Fyrir fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Anfield var rúta Manchester City grýtt. Stuðningsmönnum Liverpool tókst að eyðileggja rútuna.
Kompany er nú að gefa út bók sem heitir 'Treble Triumph' Vincent Kompany: My Inside Story of Manchester City's Greatest Ever Season. Hann fjallar um atvikið í bókinni.
„Ég var í rútunni og það var hent múrsteinum. Þetta augnablik breytti öllu. Rígurinn jókst og þeir urðu að liðinu sem við vildum helst vinna af öllum. Skapið hjá City stuðningsmönnum gagnvart leikjunum gegn Liverpool breyttist einnig,“ sagði Kompany.
'I was on the coach as it was bricked... that moment things changed. The rivalry increased and they became our No 1 team to beat'
Vincent Kompany reveals Liverpool fans ignited tension with Manchester City when they attacked his former side's team bushttps://t.co/iaAntANj61
— MailOnline Sport (@MailSport) November 10, 2019
„Það hefur alltaf verið litið á þessa leiki sem erfiða leiki en nú er meira spenna.“
Kompany segir að þó að enginn hræðsla hafi verið í leikmannahópnum hafi þetta eðlilega ekki verið notalegt.
„Það var enginn sitjandi í rútunni og segja að hann væri hræddur en þetta var óþægilegt og ætti ekki að gerast. Ég held að þetta atvik hafi breytt því hvernig óháðir stuðningsmenn horfi á Liverpool.“