Lífið

Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði

Kristján Már Unnarsson skrifar
Erlendur Bogason strýkur steinbítnum, sem orðinn er vinur hans, en þessar myndir verða sýndar á Stöð 2 í kvöld.
Erlendur Bogason strýkur steinbítnum, sem orðinn er vinur hans, en þessar myndir verða sýndar á Stöð 2 í kvöld. Mynd/Strýtan.
Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en í þættinum „Um land allt“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, mánudagskvöld, lýsir hann því hvernig hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar.

Erlendur strýkur vini sínum, steinbítnum, um magann. Lífríkið í kringum strýturnar þykir óvenju fjölskrúðugt.Mynd/Strýtan.
Erlendur rekur köfunarfyrirtæki sitt, Strýtuna, í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Þorpið lagðist í dvala þegar síldarbræðslan hætti en hefur á síðustu árum lifnað við með hvalaskoðun, veitingarekstri, köfunarferðamennsku og listamönnum.

Hverastrýta skoðuð í Eyjafirði. Strýturnar eru friðlýstar og er Erlendur sérlegur verndari þeirra.Mynd/Strýtan.
Köfunarsafn, sýningarsalir og sútun laða ferðamenn í gömlu verksmiðjuna og fjörlegt er í smábátahöfninni. 

Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10, strax að loknum fréttum og Íslandi í dag. Hér má sjá brot úr þættinum:

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×