Kredia Group á smálánafyrirtæki á borð við 1909, Múla, Hraðpeninga og Smálán í gegnum félagið Ecommerce 2020. Öll félögin sem veita smálán í gegnum netþjónustu eru ekki lengur skráð hér á landi heldur í Danmörku. Þjónustan er þó veitt á lýtalausri íslensku. Íslenskt fyrirtæki hefur séð um innheimtu lánanna.

Kröfu Neytendasamtakanna um lögbann við innheimtu Almennra innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssonar, sem innheimt hafa kröfur venga ólögmætra smálaána, var hafnað í september.
Búsettir í Tékklandi en með íslenska kennitölu
Ondrej Smakal, hinn 37 ára gamli forstjóri Ecommerce 2020, er skráður stjórnarmaður í Brea og Vladimiír Smakal skráður í varastjórn. Báðir eru með íslenska kennitölu en búa í Tékklandi samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu.Í stofngögnun Brea ehf kemur fram að Kredia Group sé skráð til heimilis á Canada Square í London. Ríkisskattstjóri móttók tilkynningu um stofnun einkahlutafélagsins þann 4. október síðastliðinn.
Tveimur dögum fyrr var haldinn stofnfundur Brea á skristofu Íslensku lögfræðistofunnar. Viðstaddir voru Ondrej og Vladimir Smakal auk Ingvars Smára Birgissonar lögmanni sem tók að sér að tilkynna um skráningu félagsins.
Fólk í vanda sem tekur smálán
Starfsemi smálaánafyrirtækja hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarna mánuði. Fram hefur komið að níu af hverjum tíu þeirra sem leitað hafa réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna glímu við smálánafyrirtæki eigi við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt.Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón króna í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Þá hefur verið til skoðunar að kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum.

„Við teljum að dönsk lög, en ekki íslensk, gildi um þá samninga sem við höfum gert við viðskiptavini okkar og erum á því að það sé nauðsynlegt að fá skorið úr þessu lagalega álitaefni,“ sagði Ondrej Smakal í fréttatilkynningu á dögunum.
Forsenda fyrir því að fá lán hjá smálánafyrirtækjum Ecommerce er að vera með íslenska kennitölu og símanúmer. Þótt fyrirtækin séu skráð í Danmörku geta Danir því ekki tekið lán samkvæmt því sem fram kom í Kveiki í ágúst.
Frétt Stöðvar 2 um deilur Neytendasamtakanna og Ecommerce á dögunum má sjá hér að neðan.