Flóttinn er fyrirbæri sem sagt er ný tegund afþreyingar sem að samtvinnar þrautaherbergi (e. escape room) borðspil og tölvuleik. Nýlega var þetta verkefni valið í topp tíu Gulleggsins, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups sem er haldin ár hvert.
Flóttinn hefur nú fengið óvænta athygli vegna Play, nýs flugfélags sem hefur undanfarna daga verð að kynna sig til leiks. Hvernig má þetta vera?
Magnús Sigurbjörnsson er einn þeirra sem stendur að Flóttanum en hann við annan mann keypti vefslóðina play.is árið 2016. Þetta var fyrir rælni.
„Við ætluðum að gera eitthvað með þetta en það hefur ekki tekist,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Ekki fyrr en nú. Því ef menn slá inn play.is í vefslóðarreitinn í tölvu sinni sprettur upp síða þar sem vakin er athygli á Flóttanum og fólki gefst kostur á að skrá sig til leiks. Flóttinn mun koma út fyrri jól.
Magnús segir að merkja megi mikla aukningu á umferð inná þessa vefslóð eftir að flugfélagið Play kynnti sig til leiks. Verulega. En, þau hjá flugfélaginu hafa hins vegar ekki sett sig í samband við Magnús og félaga með það fyrir augum að falast eftir þessari vefslóð.
„Þeir eiga sjálfsagt eftir að heyra í okkur. Ef þeir ætla að gera þetta almennilega,“ segir Magnús. En, vefslóðin er til sölu fyrir rétt verð.
Vefslóðin play.is föl fyrir rétt verð
Jakob Bjarnar skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent


Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent