Enski boltinn

Kompany segir að rígurinn milli Liver­pool og Man. City hafi breyst þegar ráðist var á rútu Eng­lands­meistaranna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grýtt í rútuna.
Grýtt í rútuna. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Manchester City og núverandi stjóri Anderlecht í Belgíu, segir að atvik sem hafi átt sér stað fyrir leik City og Liverpool á síðustu leiktíð hafi breytt andrúmsloftinu milli félaganna.

Fyrir fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Anfield var rúta Manchester City grýtt. Stuðningsmönnum Liverpool tókst að eyðileggja rútuna.

Kompany er nú að gefa út bók sem heitir 'Treble Triumph' Vincent Kompany: My Inside Story of Manchester City's Greatest Ever Season. Hann fjallar um atvikið í bókinni.

„Ég var í rútunni og það var hent múrsteinum. Þetta augnablik breytti öllu. Rígurinn jókst og þeir urðu að liðinu sem við vildum helst vinna af öllum. Skapið hjá City stuðningsmönnum gagnvart leikjunum gegn Liverpool breyttist einnig,“ sagði Kompany.







„Það hefur alltaf verið litið á þessa leiki sem erfiða leiki en nú er meira spenna.“

Kompany segir að þó að enginn hræðsla hafi verið í leikmannahópnum hafi þetta eðlilega ekki verið notalegt.

„Það var enginn sitjandi í rútunni og segja að hann væri hræddur en þetta var óþægilegt og ætti ekki að gerast. Ég held að þetta atvik hafi breytt því hvernig óháðir stuðningsmenn horfi á Liverpool.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×