Erlent

Tugir látnir eftir að felli­bylur skall á Bangla­dess og Ind­land

Atli Ísleifsson skrifar
Átta manns létu lífið í Bangladess og þar af voru fimm sem urðu undir trjám sem féllu.
Átta manns létu lífið í Bangladess og þar af voru fimm sem urðu undir trjám sem féllu. Getty
Að minnsta kosti tuttugu eru látnir og fjölmargir slasaðir eftir að fellibylurinn Bulbul skall á Bangladess og Indland um helgina. Rúmlega tvær milljónir manna höfðu flúið heimili sín vegna komu fellibylsins.

Átta manns létu lífið í Bangladess og þar af voru fimm sem urðu undir trjám sem féllu. Þá er fimm manns saknað eftir að togari sökk nærri eyjunni Bhola. Talsmenn yfirvalda á Indlandi segja að tólf hafi látið lífið í ríkjunum Vestur-Bengal og Odisha.

Óveðrið gekk yfir Bengalflóa seint á laugardagskvöldið þar sem vindhviður fóru í 34 metra á sekúndu. Nokkuð dró úr vindi þegar fellibylurinn fór á land.

Um tvær milljónir manna í Bangladess var gert að flýja heimili sín og leituðu skjóls í neyðarskýlum og hafa flestir nú haldið aftur heim á leið. Loka þurfti höfnuð og aflýsa flugi á meðan óveðrið gekk yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×