Síminn sektaður um níu milljónir fyrir ítrekað brot gegn fjölmiðlalögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2019 07:00 Vodafone og Nova kvörtuðu undan Símanum til Póst- og fjarskiptastofnunar. Vísir Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lagt níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum. Stofnunin telur brot Símans hafa verið meðvituð og markviss, auk þess sem að þau hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. Á sama tíma hafi ávinningur Símans af brotunum verið langt umfram hámark þess refsiramma sem getið er um í umræddum lögum. Umrætt brot, sem nánar er fjallað um hér að neðan, fól í sér það að mati stofnunarinnar að Síminn hélt áfram að brjóta gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga eftir úrskurð PFS þess efnis á síðasta ári, með því að fjölmiðlaveita félagsins beindi viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki, það er Símanum sjálfum, og þar með óbeint að dótturfélaginu Mílu. Síminn hyggst kæra niðurstöðu PFS, segir hana illskiljanlega og mun félagið „nýta allar þær leiðir sem í boði eru til þess að fá henni hnekkt“. Forstjóri Sýnar segir að niðurstaðan sé í takt við ákvörðun stofnunarinnar frá síðasta ári og að hún staðfesti þá niðurstöðu PFS.Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem keypti sýningarréttinn á enska boltanum til þriggja ára.vísir/vilhelmMálið má rekja til 1. október 2015 þegar Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone. Í fyrra úrskurðaði Póst- og fjarskiptastofnun að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu.Var það gert með því að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafi þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu, sem PFS mat sem brot gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga.Ákvæðinu er ætlað að gera notendum kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki. Ákvæðið á að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem hafa bæði yfir að ráða myndefni og fjarskiptanetum, fyrirtæki á borð við Símann og Sýn, misnoti þá aðstöðu sína.Töldu lausnina Sjónvarp Símans „óháð neti“ losa Símann undan brotinu Síminn brást við úrskurði PFS með því að veita Sjónvarp Símans „óháð neti“ frá og með 16. ágúst í fyrra. Þannig var viðskiptavinum annarra fjarskiptafyrirtækja gert kleift að nálgast sjónvarpsþjónustu Símans með því að leigja myndlykla frá Símanum fyrir 2.200 krónur á mánuði, auk áskriftar að Sjónvarpi Símans Premium fyrir 6.000 krónur á mánuði. Taldi Síminn að með þessu væri félagið búið að losa sig undan framangreindu broti sem PFS mat ólöglegt í fyrra.Sýn, Gagnaveita Reykjavíkur og Nova töldu umrædda lausn hins vegar ófullnægjandi. Töldu félögin að framsetning, verðlagning og gæði lausnar Símans gerðu það að verkum að viðskiptum viðskiptamanna væri í reynd enn beint að tengdu fjarskiptafyrirtæki, meðal annars með því að gera það að skilyrði að eingöngu væri hægt að nota sjónvarpskerfi og búnað Símans.Póst- og fjarskiptastofnun.Vísir/VilhelmLausnin ekki fullnægjandi að mati PFS Kvörtuðu félögin til Póst- og fjarskiptastofnunar sem tók málið fyrir en niðurstaða í því lá fyrir á mánudaginn. Í henni kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að hin tiltekna lausn Símans hafi ekki verið fullnægjandi til að losa félagið undan fyrrgreindu broti.Það að skilyrða viðskiptavininn til að vera í samskiptum og viðskiptum við Símann um tiltekin búnað, verðlagning lausnarinnar og framsetning hennar fæli það í sér að Síminn væri í reynd enn að beina viðskiptum viðskiptamanna fjölmiðlaveitu Símans að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Lausnin væri ekki fullnægjandi fyrir neytendur og ekki raunverulegur valkostur við IPTV-kerfi Símans og þær vörur sem þar væri boðið uppá, meðal annars Heimilispakkann.