Útbúðu svefnherbergið fyrir góðan svefn Björk Eiðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 08:30 Í bók sinni The Art of Sleeping segist Rob Hobson hafa lært að svefnherbergisumhverfið skipti miklu máli fyrir góðan nætursvefn enda séu þeir sem eigi við svefnvandamál að stríða sérlega viðkvæmir fyrir umhverfi sínu. Myndir/Nordicphotos/Getty Eitt atriðanna sem hann segist hafa lært að skipti máli fyrir góðan nætursvefn er svefnherbergisumhverfið, enda séu þeir sem eigi við svefnvandamál að stríða sérlega viðkvæmir fyrir umhverfi sínu. Þó svo að eftirfarandi ráð úr bókinni virki jafnvel augljós er algengt að fólk láti þau reka á reiðanum sem getur svo komið niður á svefninum.Hafðu herbergið skipulagt Drasl er streituvaldandi, svo byrjaðu á því að að skipuleggja og hreinsa til í svefnherbergisskápum og minnka þannig sjónræna truflun. Ekki henda fötum hingað og þangað um herbergið né leyfa þeim að flæða upp úr óhreinatauskörfunni því þannig virkar herbergið óskipulagt og getur valdið ákveðnum kvíða og vanlíðan. Losaðu pláss í fataskápunum með því að fjarlægja fatnað sem ekki er nýttur allan ársins hring og geyma hann annars staðar þar til kemur að því að nýta hann. Sumarfötin geta til að mynda farið í geymsluna núna í þó nokkra mánuði. Ekki geyma dót undir rúminu nema þá í til þess gerðum kössum sem eru snyrtilegir og auðvelt að komast í ef þarf. Gott ráð er að finna til fatnað kvöldið áður og hafa hann tilbúinn. Þannig minnkarðu stressið um morguninn til muna.Fjárfestu í góðri dýnu Það er sannarlega mikill kostnaður í almennilegri dýnu en undirlagið sem þú sefur á er eðli málsins samkvæmt gríðarlega mikilvægt fyrir góða hvíld. Að því sögðu borgar það sig að setja pening í dýnuna. Fjölmargir nefna verki í baki og hálsi sem ástæðu fyrir litlum nætursvefni en slík vandamál má oft rekja til dýnunnar sem er léleg eða hentar ekki viðkomandi. Gömul dýna getur valdið fleiri vandamálum eins og nefrennsli, hnerra eða hósta vegna uppsafnaðs ryks og annarra ofnæmisvaka. Best er að reyna að skipta dýnunni út á sjö til tíu ára fresti. Skoðaðu málið vel til að finna dýnuna sem hentar þér best og veldu alltaf eins stóra og þú mögulega getur, sérlega ef þú deilir rúmi með maka.Veldu gæða rúmföt Veldu rúmföt sem anda og eru ekki ofnæmisvaldandi því ekki viltu vakna vegna hnerra auk þess sem ofnæmi getur ýtt undir hrotur. Það er algjör óþarfi að eiga fulla skápa af rúmfötum svo kauptu eins góð og þú getur og tvö sett ættu að duga þér til skiptanna. Skoðaðu útsölurnar til að finna gæðarúmföt á viðráðanlegu verði.Drasl er streituvaldandi, svo byrjaðu á því að að skipuleggja og hreinsa til í svefnherbergisskápum og minnka þannig sjónræna truflun. Ekki henda fötum hingað og þangað.Skiptu reglulega um rúmföt Það er fátt eins freistandi og nýumbúið rúm með tandurhreinum ilmandi rúmfötum. Tilhugsunin ein fær mann til að langa að henda sér í rúmið. Rob, höfundur bókarinnar, segist þvo af rúminu sínu tvisvar í viku því hann viti af fenginni reynslu að þær nætur sofi hann best. Hann segist nota mýkingarefni til að rúmfötin séu mjúk, hvít og ilmandi en þannig líði honum best í þeim. Þetta sé ráð sem notað sé af atvinnuíþróttafólki sem sumt fái hrein rúmföt dag hvern.Út með öll rafmagnstæki Svefnherbergið ætti að vera tileinkað svefni og rafmagnstæki geta truflað svefn á margan hátt. Bláa ljósið sem kemur frá sjónvörpum, fartölvum og snjallsímum getur truflað framleiðslu melatónín-hormónsins. Eins hreinsast til í herberginu með því að losa það við græjur og snúrur og hreint og skipulagt herbergi bætir aðstæður til svefns eins og áður var komið inn á. „Standby“ ljósið á þessum tækjum getur líka gripið athyglina ef þú átt í vandræðum með svefn. Ef þú notar rafmagnsvekjaraklukku, snúðu henni þá frá þér því hún getur annars truflað þig ef þú átt erfiða nótt.Spáðu í lýsinguna Fyrst og fremst er mikilvægt að skapa algjört myrkur í svefnherberginu með myrkvunargardínum. Ljós hefur bæði áhrif á melatónínframleiðslu heilans og truflar á andvökunóttum. Gott er að notast við náttborðslampa með dimmer og hafa í þeim glóperur til að minnka bjart ljós í herberginu. Rautt ljós hefur minnst áhrif á melatónínframleiðsluna. Því er ekki vitlaust að vera með til dæmis rauða seríu fyrir ofan rúmið sem skapar rétt næga birtu til að lesa og kósí stemningu. