Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. Greint er frá þessu á Twitter-reikningin namibíska dagblaðsins The Namibian Sun.
Namibískir fjölmiðlar höfðu greint frá því í morgun að forseti landsins. Hage Geingob, hefði haft í hyggju að reka ráðherrana tvo.
Dómsmálaráðherrann fráfarandi heitir Sacky Shangala en sjávarútvegsráðherrann fráfarandi er Bernhardt Esau.
Samherji er miðdepill ásakana um háar mútugreiðslur vegna úthlutunar kvóta á fiskimiðum Namibíu. Fram hefur komið að mútugreiðslurnar nema rúmum milljarði íslenskra króna á árunum 2012 til 2018.
Fram hefur komið að þeir sem þáðu hinar meintu mútugreiðslu séu Esau, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, sem starfaði sem ráðgjafi fyrir Samherja, James Hatukulipi, stjórnarformaður í ríkisfyrirtækinu Fishcor og Shangala. Sá fimmti sem nefndur er sem hugsanlegur mútuþegi er Mike Nghipunya, framkvæmdastjóri Fishcor.
Segja af sér í skugga Samherjaskandals
Tengdar fréttir
Forseti Namibíu vill Shanghala og Esau úr ríkisstjórninni
Namibian Sun heldur því fram að Hage Geingob vilji reka tvo ráðherra í kjölfar Samherjaskjalanna.