Þannig hafi Símanum ekki tekist, með umræddri lausn, að vinda ofan af því ástandi sem Póst- og fjarskiptastofnun tók ákvörðun um að hafi verið brot gegn bannákvæði fjölmiðlalaga. Því hafi félagið áfram gerst brotlegt við ákvæðið.Umfangsmikil og langvarandi brot Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar er þó tekið tillit til þess að miðað við gögn frá deiluaðilum hafi Síminn nýlega óskað eftir því að klára samninga við Vodafone um dreifingu Sjónvarps Símans Premium yfir IPTV-kerfi félagsins. Þannig hafi Síminn sýnt raunverulegan samningsvilja gagnvart Vodafone. Með því hafi Símanum tekist að vinda ofan af því broti sem hér er fjallað um frá og með 2. október síðastliðinn.Er það því mat stofnunarinnar að Síminn hafi gerst brotlegur við fjölmiðlög með því að beina viðskiptavinum efnisþjónustu sinnar að tengdu fjarskiptafyrirtæki í fimmtán mánuði, þ.e. á tímabilinu 4. júlí 2018 til 1. október á þessu ári.Í niðurstöðukafla ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar segir að leiða legi megi líkur að því að brotið hafi skapað Símanum verulegan ávinning sem sé langt umfram þann tíu milljóna króna refsiramma sem getið sé um í fjölmiðlalögum. Því komi ekki annað til álita en að beita Símann stjórnvaldssektum.Þannig hafi brot Símans verið umfangsmikið og langvarandi, framið með meðvituðum og markvissum hætti auk þess sem það hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. Þarf Síminn því að greiða níu milljóna króna stjórnvaldssekt í ríkissjóð vegna málsins. Hámarks sektarheimild vegna brotins er tíu milljónir króna.Sýn og Síminn eiga í harðri samkeppni á nær öllum vígstöðvum, þar á meðal á sjónvarpsmarkaði.vísir/gettySegir háttsemina hafa komið í veg fyrir aðrir geti keppt á jafnréttisgrundvelli „Þetta staðfestir og er alveg í takt við úrskurð PFS frá síðasta ári. Málið snýst um það að Síminn hefur verið binda saman þjónustur á ólöglegan hátt þannig að aðrir aðilar geti ekki keppt á jafnréttisgrundvelli. Þannig hafa þeir selt Sjónvarp Símans Premium bara til viðskiptavina sinna en ekki til annarra,“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Að sögn Heiðars mun Sýn að öllum líkindum freista þess að sækja bætur vegna þessa máls en beðið verði eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið hefur til meðferðar kvörtun Sýnar vegna fyrirkomulags við sölu á útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni. Reiknar Heiðar með að ákvörðun PFS verði innlegg í þá athugun.Að því er kom fram í Fréttablaðinu í haust er niðurstaða frummats eftirlitsins á þá leið Síminn kunni að hafa brotið gegn samkeppnislögum og sátt við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsefni. Orri Hauksson, forstjóri Símans sagði í viðtali við Fréttablaðið að matið væri hins vegar háð miklum fyrirvörum og að niðurstaðan byggði á skorti á gögnum. Beðið er endanlegrar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.Vísir/vilhelmSíminn segir ákvörðunina illskiljanlega og ætlar að kæra Í svari Símans við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að Síminn telji niðurstöðu PFS ekki rétta „og í raun illskiljanlega“. Þannig sé hún að mati Símans ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir stofnunarinnar, til dæmis um háttsemi Sýnar.Í síðasta árshlutauppgjöri Símans, sem kynnt var 29. október síðastliðinn, kom fram að Síminn teldi háttsemi sína í tengslum við ákvörðun PFS á síðasta ári í fullu samræmi við ákvæði fjölmiðalaga og að mál hafi verið höfðað til ógildingar ákvörðunarinnar.Í svari Símans við spurningu Vísis um hvort að þessi afstaða hafi breyst í ljósi hinnar nýju ákvörðunar segir Síminn svo ekki vera.„Afstaða Símans er óbreytt og í raun staðfastari en áður. Þessi mál eru flókin eins og reyndar PFS segja sjálf en þetta er með því flóknasta sem komið hefur á borð stofnunarinnar. Því finnst Símanum réttast að leita eftir niðurstöðu dómstóla um þessi mál og fá úr þessum álitamálum skorið.