Tónlist

Föstudagsplaylisti KRÍU

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Tónlist KRÍU er sögð tilvalin til að fylgja manni gegnum hreinsunareldinn og upp til himna.
Tónlist KRÍU er sögð tilvalin til að fylgja manni gegnum hreinsunareldinn og upp til himna. Aníta Eldjárn
KRÍA er íslensk raftónlistarkona sem hefur haslað sér völl á síðustu misserum með sýndarveruleikakenndu truflanateknópoppi.  Hún setti saman föstudagslagalista fyrir Vísi sem hún kýs að kalla „f0studagx rave á vinnutíma“, sem blaðamanni þykir ágætlega lýsandi.

Í dag kom út myndband fyrir lag hennar Safety af stuttskífunni Varp sem kom út fyrr á þessu ári, en áður hafði hún gefið út myndbönd fyrir lögin Pathogen og Post Safety af sömu plötu.

Þar sá KRÍA alfarið um lagasmíðar og útsetningar í samstarfi við Atla Stein úr Axis Dancehall og Arnór Jónasson úr VAR.

Hér að neðan má hlusta á „f0studagx rave á vinnutíma“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×