Enski boltinn

Í­huga að senda Drin­kwa­ter til baka til Chelsea: Ekkert spilað í deildinni eftir að hafa meiðst á djamminu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Drinkwater í leik með Burnley í Carabao-bikarnum.
Drinkwater í leik með Burnley í Carabao-bikarnum. vísir/getty
Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Burnley muni senda Danny Drinkwater aftur til Chelsea er félagaskiptaglugginn opnar í janúarmánuði.

Lánið hefur ekki skilað áætluðum árangri en Chelsea sendi Drinkwater á lán til Burnley í sumar. Hann hefur ekki slegið í gegn eftir að hafa meiðst út á lífinu í september.

Miðjumaðurinn lenti í áflogum á skemmtistað í september en þar lenti hann meðal annars í átökum við fyrrum knattspyrnumanninn, Kgosi Nthle. Í átökunum meiddist Drinkwater á ökkla.







Drinkwater hefur einungis spilað 23 leiki frá því að hann yfirgaf Leicester árið 2017 og hélt á Brúnna.

Það væsir þó ekki um Drinkwater fari hann aftur til Burnley því hann er með 120 þúsund pund á viku. Það jafngildir rúmlega nítján milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×