“Þannig verði hin nýja ákvörðun PFS kærð og hún borin undir dómstóla sé þess þörf.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Fjarskipti Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Síminn vill rúman hálfan milljarð frá Sýn Síminn hf. birti í dag stefnu á hendur Sýn hf. 1. mars 2019 11:41 Var óheimilt að taka upp og miðla efni sjónvarpsstöðva Símans Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. 18. október 2018 15:42 Nova og Sýn sýknuð af kröfum Símans Nova, Samkeppniseftirlitið, Sýn og Sendafélagið voru í morgun sýknuð af stefnu Símans í máli sem snerist að aðgerð Nova og Sýnar til að samnýta tíðiniheimildir félaganna í sérstöku rekstrarfélagi, fyrrnefndur Sendafélagi. 1. apríl 2019 10:51 Síminn kann að hafa brotið gegn sátt Samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins kann Síminn að hafa farið í bága við samkeppnislög og brotið gegn sátt. Forstjóri Símans segir matið háð miklum fyrirvörum. 4. september 2019 07:15 Síminn og Sýn sýknuð af kröfum hvors annars Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Sýnar á hendur Símanum til greiðslu skaðabóta vegna brota Símans á samkeppnislögum, sem og gagnkröfu Símans á hendur Sýn. 23. nóvember 2018 10:39 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lagt níu milljóna króna stjórnvaldssekt á Símann fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum. Stofnunin telur brot Símans hafa verið meðvituð og markviss, auk þess sem að þau hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. Á sama tíma hafi ávinningur Símans af brotunum verið langt umfram hámark þess refsiramma sem getið er um í umræddum lögum. Umrætt brot, sem nánar er fjallað um hér að neðan, fól í sér það að mati stofnunarinnar að Síminn hélt áfram að brjóta gegn 5. mgr. 45. gr fjölmiðlalaga eftir úrskurð PFS þess efnis á síðasta ári, með því að fjölmiðlaveita félagsins beindi viðskiptum viðskiptavina sinna að tengdu fjarskiptafyrirtæki, það er Símanum sjálfum, og þar með óbeint að dótturfélaginu Mílu. Síminn hyggst kæra niðurstöðu PFS, segir hana illskiljanlega og mun félagið „nýta allar þær leiðir sem í boði eru til þess að fá henni hnekkt“. Forstjóri Sýnar segir að niðurstaðan sé í takt við ákvörðun stofnunarinnar frá síðasta ári og að hún staðfesti þá niðurstöðu PFS.Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem keypti sýningarréttinn á enska boltanum til þriggja ára.vísir/vilhelmMálið má rekja til 1. október 2015 þegar Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone. Í fyrra úrskurðaði Póst- og fjarskiptastofnun að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu.Var það gert með því að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafi þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu, sem PFS mat sem brot gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga.Ákvæðinu er ætlað að gera notendum kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki. Ákvæðið á að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem hafa bæði yfir að ráða myndefni og fjarskiptanetum, fyrirtæki á borð við Símann og Sýn, misnoti þá aðstöðu sína.Töldu lausnina Sjónvarp Símans „óháð neti“ losa Símann undan brotinu Síminn brást við úrskurði PFS með því að veita Sjónvarp Símans „óháð neti“ frá og með 16. ágúst í fyrra. Þannig var viðskiptavinum annarra fjarskiptafyrirtækja gert kleift að nálgast sjónvarpsþjónustu Símans með því að leigja myndlykla frá Símanum fyrir 2.200 krónur á mánuði, auk áskriftar að Sjónvarpi Símans Premium fyrir 6.000 krónur á mánuði. Taldi Síminn að með þessu væri félagið búið að losa sig undan framangreindu broti sem PFS mat ólöglegt í fyrra.Sýn, Gagnaveita Reykjavíkur