Enski boltinn

Guardiola neitaði að ræða VAR eftir leikinn: „Ekki spyrja mig“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola mjög ósáttur í gær.
Guardiola mjög ósáttur í gær. vísir/getty
Það var ekki létt yfir Pep Guardiola, stjóra Manchester City, á blaðamannafundi eftir stórleikinn gegn Liverpool í gær.

City tapaði leiknum 3-1 og var 2-0 undir þegar þrettán mínútur voru búnar en í fyrsta marki Liverpool þurfti að kalla til VAR. City vildi víti en Liverpool brunaði upp í sókn og skoraði.

Eftir skoðun í VARsjánni ákvað dómarateymið að dæma mark og eftir leikinn sást Guardiola þakka dómarateymi leiksins fyrir á mjög kaldhæðnislegan hátt.

„Þetta var kaldhæðni. Ég sagði bara þakka þér svo mikið. Ég sagði það sama eftir leikinn gegn Tottenham. Oftast fer ég til dómarans og kollega minna og segi gangi þér vel,“ sagði vel pirraður Guardiola í leikslok.







„Mike Riley og hans lið, þú verður að spyrja því. Tölum um leikinn og spyrjið þá. Ég er hér til þess að tala um leikinn. Ég er alltaf spurður afhverju einn daginn þetta er hendi en ekki nsæta dag. Ekki spyrja mig. Spurðu þá.“

Guardiola sagði einnig eftir leikinn að hann hafi aldrei verið jafn stoltur af sínu liði. Liðið hafi sýnt það á Anfield í gær afhverju þeir væru Englandsmeistararar.

City er nú níu skigum á eftir Liverpool á toppi deildarinnar.


Tengdar fréttir

Guardiola aldrei verið stoltari af sínu liði

Englandsmeistarar Manchester City steinlágu fyrir meistaraefnum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag en Pep Guardiola var í skýjunum með frammistöðu síns liðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×