Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:46 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. vísir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. Ákveðið var að funda í smærri hópi á morgun en fundað verður á ný hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi á fimmtudag. Kjarasamningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót og hafa viðræður staðið í rúma sex mánuði. „Ég er ekki bjartsýnn, því miður, en á meðan að menn eru að tala saman er alltaf von til þess að mönnum takist að leysa málið með einhverjum hætti og við erum klárlega að vinna að því og maður reynir. Svo sjáum við bara hvert það leiðir en það er ómögulegt að segja hvernig þetta fer. Það er auðvitað orðið mjög áríðandi að við reynum að leysa málið,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að 30 tilvik af því sem félagið telji verkfallsbrot hafa komið upp á mbl.is og eitt tilvik hafi komið upp á RÚV þegar verkfall félagsins fór fram síðastliðinni föstudag. „Ég var á fundi með okkar lögmanni í morgun og eyddi hluta helgarinnar í það að undirbúa gögn fyrir hann um verkfallsbrotin. Hann er að undirbúa stefnu til félagsdóms og ég vona að hún klárist á morgun.“ Boðað hefur verið til verkfalls föstudaginn 15. nóvember, en þá verða störf lögð niður í átta klukkutíma, 22. nóvember, og verða störf þá lög niður í tólf klukkutíma, auk þess sem verkfall hefur verið boðað 28. nóvember náist samkomulag ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, staðfesti að hluti samninganefndarinnar muni hittast aftur á morgun og að boðað hafi verið til fundar af Ríkissáttasemjara á fimmtudag. „Hver fundur færir okkur nær lausn.“Fréttin var uppfærð kl. 20:50 eftir að rætt hafði verið við framkvæmdarstjóra Samtaka Atvinnulífsins. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. Ákveðið var að funda í smærri hópi á morgun en fundað verður á ný hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi á fimmtudag. Kjarasamningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót og hafa viðræður staðið í rúma sex mánuði. „Ég er ekki bjartsýnn, því miður, en á meðan að menn eru að tala saman er alltaf von til þess að mönnum takist að leysa málið með einhverjum hætti og við erum klárlega að vinna að því og maður reynir. Svo sjáum við bara hvert það leiðir en það er ómögulegt að segja hvernig þetta fer. Það er auðvitað orðið mjög áríðandi að við reynum að leysa málið,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að 30 tilvik af því sem félagið telji verkfallsbrot hafa komið upp á mbl.is og eitt tilvik hafi komið upp á RÚV þegar verkfall félagsins fór fram síðastliðinni föstudag. „Ég var á fundi með okkar lögmanni í morgun og eyddi hluta helgarinnar í það að undirbúa gögn fyrir hann um verkfallsbrotin. Hann er að undirbúa stefnu til félagsdóms og ég vona að hún klárist á morgun.“ Boðað hefur verið til verkfalls föstudaginn 15. nóvember, en þá verða störf lögð niður í átta klukkutíma, 22. nóvember, og verða störf þá lög niður í tólf klukkutíma, auk þess sem verkfall hefur verið boðað 28. nóvember náist samkomulag ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, staðfesti að hluti samninganefndarinnar muni hittast aftur á morgun og að boðað hafi verið til fundar af Ríkissáttasemjara á fimmtudag. „Hver fundur færir okkur nær lausn.“Fréttin var uppfærð kl. 20:50 eftir að rætt hafði verið við framkvæmdarstjóra Samtaka Atvinnulífsins.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30