og Nova töldu umrædda lausn hins vegar ófullnægjandi. Töldu félögin að framsetning, verðlagning og gæði lausnar Símans gerðu það að verkum að viðskiptum viðskiptamanna væri í reynd enn beint að tengdu fjarskiptafyrirtæki, meðal annars með því að gera það að skilyrði að eingöngu væri hægt að nota sjónvarpskerfi og búnað Símans.Póst- og fjarskiptastofnun.Vísir/VilhelmLausnin ekki fullnægjandi að mati PFS Kvörtuðu félögin til Póst- og fjarskiptastofnunar sem tók málið fyrir en niðurstaða í því lá fyrir á mánudaginn. Í henni kemur fram að það sé mat stofnunarinnar að hin tiltekna lausn Símans hafi ekki verið fullnægjandi til að losa félagið undan fyrrgreindu broti.Það að skilyrða viðskiptavininn til að vera í samskiptum og viðskiptum við Símann um tiltekin búnað, verðlagning lausnarinnar og framsetning hennar fæli það í sér að Síminn væri í reynd enn að beina viðskiptum viðskiptamanna fjölmiðlaveitu Símans að tengdu fjarskiptafyrirtæki. Lausnin væri ekki fullnægjandi fyrir neytendur og ekki raunverulegur valkostur við IPTV-kerfi Símans og þær vörur sem þar væri boðið uppá, meðal annars Heimilispakkann.Þannig hafi Símanum ekki tekist, með umræddri lausn, að vinda ofan af því ástandi sem Póst- og fjarskiptastofnun tók ákvörðun um að hafi verið brot gegn bannákvæði fjölmiðlalaga. Því hafi félagið áfram gerst brotlegt við ákvæðið.Umfangsmikil og langvarandi brot Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar er þó tekið tillit til þess að miðað við gögn frá deiluaðilum hafi Síminn nýlega óskað eftir því að klára samninga við Vodafone um dreifingu Sjónvarps Símans Premium yfir IPTV-kerfi félagsins. Þannig hafi Síminn sýnt raunverulegan samningsvilja gagnvart Vodafone. Með því hafi Símanum tekist að vinda ofan af því broti sem hér er fjallað um frá og með 2. október síðastliðinn.Er það því mat stofnunarinnar að Síminn hafi gerst brotlegur við fjölmiðlög með því að beina viðskiptavinum efnisþjónustu sinnar að tengdu fjarskiptafyrirtæki í fimmtán mánuði, þ.e. á tímabilinu 4. júlí 2018 til 1. október á þessu ári.Í niðurstöðukafla ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar segir að leiða legi megi líkur að því að brotið hafi skapað Símanum verulegan ávinning sem sé langt umfram þann tíu milljóna króna refsiramma sem getið sé um í fjölmiðlalögum. Því komi ekki annað til álita en að beita Símann stjórnvaldssektum.Þannig hafi brot Símans verið umfangsmikið og langvarandi, framið með meðvituðum og markvissum hætti auk þess sem það hafi haft umtalsverð skaðleg áhrif á fjarskiptamarkaðinn. Þarf Síminn því að greiða níu milljóna króna stjórnvaldssekt í ríkissjóð vegna málsins. Hámarks sektarheimild vegna brotins er tíu milljónir króna.Sýn og Síminn eiga í harðri samkeppni á nær öllum vígstöðvum, þar á meðal á sjónvarpsmarkaði.vísir/gettySegir háttsemina hafa komið í veg fyrir aðrir geti keppt á jafnréttisgrundvelli „Þetta staðfestir og er alveg í takt við úrskurð PFS frá síðasta ári. Málið snýst um það að Síminn hefur verið binda saman þjónustur á ólöglegan hátt þannig að aðrir aðilar geti ekki keppt á jafnréttisgrundvelli. Þannig hafa þeir selt Sjónvarp Símans Premium bara til viðskiptavina sinna en ekki til annarra,“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Að sögn Heiðars mun Sýn að öllum líkindum freista þess að sækja bætur vegna þessa máls en beðið verði eftir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið hefur til meðferðar kvörtun Sýnar vegna fyrirkomulags við sölu á útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni. Reiknar Heiðar með að ákvörðun PFS verði innlegg í þá athugun.Að því er kom fram í Fréttablaðinu í haust er niðurstaða frummats eftirlitsins á þá leið Síminn kunni að hafa brotið gegn samkeppnislögum og sátt við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsefni. Orri Hauksson, forstjóri Símans sagði í viðtali við Fréttablaðið að matið væri hins vegar háð miklum fyrirvörum og að niðurstaðan byggði á skorti á gögnum. Beðið er endanlegrar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins.Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.Vísir/vilhelmSíminn segir ákvörðunina illskiljanlega og ætlar að kæra Í svari Símans við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir að Síminn telji niðurstöðu PFS ekki rétta „og í raun illskiljanlega“. Þannig sé hún að mati Símans ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir stofnunarinnar, til dæmis um háttsemi Sýnar.Í síðasta árshlutauppgjöri Símans, sem kynnt var 29. október síðastliðinn, kom fram að Síminn teldi háttsemi sína í tengslum við ákvörðun PFS á síðasta ári í fullu samræmi við ákvæði fjölmiðalaga og að mál hafi verið höfðað til ógildingar ákvörðunarinnar.Í svari Símans við spurningu Vísis um hvort að þessi afstaða hafi breyst í ljósi hinnar nýju ákvörðunar segir Síminn svo ekki vera.„Afstaða Símans er óbreytt og í raun staðfastari en áður. Þessi mál eru flókin eins og reyndar PFS segja sjálf en þetta er með því flóknasta sem komið hefur á borð stofnunarinnar. Því finnst Símanum réttast að leita eftir niðurstöðu dómstóla um þessi mál og fá úr þessum álitamálum skorið.“Þannig verði hin nýja ákvörðun PFS kærð og hún borin undir dómstóla sé þess þörf.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Fjarskipti Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Síminn vill rúman hálfan milljarð frá Sýn Síminn hf. birti í dag stefnu á hendur Sýn hf. 1. mars 2019 11:41 Var óheimilt að taka upp og miðla efni sjónvarpsstöðva Símans Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. 18. október 2018 15:42 Nova og Sýn sýknuð af kröfum Símans Nova, Samkeppniseftirlitið, Sýn og Sendafélagið voru í morgun sýknuð af stefnu Símans í máli sem snerist að aðgerð Nova og Sýnar til að samnýta tíðiniheimildir félaganna í sérstöku rekstrarfélagi, fyrrnefndur Sendafélagi. 1. apríl 2019 10:51 Síminn kann að hafa brotið gegn sátt Samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins kann Síminn að hafa farið í bága við samkeppnislög og brotið gegn sátt. Forstjóri Símans segir matið háð miklum fyrirvörum. 4. september 2019 07:15 Síminn og Sýn sýknuð af kröfum hvors annars Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Sýnar á hendur Símanum til greiðslu skaðabóta vegna brota Símans á samkeppnislögum, sem og gagnkröfu Símans á hendur Sýn. 23. nóvember 2018 10:39 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26
Síminn vill rúman hálfan milljarð frá Sýn Síminn hf. birti í dag stefnu á hendur Sýn hf. 1. mars 2019 11:41
Var óheimilt að taka upp og miðla efni sjónvarpsstöðva Símans Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um staðfestingu lögbanns sýslumanns og viðurkenningu á því að Sýn hafi verið óheimilt að taka upp og miðla með ólínulegum hætti sjónvarpsefni tveggja sjónvarpsstöðva sem Síminn rak. 18. október 2018 15:42
Nova og Sýn sýknuð af kröfum Símans Nova, Samkeppniseftirlitið, Sýn og Sendafélagið voru í morgun sýknuð af stefnu Símans í máli sem snerist að aðgerð Nova og Sýnar til að samnýta tíðiniheimildir félaganna í sérstöku rekstrarfélagi, fyrrnefndur Sendafélagi. 1. apríl 2019 10:51
Síminn kann að hafa brotið gegn sátt Samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins kann Síminn að hafa farið í bága við samkeppnislög og brotið gegn sátt. Forstjóri Símans segir matið háð miklum fyrirvörum. 4. september 2019 07:15
Síminn og Sýn sýknuð af kröfum hvors annars Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Sýnar á hendur Símanum til greiðslu skaðabóta vegna brota Símans á samkeppnislögum, sem og gagnkröfu Símans á hendur Sýn. 23. nóvember 2018 10:39