K-poppstjörnur dæmdar í óhugnanlegu nauðgunarmáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 09:34 Jung Joon-young mætir til skýrslutöku hjá lögreglu í mars. Vísir/getty Kóresku poppstjörnurnar Jung Joon-young og Choi Jong-hoon voru í dag dæmdar í fangelsi fyrir að nauðga fjölmörgum konum er þær voru meðvitundarlausar sökum áfengisneyslu. Jung hlaut sex ára fangelsisdóm og Choi var dæmdur í fimm ára fangelsi. BBC greinir frá. Jung var auk þess ákærður fyrir að mynda brotin og dreifa myndefninu í hópspjalli á netinu á árunum 2015-16. Mennirnir voru jafnframt skikkaðir til að sitja námskeið um kynferðisofbeldi, samtals í áttatíu klukkutíma, og þá er þeim bannað að vinna með börnum.Sjá einnig: Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað BBC hefur eftir dómara að Jung hafi nauðgað konum sem voru drukknar og gátu því ekki veitt mótspyrnu vegna ástands síns. Jung sagði fyrir dómi að hann sæi eftir gjörðum sínum og myndi hér eftir lifa í „eilífri eftirsjá“. Jung er bæði leikari og söngvari. Hann skaust upp á stjörnuhimininn í Suður-Kóreu með þátttöku sinni í hæfileikakeppninni Superstar K4 og hefur verið einn sá vinsælasti í bransanum síðan. Hann dró sig í hlé í mars síðastliðinn eftir að hafa viðurkennt brot sín sem hér um ræðir. Choi er fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar F.T. Island, sem naut gríðarlegra vinsælda í Suður-Kóreu. Dómurinn sagði Choi ekki hafa sýnt merki um iðrun eftir að hafa „raðnauðgað drukknum þolendum“. Lögregla komst á snoðir um brot Jung og Choi við rannsókn á annarri k-poppstjörnu, Seungri, sem átti aðild að umræddu hópspjalli. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa selt auðmönnum aðgang að vændiskonum. Mál poppstjarnanna hefur vakið mikla athygli og hneykslan í Suður-Kóreu og þykir varpa ljósi á skuggahliðar hins gríðarvinsæla heim k-poppsins. Greint var frá því um síðustu helgi að suður-kóreska söng- og leikkonan Goo Ha-ra hefði fundist látin á heimili sínu eftir að hafa glímt við langvinn, andleg veikindi. Þá var skammt liðið frá því að vinkona hennar, suður-kóreska söngkonan Sulli, fannst látin. Suður-Kórea Tengdar fréttir Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Kóresku poppstjörnurnar Jung Joon-young og Choi Jong-hoon voru í dag dæmdar í fangelsi fyrir að nauðga fjölmörgum konum er þær voru meðvitundarlausar sökum áfengisneyslu. Jung hlaut sex ára fangelsisdóm og Choi var dæmdur í fimm ára fangelsi. BBC greinir frá. Jung var auk þess ákærður fyrir að mynda brotin og dreifa myndefninu í hópspjalli á netinu á árunum 2015-16. Mennirnir voru jafnframt skikkaðir til að sitja námskeið um kynferðisofbeldi, samtals í áttatíu klukkutíma, og þá er þeim bannað að vinna með börnum.Sjá einnig: Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað BBC hefur eftir dómara að Jung hafi nauðgað konum sem voru drukknar og gátu því ekki veitt mótspyrnu vegna ástands síns. Jung sagði fyrir dómi að hann sæi eftir gjörðum sínum og myndi hér eftir lifa í „eilífri eftirsjá“. Jung er bæði leikari og söngvari. Hann skaust upp á stjörnuhimininn í Suður-Kóreu með þátttöku sinni í hæfileikakeppninni Superstar K4 og hefur verið einn sá vinsælasti í bransanum síðan. Hann dró sig í hlé í mars síðastliðinn eftir að hafa viðurkennt brot sín sem hér um ræðir. Choi er fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar F.T. Island, sem naut gríðarlegra vinsælda í Suður-Kóreu. Dómurinn sagði Choi ekki hafa sýnt merki um iðrun eftir að hafa „raðnauðgað drukknum þolendum“. Lögregla komst á snoðir um brot Jung og Choi við rannsókn á annarri k-poppstjörnu, Seungri, sem átti aðild að umræddu hópspjalli. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa selt auðmönnum aðgang að vændiskonum. Mál poppstjarnanna hefur vakið mikla athygli og hneykslan í Suður-Kóreu og þykir varpa ljósi á skuggahliðar hins gríðarvinsæla heim k-poppsins. Greint var frá því um síðustu helgi að suður-kóreska söng- og leikkonan Goo Ha-ra hefði fundist látin á heimili sínu eftir að hafa glímt við langvinn, andleg veikindi. Þá var skammt liðið frá því að vinkona hennar, suður-kóreska söngkonan Sulli, fannst látin.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43