Erlent

Sex­tán látnir eftir lestar­slys í Bangla­dess

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki liggur fyrir um ástæðu þess að lestirnar voru á sama spori.
Ekki liggur fyrir um ástæðu þess að lestirnar voru á sama spori. epa
Sextán manns hið minnsta eru látnir eftir að tvær lestir rákust saman fyrir utan borgina Brahmanbaria í austurhluta Bangladess.

Slysið varð um miðja nótt að staðartíma þegar stór hluti farþeganna var í fastasvefni.

Ekki liggur fyrir um ástæðu þess að lestirnar voru á sama spori, en talsmenn yfirvalda í landinu telja að tala látinna komi til með að hækka.

Lestarslys eru tiltölulega algeng í Bangladess, en öryggiskröfur og eftirlit eru þar minni en víða annars staðar í heiminum.

epa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×