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Eitt atriðanna sem hann segist hafa lært að skipti máli fyrir góðan nætursvefn er svefnherbergisumhverfið, enda séu þeir sem eigi við svefnvandamál að stríða sérlega viðkvæmir fyrir umhverfi sínu. Þó svo að eftirfarandi ráð úr bókinni virki jafnvel augljós er algengt að fólk láti þau reka á reiðanum sem getur svo komið niður á svefninum.Hafðu herbergið skipulagt Drasl er streituvaldandi, svo byrjaðu á því að að skipuleggja og hreinsa til í svefnherbergisskápum og minnka þannig sjónræna truflun. Ekki henda fötum hingað og þangað um herbergið né leyfa þeim að flæða upp úr óhreinatauskörfunni því þannig virkar herbergið óskipulagt og getur valdið ákveðnum kvíða og vanlíðan. Losaðu pláss í fataskápunum með því að fjarlægja fatnað sem ekki er nýttur allan ársins hring og geyma hann annars staðar þar til kemur að því að nýta hann. Sumarfötin geta til að mynda farið í geymsluna núna í þó nokkra mánuði. Ekki geyma dót undir rúminu nema þá í til þess gerðum kössum sem eru snyrtilegir og auðvelt að komast í ef þarf. Gott ráð er að finna til fatnað kvöldið áður og hafa hann tilbúinn. Þannig minnkarðu stressið um morguninn til muna.Fjárfestu í góðri dýnu Það er sannarlega mikill kostnaður í almennilegri dýnu en undirlagið sem þú sefur á er eðli málsins samkvæmt gríðarlega mikilvægt fyrir góða hvíld. Að því sögðu borgar það sig að setja pening í dýnuna. Fjölmargir nefna verki í baki og hálsi sem ástæðu fyrir litlum nætursvefni en slík vandamál má oft rekja til dýnunnar sem er léleg eða hentar ekki viðkomandi. Gömul dýna getur valdið fleiri vandamálum eins og nefrennsli, hnerra eða hósta vegna uppsafnaðs ryks og annarra ofnæmisvaka. Best er að reyna að skipta dýnunni út á sjö til tíu ára fresti. Skoðaðu málið vel til að finna dýnuna sem hentar þér best og veldu alltaf eins stóra og þú mögulega getur, sérlega ef þú deilir rúmi með maka.Veldu gæða rúmföt Veldu rúmföt sem anda og eru ekki ofnæmisvaldandi því ekki viltu vakna vegna hnerra auk þess sem ofnæmi getur ýtt undir hrotur. Það er algjör óþarfi að eiga fulla skápa af rúmfötum svo kauptu eins góð og þú getur og tvö sett ættu að duga þér til skiptanna. Skoðaðu útsölurnar til að finna gæðarúmföt á viðráðanlegu verði.Drasl er streituvaldandi, svo byrjaðu á því að að skipuleggja og hreinsa til í svefnherbergisskápum og minnka þannig sjónræna truflun. Ekki henda fötum hingað og þangað.Skiptu reglulega um rúmföt Það er fátt eins freistandi og nýumbúið rúm með tandurhreinum ilmandi rúmfötum. Tilhugsunin ein fær mann til að langa að henda sér í rúmið. Rob, höfundur bókarinnar, segist þvo af rúminu sínu tvisvar í viku því hann viti af fenginni reynslu að þær nætur sofi hann best. Hann segist nota mýkingarefni til að rúmfötin séu mjúk, hvít og ilmandi en þannig líði honum best í þeim. Þetta sé ráð sem notað sé af atvinnuíþróttafólki sem sumt fái hrein rúmföt dag hvern.Út með öll rafmagnstæki Svefnherbergið ætti að vera tileinkað svefni og rafmagnstæki geta truflað svefn á margan hátt. Bláa ljósið sem kemur frá sjónvörpum, fartölvum og snjallsímum getur truflað framleiðslu melatónín-hormónsins. Eins hreinsast til í herberginu með því að losa það við græjur og snúrur og hreint og skipulagt herbergi bætir aðstæður til svefns eins og áður var komið inn á. „Standby“ ljósið á þessum tækjum getur líka gripið athyglina ef þú átt í vandræðum með svefn. Ef þú notar rafmagnsvekjaraklukku, snúðu henni þá frá þér því hún getur annars truflað þig ef þú átt erfiða nótt.Spáðu í lýsinguna Fyrst og fremst er mikilvægt að skapa algjört myrkur í svefnherberginu með myrkvunargardínum. Ljós hefur bæði áhrif á melatónínframleiðslu heilans og truflar á andvökunóttum. Gott er að notast við náttborðslampa með dimmer og hafa í þeim glóperur til að minnka bjart ljós í herberginu. Rautt ljós hefur minnst áhrif á melatónínframleiðsluna. Því er ekki vitlaust að vera með til dæmis rauða seríu fyrir ofan rúmið sem skapar rétt næga birtu til að lesa og kósí stemningu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira