Enski boltinn

Liverpool hefur áhyggjur af meiðslum Salah

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah liggur í grasinu í gær og fær aðhlynningu.
Salah liggur í grasinu í gær og fær aðhlynningu. vísir/getty
Forráðamenn og læknateymi Liverpool eru sagðir áhyggjufullir yfir meiðslum Mohamed Salah en Egyptinn hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli undanfarnar vikur.

Framherjinn hefur verið að glíma við meiðsli síðan hann meiddist í leik gegn Leicester fyrir rúmum mánuði síðan.

Egyptinn hefur þó verið að spila með liðinu undanfarnar vikur en af og til fengið slæm högg á ökklann sem hefur neytt hann til þess að fara útaf.







Hann meiddist í stórleiknum gegn Man. City á sunnudaginn þar sem hann lenti í samstuði við Fernandinho. Síðar var honum skipt af velli.

ESPN hefur eftir heimildum sínum að læknateymi og forráðamenn Salah séu með áhyggjur yfir meiðslum Salah en hann fór í myndatöku í gær.

Sem betur fyrir Liverpool er nú landsleikjahlé svo Egyptinn fær tími til þess að jafna sig - þar sem Egyptar spila ekki landsleiki í þessum landsleikjaglugga. 


Tengdar fréttir

Fabinho sýndi nýja hlið á sér

Þegar stuðningsmenn Liverpool hugsa um Brasilíumanninn Fabinho koma líklega glæsimörk ekki fyrst upp í hugann en hann er þekktari fyrir að vera á hinum enda vallarins að sjá til þess að liðið fái ekki mörk á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×