhard Esau segir engin sönnunargögn bendla hann við mútugreiðslur eða aðra vafasama háttsemi. Twitter/The Namibian
Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu sem sagði af sér fyrr í dag vegna umfjöllunar um mál Samherja í landinu, segist ekki vera spilltur. Hann segir ásakanir í sinn garð vera lið í ófrægingarherferð gegn sér og SWAPO-flokknum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Esau og er fjallað um málið á vef The Namibian. Hann segir jafnframt engin sönnunargögn vera til staðar sem sýni fram á að hann hafi þegið mútur frá sjávarútvegsfyrirtækjum í því skyni að umbuna þeim með fiskveiðikvótum.

Sjá einnig: Segja af sér í skugga Samherjaskandals

Ásakanirnar eru að sögn Esau ekkert annað en herferð fjölmiðla gegn honum. Tengsl hans við mútur og aðra spillta háttsemi í starfi sínu sem sjávarútvegsráðherra séu því ekkert annað en uppspuni fjölmiðla og andófsmanna hans.

Greint var frá afsögn ráðherrans og dómsmálaráðherra landsins í þarlendum fjölmiðlum um hádegisbil í dag. Namibískir fjölmiðlar höfðu þá áður greint frá því í morgun að forseti landsins. Hage Geingob, hefði haft í hyggju að reka ráðherrana tvo.


Tengdar fréttir

Samherjamálið skref fyrir skref

Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×