
Suður-Kórea

Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“
Suðurkóresk „sannleiksnefnd“ hefur komist að þeirri niðurstöðu að tugþúsundir barna hafi verið send úr landi eins og „farangur“, til ættleiðingar erlendis.

24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum
Að minnsta kosti 24 hafa látist í skógareldum í Suður-Kóreu, sem stjórnvöld segja fordæmalausa. Flestir voru á sjötugs- og áttræðisaldri. Þá eru 26 særðir, þar af tólf lífshættulega.

Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut
Maður lét lífið þegar hann féll ofan í stærðarinnar vatnspytt sem opnaðist skyndilega á hraðbraut í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Maðurinn var á mótorhjóli á hraðbrautinni þegar vegurinn hrundi undan bíl fyrir framan hann.

Tekur við stöðu starfandi forseta á ný
Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins.

Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi
Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli.

Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu
Að minnsta kosti fjórir eru látnir og nokkur fjöldi er slasaður eftir að hluti brúar hrundi í suður-kóresku borginni Anseong í nótt. Talið er að tíu verkamenn hið minnsta hafi fallið af brúnni sem er í smíðum.

Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu
Suður-kóreska leikkonan Kim Sae-ron er látin 24 ára gömul. Hún fannst látin á heimili sínu í Seoul á sunnudag, en samkvæmt New York Times féll hún fyrir eigin hendi.

Kennari stakk átta ára stúlku til bana
Suðurkóreska þjóðin er sögð í áfalli eftir að kennari stakk átta ára gamla stúlku til bana í grunnskóla í gær. Starfandi forseti landsins hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu.

Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins
Yfirvöld í Suður-Kóreu munu birta bráðabirgðaskýrslu um flugslysið sem varð á flugvellinum í Muan í landinu í lok síðasta mánaðar, ekki síðar en á mánudag. Slysið er það mannskæðasta sem orðið hefur í landinu en 179 af 181 um borð létu lífið.

Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð
Forseti Suður-Kóreu var handtekinn í nótt, eftir að lögregla hafði setið um hann í marga þar sem hann naut verndar öryggisvarða sinna.

Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu
Lögreglan í Suður-Kóreu frestaði í morgun tilraunum sínum til þess að handtaka forseta landsins, Yoon Suk Yeol, sem ákærður hefur verið fyrir embættisglöp og settur af.

Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt
Dómstóll í Suður-Kóreu hefur gefið yfirvöldum í landinu handtökuheimild á hendur Yoon Suk Yeo forseta Suður-Kóreu í tengslum við lögreglurannsókn á herlögum sem hann hugðist setja fyrr í mánuðinum. Heimildin er fordæmalaus.

Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið
Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn.

Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins
Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins.

Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu
Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu bera svartar slaufur.

Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu
179 eru látnir eftir að flugvél brotlenti á flugvelli í Suður-Kóreu. Í vélinni voru 181 en að minnsta kosti tveir lifði af. Þeir munu hafa verið í áhöfn vélarinnar og fluttir á sjúkrahús eftir brotlendinguna.

Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis
Suðurkóreska þingið hefur samþykkt að ákæra Han Duck-soo, starfandi forseta landsins, til embættismissis. Þetta gerist tveimur vikum eftir að samþykkt var að gera slíkt hið sama við forsetann Yoon Suk Yeol.

Sigursælasti tenniskappi Suður-Kóreu þarf að fara í herinn
Kwon Soon-woo, tenniskappi frá Suður-Kóreu, þarf að gera hlé á ferli sínum þar sem hann þarf að gegna herþjónustu.

Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu
Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur boðað réttarhöld í máli forsetans Yoon Suk Yeol sem mikill styr hefur staðið um undanfarnar vikur.

Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu
Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær.

Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti
Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85.

Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð
Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti.

Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit.

Forsetinn verður ekki ákærður
Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram.

Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna
Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda.

Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans
Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni.

Ákæra forsetann formlega vegna herlaga
Stjórnarandstaða Suður-Kóreu hefur formlega lagt fram ákæru gegn Yoon Suk Yeol, forseta landsins, vegna herlaga sem hann beitti óvænt á í gær og neyddist skömmu síðar til að fella úr gildi. Margir af starfsmönnum forsetans og ráðgjöfum hans hafa sagt af sér í dag.

Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum
Stjórnarandstæðingar í Suður-Kóreu hafa hafist handa við að undirbúa ákæru á hendur forsta landsins fyrir embættisglöp og brot í starfi eftir að hann setti herlög í landinu í gær, sem hann þó neyddist til að draga til baka eftir mikil mótmæli.

Herlögin loks felld úr gildi
Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fellt herlög sem sett voru á þar fyrr í kvöld úr gildi. Forsvarsmenn hers ríkisins hafa sömuleiðis slitið herlagastjórninni þar á bæ og hafa hermenn verið fluttir aftur til herstöðva sinna.

Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi
Mikil ólga og pólitísk óvissa ríkir í Suður Kóreu eftir að forseti landsins Yoon Suk Yeol lýsti yfir neyðarlögum í dag. Síðan hefur suður kórseka þingið greitt atkvæði um að hindra lögin. Allir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, 190 af 300 þingmönnum, kusu á þann veg.