Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 09:30 Vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV, sem eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands, leggja niður störf í tólf klukkustundir í dag. Grafík/Hjalti Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. Verkfallsaðgerðin á að hafa áhrif á fyrrnefnda vefmiðla en sú hefur ekki verið raunin á vef Morgunblaðsins. Þar hafa verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifað fréttir á vef Mbl.is á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Aðgerðirnar hafa verið fordæmdar af vefblaðamönnum Mbl.is og hefur Blaðamannafélag Íslands stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs. Aðgerðirnar hafa verið kærðar til Félagsdóms. Verkfallsaðgerðin í dag átti að fara fram síðastliðinn föstudag en vinnustöðvun var frestað á síðustu stundu af samninganefnd BÍ. Það hafði í för með sér að vinnustöðvunum var frestað um viku, eitthvað sem samninganefndin viðurkenndi að hún hefði ekki áttað sig á. Fjórða aðgerðin, sem átti að beinast gegn prentmiðlum í gær - daginn fyrir svartan föstudag - verður því komandi fimmtudag 5. desember. Frestun verkfallsaðgerða fór afar illa í starfsmenn Fréttablaðsins enda áttu verkfallsaðgerðir að bíta fimmtudaginn fyrir svarta föstudag sem er stærsti dagur ársins í auglýsingasölu hjá dagblöðunum. Í staðinn verður vinnustöðvun á dagblöðunum 5. desember. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Í bakgrunni má sjá nokkra af blaðamönnum Fréttablaðsins.Vísir/Vilhelm Stærstur hluti vefblaðamanna á Vísi og Fréttablaðinu eru í Blaðamannafélagi Íslands og má því reikna með að engar fréttir birtist á vefunum tveimur í dag líkt og í fyrri verkfallsaðgerðum.Fréttir verða sagðar á Bylgjunni á heila tímanum eins og venjulega í dag með þéttum hádegistíma klukkan tólf. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Vísir fer aftur í fullan gang um leið og klukkan slær 22. Þá er ástæða til að benda á að Allir geta dansað fer í loftið á Stöð 2 í kvöld og verður hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsvefnum á Vísi. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins. Þar eru nokkrir tökumenn félagar í BÍ sem hefur áhrif á vinnslu sjónvarpsfrétta hjá Ríkisútvarpinu. Náist ekki samningar á næstunni munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 5. desember. Fulltrúar úr samninganefnd blaðamanna og frá Samtökum atvinnulífsins funduðu í gær án þess að nokkur niðurstaða næðist í viðræðunum. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. Verkfallsaðgerðin á að hafa áhrif á fyrrnefnda vefmiðla en sú hefur ekki verið raunin á vef Morgunblaðsins. Þar hafa verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifað fréttir á vef Mbl.is á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Aðgerðirnar hafa verið fordæmdar af vefblaðamönnum Mbl.is og hefur Blaðamannafélag Íslands stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs. Aðgerðirnar hafa verið kærðar til Félagsdóms. Verkfallsaðgerðin í dag átti að fara fram síðastliðinn föstudag en vinnustöðvun var frestað á síðustu stundu af samninganefnd BÍ. Það hafði í för með sér að vinnustöðvunum var frestað um viku, eitthvað sem samninganefndin viðurkenndi að hún hefði ekki áttað sig á. Fjórða aðgerðin, sem átti að beinast gegn prentmiðlum í gær - daginn fyrir svartan föstudag - verður því komandi fimmtudag 5. desember. Frestun verkfallsaðgerða fór afar illa í starfsmenn Fréttablaðsins enda áttu verkfallsaðgerðir að bíta fimmtudaginn fyrir svarta föstudag sem er stærsti dagur ársins í auglýsingasölu hjá dagblöðunum. Í staðinn verður vinnustöðvun á dagblöðunum 5. desember. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Í bakgrunni má sjá nokkra af blaðamönnum Fréttablaðsins.Vísir/Vilhelm Stærstur hluti vefblaðamanna á Vísi og Fréttablaðinu eru í Blaðamannafélagi Íslands og má því reikna með að engar fréttir birtist á vefunum tveimur í dag líkt og í fyrri verkfallsaðgerðum.Fréttir verða sagðar á Bylgjunni á heila tímanum eins og venjulega í dag með þéttum hádegistíma klukkan tólf. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Vísir fer aftur í fullan gang um leið og klukkan slær 22. Þá er ástæða til að benda á að Allir geta dansað fer í loftið á Stöð 2 í kvöld og verður hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsvefnum á Vísi. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins. Þar eru nokkrir tökumenn félagar í BÍ sem hefur áhrif á vinnslu sjónvarpsfrétta hjá Ríkisútvarpinu. Náist ekki samningar á næstunni munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 5. desember. Fulltrúar úr samninganefnd blaðamanna og frá Samtökum atvinnulífsins funduðu í gær án þess að nokkur niðurstaða næðist í viðræðunum.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira