Segir sættir hafa tekist milli mannauðsstjóra og starfsmanna hjá Vinnueftirlitinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 21:03 Ummæli aðkeypts mannauðsráðgjafa um starfsmenn vinnuvéladeildar ollu mikilli reiði. Fréttablaðið/Anton Brink Hanna S. Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um stofnunina og óánægju starfsmanna þar undanfarna mánuði. Hefur meðal annars verið fjallað kvartanir starfsmanna vegna framkomu starfandi mannauðsstjóra sem kom frá ráðgjafafyrirtækinu Attentus. Var hann látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna kvörtuðu undan framkomu mannauðsstjórans en Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Kvörtuðu þeir undan ummælum sem mannauðsstjórinn á að hafa látið falla þegar trúnaðarmaður starfsmanna í vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins sagði honum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á mannauðsstjórinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Í tilkynningu Hönnu segir að mál sem varða samskipti innan Vinnueftirlitsins sem urðu í mars síðastliðnum þar sem ákveðins misskilnings gætti milli aðila hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Segir hún að Vinnueftirlitið vilji koma því á framfæri að vel hafi verið farið yfir málið með aðilum, meðal annars með utanaðkomandi fagaðilum, og hafi mannauðsstjóri og núverandi starfsmenn stofnunarinnar sem komu að málinu með beinum hætti náð sáttum sín á milli. „Það er vilji allra aðila, bæði mannauðsstjórans og viðkomandi starfsmanna Vinnueftirlitsins, að málið hafi engin neikvæð áhrif til framtíðar. Er litið svo á að málinu sé þar með lokið,“ segir í tilkynningunni. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. 11. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Hanna S. Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins, hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um stofnunina og óánægju starfsmanna þar undanfarna mánuði. Hefur meðal annars verið fjallað kvartanir starfsmanna vegna framkomu starfandi mannauðsstjóra sem kom frá ráðgjafafyrirtækinu Attentus. Var hann látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna kvörtuðu undan framkomu mannauðsstjórans en Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Kvörtuðu þeir undan ummælum sem mannauðsstjórinn á að hafa látið falla þegar trúnaðarmaður starfsmanna í vinnuvéladeild Vinnueftirlitsins sagði honum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á mannauðsstjórinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Í tilkynningu Hönnu segir að mál sem varða samskipti innan Vinnueftirlitsins sem urðu í mars síðastliðnum þar sem ákveðins misskilnings gætti milli aðila hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Segir hún að Vinnueftirlitið vilji koma því á framfæri að vel hafi verið farið yfir málið með aðilum, meðal annars með utanaðkomandi fagaðilum, og hafi mannauðsstjóri og núverandi starfsmenn stofnunarinnar sem komu að málinu með beinum hætti náð sáttum sín á milli. „Það er vilji allra aðila, bæði mannauðsstjórans og viðkomandi starfsmanna Vinnueftirlitsins, að málið hafi engin neikvæð áhrif til framtíðar. Er litið svo á að málinu sé þar með lokið,“ segir í tilkynningunni.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. 11. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15
Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30
Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. 11. nóvember 2019 06:15