Framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi segir upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:27 Ólafur Þór Ævarsson. Ólafur Þór Ævarsson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, hefur ákveðið að segja upp störfum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér rétt í þessu. Uppsögn Ólafs kemur í kjölfar uppsagnar Herdísar Gunnarsdóttur í liðinni viku en hún hafði verið settur forstjóri Reykjalundar í tæpan mánuð. Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar undanfarnar vikur og hafa níu læknar sagt upp störfum. Í tengslum við þá uppsögn Herdísar í síðustu viku sagði Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, að Ólafur Þór þyrfti einnig að víkja ef læknar ættu að draga uppsagnir sínar til baka. Ólguna innan Reykjalundar má rekja til þess að Birgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, var sagt upp störfum. Þá mæltist nýtt skipurit Reykjalundar, sem kynnt var í sumarbyrjun, ekki vel fyrir. Ólafur Þór hóf störf fyrir rúmum tveimur vikum. Hann segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi ráðið sig til starfa á Reykjalundi því hann hafði sterka löngun til þess „að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram.“ Hann kveðst ekki hafa verið á neinn hátt þátttakandi í þeim deilum sem risið hafa á Reykjalundi. Þær hafi engu að síður valdið honum áhyggjum og gert honum erfitt fyrir að sinna starfi sínu. Vonir hans um að geta við þessar aðstæður tekið í þátt að leiða starfsemi Reykjalundar inn í framtíðina hafi dvínað. Því sé niðurstaða Ólafs sú að láta af störfum en yfirlýsingu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Ég sótti nýverið um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi og eftir að hafa verið metinn vel hæfur af tveimur hæfnisnefndum, en önnur þeirra var á vegum Landlæknis, var mér boðið starfið sem ég þáði. Ég hóf störf fyrir aðeins rúmlega hálfum mánuði. Ég réði mig til starfa á Reykjalund því ég hafði sterka löngun til að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram. Í krafti fyrri reynslu minnar á þessu sviði sá ég mikla möguleika til framtíðar í þróun endurhæfingar - ekki síst hvað varðar geðræna líðan og álagsveikindi. Ég hef ekki á neinn hátt verið þátttakandi í þeim deilum sem hafa risið á staðnum. Þær hafa engu að síður valdið mér miklum áhyggjum og gert mér erfitt að starfa. Vonir mínar um að geta við þessar aðstæður tekið þátt í að leiða starfsemina inn í framtíðina hafa dvínað. Niðurstaðan mín er því sú að best sé að ég láti af störfum á Reykjalundi. Ég óska þess að það geti orðið þáttur í því að stuðla að sátt til framtíðar og að mikilvæg starfsemi Reykjalundar fái að blómstra áfram sjúklingum til heilsubótar. Ég óska starfsfólki Reykjalundar og þeim sem taka nú við stjórn starfseminnar velfarnaðar og velgengni í þeirra mikilvægu verkefnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45 Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35 Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Ólafur Þór Ævarsson, sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, hefur ákveðið að segja upp störfum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér rétt í þessu. Uppsögn Ólafs kemur í kjölfar uppsagnar Herdísar Gunnarsdóttur í liðinni viku en hún hafði verið settur forstjóri Reykjalundar í tæpan mánuð. Mikil ólga hefur verið innan Reykjalundar undanfarnar vikur og hafa níu læknar sagt upp störfum. Í tengslum við þá uppsögn Herdísar í síðustu viku sagði Magdalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, að Ólafur Þór þyrfti einnig að víkja ef læknar ættu að draga uppsagnir sínar til baka. Ólguna innan Reykjalundar má rekja til þess að Birgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, var sagt upp störfum. Þá mæltist nýtt skipurit Reykjalundar, sem kynnt var í sumarbyrjun, ekki vel fyrir. Ólafur Þór hóf störf fyrir rúmum tveimur vikum. Hann segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi ráðið sig til starfa á Reykjalundi því hann hafði sterka löngun til þess „að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram.“ Hann kveðst ekki hafa verið á neinn hátt þátttakandi í þeim deilum sem risið hafa á Reykjalundi. Þær hafi engu að síður valdið honum áhyggjum og gert honum erfitt fyrir að sinna starfi sínu. Vonir hans um að geta við þessar aðstæður tekið í þátt að leiða starfsemi Reykjalundar inn í framtíðina hafi dvínað. Því sé niðurstaða Ólafs sú að láta af störfum en yfirlýsingu hans má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Ég sótti nýverið um starf framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi og eftir að hafa verið metinn vel hæfur af tveimur hæfnisnefndum, en önnur þeirra var á vegum Landlæknis, var mér boðið starfið sem ég þáði. Ég hóf störf fyrir aðeins rúmlega hálfum mánuði. Ég réði mig til starfa á Reykjalund því ég hafði sterka löngun til að gera gagn og taka þátt í því glæsilega starfi sem þar fer fram. Í krafti fyrri reynslu minnar á þessu sviði sá ég mikla möguleika til framtíðar í þróun endurhæfingar - ekki síst hvað varðar geðræna líðan og álagsveikindi. Ég hef ekki á neinn hátt verið þátttakandi í þeim deilum sem hafa risið á staðnum. Þær hafa engu að síður valdið mér miklum áhyggjum og gert mér erfitt að starfa. Vonir mínar um að geta við þessar aðstæður tekið þátt í að leiða starfsemina inn í framtíðina hafa dvínað. Niðurstaðan mín er því sú að best sé að ég láti af störfum á Reykjalundi. Ég óska þess að það geti orðið þáttur í því að stuðla að sátt til framtíðar og að mikilvæg starfsemi Reykjalundar fái að blómstra áfram sjúklingum til heilsubótar. Ég óska starfsfólki Reykjalundar og þeim sem taka nú við stjórn starfseminnar velfarnaðar og velgengni í þeirra mikilvægu verkefnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45 Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35 Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Herdís hættir sem forstjóri Reykjalundar Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Reykjalundar hefur sagt upp störfum. 8. nóvember 2019 17:45
Stjórn SÍBS vill aðkomu heilbrigðisráðherra Stjórn SÍBS hefur óskað eftir aðkomu heilbrigðisráðherra. 8. nóvember 2019 17:35
Undir það búinn að fara á eftirlaun en ekki fyrirvaralausa uppsögn Magnús Ólason, fyrrverandi framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi ræðir uppsögn sína í samtali við Læknablaðið. 3. nóvember 2019 21:49
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum